Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 5
honum er aðeins einn maður. Hann rær hægt og fumlaust, er auðsjáanlega ekkert að flýta sér. Ég rís á fætur og geng fram á bryggjubrúnina. í sama vetfangi rennur bátskelin að. Maðurinn rís upp. I bjarma Ijóskersins sé ég að þetta er aldraður mað- ur, lotinn í herðum og andlitið markað rún- um langrar lífsreynslu, þreytulegt og fölt, augun sljó og döpur, og gráar hárrytjur standa niður undan sjóhattinum. „Gott kvöld“, segi ég. Hann svarar því engu. „Hefurðu aflað vel?“ spyr ég. Hann svarar heldur ekki. Varir hans eru saman- bitnar, og það er eins og hann viti ekki af neinu í kringum sig. Nú sé ég, að í botni bátsins er allstór fiskhrúga. „Viltu taka við kaðlinum“, segir hann skyndilega, hásri og nær því brostinni rödd. Áður en ég veit af, fæ ég sjóblautan kaðal framan í mig. Ég fálma eftir honum, tekst að handsama hann, og bind hann fastan við einn bryggjustólpann . Maðurinn bjástrar um stund niðri í bátn- um. Hann byrjar að kasta fiskinum upp á bryggjuna. Síðan klifrar hann upp. „Gott kvöld“, segi ég. „Gott kvöld“, svarar hann, í röddinni er einhver einkennilegur tónn, sem minnir á sársauka, vonleysi og sorgir. „Þetta er vænn þorskur", segi ég. „Já, nokkuð svo“, segir hann lágt, eins og hann sé hræddur um að vekja einhvern. „En. . . .“ Hann hættir við að halda áfram máli sínu. Það er löng þögn. Maðurinn byrjar að gera að aflanum, æfðum hand- tökum. Ég stend kyrr og bíð. Ég veit ekki hvers vegna, þessi maður er mér algerlega óviðkomandi. Ég ræski mig, og er í þann veginn að hefja samræður, en hika við það. Áfram er þögn. Þegar maðurinn hefur lokið við verk sitt, lítur hann upp, og við horfumst í augu, ör- stutta stund. „Þetta er fagurt kvöld“, segi ég. „Já“, svarar hann, „víst er svo. En ég hef aldrei getað fært mér fegurðina í nyt. Það hefur einhvern veginn gleymzt í önn dags- ins. Og þó hef ég alltaf verið að bíða eftir einhverju fögru. En það hefur aldrei komið nein fegurð inn í líf mitt, og kemur senni- lega aldrei.“ Nú byrjar hann að kasta fiskinum upp í gamlar og fornfálegar hjólbörur. Síðan ger- ir hann sig líklegan til að aka þeim af stað. „Á ég ekki að aka þessu heim fyrir þig“, spyr ég í flýti, eiginlega áður en ég veit af. „O, það er nú ástæðulaust. Ég er einfær um þetta.“ Án þess að hika gríp ég um börukjálkana og spyr: „Hvar býrðu?“ „Ég bý rétt fyrir ofan fjöruna“, svarar hann hægt. „Ég skal vísa þér leiðina". Við höldum af stað. Börurnar eru þung- ar, og ég þarf oft að hvíla mig. Gamli mað- urinn gengur á undan mér, þögull. Það er eins og á herðum hans hvíli eitthvert farg, sem hann er að sligast undir. Að lokum komum við að lágreistum, hrörlegum skúr, og nemum þar staðar. Ég læt börurnar niður og þurrka svitann af enninu. „Viltu ekki koma inn?“ spyr gamli mað- urinn. Ég þigg boðið. Hann opnar dyrnar, og við göngum inn, á móti okkur leggur lykt af köðlum og salti. Gamli maðurinn kveikir ljós, sezt síðan niður. Hér inni er allt fátæklegt, eins og íbúinn. Stór köttur rís upp úti í liorni, gengur til gamla mannsins og hoppar upp á hné hans. Maðurinn strýkur sigghörðum lófa um haus kattarins. Þegar ég lít í augu mannsins, sé ég einhvern dulinn sársauka, sem þó er blandinn innri hlýju. Ég lít undan. Mér er um megn að horfast í augu við þennan gamla mann. Ég beygi mig fyrir einhverju óþekktu valdi, stað- reynd, sem hér blasir við mér, köld, ógn- andi og máttug. Við þegjum báðir. í fjarska heyrist sog öldunnar. Vindurinn knýr á dyrnar, það þýtur í rjáfrinu. Annars alger þögn. Ég veit ekki, hversu lengi við sitjum MUNINN 85-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.