Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1963, Page 9

Muninn - 01.05.1963, Page 9
Það kom haust og það kom vetur. En myndin í rammanum brosti stöðugt, eins og hún vildi minna á, að eftir veturinn kæmi vor og þá yrðu trén aftur græn og fuglarnir byrjuðu að syngja. Og faðirinn sagði stoltur við gesti, sem virtu fyrir sér myndina: „Þetta er sonur okkar, sem er í háskólanum.“ Þannig liðu þrjú ár. En svo fóru að heyr- ast sögur um manninn á myndinni. Þær fóru ekki hátt í fyrstu, en þær náðu til húss- ins á hæðinni. Þau trúðu þeim ekki. Að hann, sonur þeirra, væri byltingarsinni, svallari eða kannski eitthvað ennþá verra. Skáld. Eitt af þessum ungu skáldum, sem ortu ruglingsleg órímuð 1 jóð, sem enginn skildi. Ljóð um ófrískar konur, vangefin börn og rnyrkur. En þær urðu stöðugt á- leitnari þessar sögur. Loks varð þetta al- mannarómur. Þau neyddust til að trúa. Það var sárt, en það varð ekki umflúið. Gestirnir, sem komu í heimsókn, voru nærgætnir. Engum datt í hug að spyrja: „Hvernig er það með son ykkar, sem var í háskólanum? Hefur hann ekki bráðum lok- ið námi?“ Nei, þetta voru nærgætnir gestir, og þeir kunnu söguna um glataða soninn. Þeir vissu, að hún gat alltaf endurtekið sig. Og það eru ekki allir feður, sem slátra ali- kálfi og tappa dýrustu vínunum, þó að glat- aði sonurinn snúi heim, eftir að hafa sóað öllum arfinum og borðað með svínum. Þeir vissu, að sagan hafði endurtekið sig og ali- kálfinum hafði ekki verið slátrað. Það var aðeins venjulegt borðhald. Eng- inn fögnuður. Samræður um ekki neitt. Ekki óvinsamlegar samræður. Um kvöldið kom það svo. Samtal undir fjögur augu. Skilyrði sett. Kröfur um iðrun, kröfur um yfirbót. Skilyrðislausar kröfur. Kröfur, sem ekki var hægt að ganga að. Ekki fyrir mann með hugsjón. Ekki fyrir þann, sem hafði nokkurt stolt. Tvær skiptar skoðanir. Tveir, sem ekki gátu beygt sig. Menn með of líka skapgerð. Feðgar. Svo fór hann, stoltur, særður og fullur af uppreisn. Hann skyldi sýna þessum gamla manni, hann skyldi sýna fólkinu hérna, sýna öllum, að hann léti ekki fara með sig eins og eitthvert úrhrak. Skoðanir þeirra voru úreltar og viðhorfin mótuð af þröng- sýni og menntunarleysi. Hann skyldi sýna því. . . . Hann vissi bara ekki hvernig. Eftir sat gamall maður byrjaður að grána í vöngum. Gamall, vonsvikinn maður. Það er erfitt að beygja sig. Það er líka erfitt að geta ekki beygt sig. Nú var hann farinn, sonur hans. Alfarinn. Hann kæmi ekki aft- ur. Hann þekkti hann. Hann kæmi ekki aftur nema sem sigurvegari, og hann myndi ekki sigra. Það er erfitt að snúa við fyrir þann, sem straumurinn hefur hrifið með sér. Og nú hafði hann ýtt honum út í hring- iðuna. Hún myndi snúa honum í nokkra hringi, og hann myndi gera örvæntingar- fullar tilraunir til bjargar. Kannski myndi hann kalla á hjálp. Þá væri það of seint. Hann myndi standa á bakkanum og horfa á hann sogast niður í hringiðuna. Sökkva til botns. Hvað hafði hann gert? Það var systir hans, sem fylgdi honum til dyra. Lítil, ljóshærð, aðeins barn. Börn skilja ekkert. En augu hennar voru full af skilningi. Það var eins og þau segðu: „Ég skil ykkur báða, en ég get ekkert gert. Það er ekkert hægt að gera. Þú þekkir þennan mann. Þú hefur séð hann sitjandi inni á einhverju kaffihúsinu. Ólánlegan mann í lopapeysu og óburstuð- um skóm í hópi manna, sem allir bera sama svip. Svip uppgjafar og vonleysis. Þeir áttu einu sinni hugsjón. Þeir ætluðu að frelsa heiminn. Gefa blindum sýn og daufum heyrn. En þeir komust að því, að þeir blindu vilja alls ekki sjá og þeir daufu vilja ekki heyra. Síðan eiga þeir enga hugsjón. Enn er komið vor. En myndin hangir ekki lengur á veggnum. Eftir er ferhyrndur MUNINN 89

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.