Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 31

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 31
og bætir við: Mjög er þögult mannaval, mátturinn uppaf hrokkinn, andinn niðri í öldudal, eða kannske sokkinn. Sér þá Sigurður, að við svo búið má ekki leng- ur sitja, snarast fram og kemur með ekki ómarga vindla. Friðrik sér ánægjuglott á andliti ritstjór- ans, sem verður honum tilefni til einnar stöku: Birtast vindlar úr vösum, vel þeir ritstjórann gleðja. Guðrún B. Guðmundsdóttir er ekki eins á- nægð: Glitrar vín ei á glösum, gerist leitt hér að dvelja. Haraldur hefur nú loksins upp raustina og kastar þessum fyrripart yfir borðið: Situr hljóður móti mér, mikill hagyrðingur. Pálmi hugsar sig ekki lengi um: Lítið fyrir ljóðum fer, lágt mín harpa syngur. Friðrik og Kristinn hafa skipzt á sendingum í laumi nokkra hríð. Að lokum stenzt Friðrik ekki mátið og segir: Þennan sæla sólskinsdag situr einn við þröngan hag, gengur illa að botna brag. Betur má ef duga skal. Kristinn beinir þá til Friðriks: Kappinn, sem að kann sér ekki kattarlæti myndi gera bragarbæti og botna sjálfur, ef hann gæti. En Friðrik þykir þá vera komið nóg af svo góðu: Einkamálin öllum sálar andans krafti, draga á hálar heljartálar. Haltu kjafti. Pálma verður hugsað til rauðmaga- og at- kvæðaveiða: Komið núna víst er vor, vænir spá því rauðmagar, vekur í landi von og þor, og víst eru fleiri rauðir þar. Brynjar Viborg hefur setið orðlaus allan tím- ann, og víkur nú Rögnvaldur til hans þessum orðum: Situr einn á sínum stól, segir fátt til ljóða. Er nú fokið öll í skjól, atómskáldið góða? Friðrik bætir við: Skenk þú í bolla Brynjar minn úr brennivínskollu þinni. Pálmi tekur upp hanzkann: Vondur sollur víst er þinn varla hollur sinni. Kristinn kveður: Vefur trefli hart um háls Haraldur. Flenzu- honum forðar máls -faraldur. Vísa ein berst nú frá manni til manns með viðeigandi ummælum, en þegar hún er komin fyrir borðendann, veit enginn lengur, hver hana hefur saman setta: MUNINN 11 I

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.