Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 28

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 28
Sunnudaginn 28. apríl mættu lið skólans í hand- og körfuknattleik liðum úr verzlunarskól- anum, er var á ferð hér nyrðra. í handknattleik sigraði M. A. eftir mjög spenn- andi leik með 38 mörkum gegn 34. Stuttu eftir að leikur hófst stóðu leikar 10—2 fyrir Verzlunarskólann, en í hálfleik 18—16 fyrir MA. f körfuknattleik sigruðu verzlunarskólamenn aftur á móti. Staðan í hálfleik var fyrir Verzlun- arskólann. HANDKNATTLEIKSMÓT í. M. A. hófst 31. janúar með þátttöku 7 liða, og léku allir við alla. Keppni í mótinu var nokkuð jöfn og all-spennandi. Þegar á mótið leið, þótti sýnt, að keppnin um meistaratitilinn stæði milli þriggja liða: III. bekkjar A-liðs, V. og VI. bekkj- ar. Að lokum fór þannig, að III. og VI. bekkur léku saman til úrslita. Var sá leikur mjög spenn- andi og eftir réttan leiktíma stóðu leikar jafnt. Síðan var leikurinn framlengdur um 2x5 mín. Var það mikill bardagi, en á siðustu mínútu náði VI. bekkur yfirhöndinni og sigraði. Annars var endanleg röð liða út úr mótinu sem hér segir: 1. VI. bekkur 12 stig 2. III. bekkur 10 stig 3. V. bekkur 8 stig 4. IV. bekkur 6 stig 5. III. bekkur B-lið 4 stig 6. Lpd. 2 stig 7. IV. bekkur B-lið 0 stig. Þess ber að geta að afloknu þessu móti, að nú- verandi VI. bekkur hefur sigrað handknattleiks- mót skólans alla sína tíð hér í skólanum og aldrei tapað leik innan skólans, en gert tvö jafntefli. Undanfarin fjögur ár hefur uppistaða skólaliðsins yfirleitt verið úr þessum bekk. í VI. bekkjarliðinu í vetur voru eftirtaldir menn: Ingvar Viktorsson. Erlingur Runólfsson. Hannes Haraldsson. Guðmundur Björnsson. Ásbjörn Sveinsson. Kristján Ólafsson. Björn Bjarnason. NORÐURLANDSMÓT í handknattleik innanhúss hófst laugardaginn 27. apríl. Eitt lið keppir þar fyrir skólans hönd, og er það I. fl. karla. Léku þeir sinn fyrsta leik á Húsavík við Völsunga og sigruðu 47—46. Töl- urnar gefa til kynna, að leikurinn hafi verið jafn, en svo var þó ekki. Skólamenn höfðu alla tíð yfirhöndina, en þreytu fór að kenna í liðinu, er líða tók á, sem er eðlilegt. Lið skólans leikur svo til úrslita við K. A. hér á Akureyri, en þegar þetta er ritað, er ekki vitað hvenær sá leikur mun fara fram. KÖRFUKNATTLEIKSMÓT skólans hófst 18. marz og lauk þann 4. apríl. Sjö lið tóku þátt í mótinu og léku öll í einum riðli. Mótið var fjörugt, og valt þar á ýmsu. Að úrslita- leiknum einum óleiknum hafði VI. bekkur einn allra unnið sína leiki. VI. bekkur sigraði svo IV. bekk í síðasta leiknum og hafði þar með sigrað í bessu móti með vfirburðum. Annars var röð efstu liðanna sem hér segir: 1. VI. bekkur. 2. -3. III. bekkur A-lið. 2.-3. IV. bekkur A-lið. Þeir sem léku í VI. bekkjar liðinu voru: Ingimundur Árnason. Guðmundur Tulinius. Kristján Ólafsson. Hannes Haraldsson. Ingvar Viktorsson. I. V. 108 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.