Muninn - 15.03.1972, Blaðsíða 84
að tryg^ja að námsbækur séui ókeypis á
þessu timabili, bókakostnaður getur orðið
ákaflega þungur fyrir fjölskyldur sem í
eru margir unglingar. Svo þarf að koma
til bein fjárhagsleg aðstoð til þeirra,
sem þurfa sérstaklega á því að halda.
Námslaunakerfi væri í sjálfu sér ákaflega
eðlilegur hlutur, en þvi^myndu fylgja
anzi mikil vandamál í þjóðfélagi eins og
okkar. Ef \im námslaun er að ræða, eru
t.d. engar forsendur fyrir því, að há-
skólamenntaðir menn hafi hærri laun en^
aðrir, það mtindi auðvitað eiga að hafa í
för með sér launajöfnuð, en á meðan slíkt
gerist ekki í löndunum umhverfis okkur, er
mikil hætta á því að sérfræðingar leituðu
á markað utan Islands, þar sem þeim yrði
boðið miklu hærri tekjur .
luuninn: kundu námslaun, ef til þeirra
kemur ekki leiða til breytinga á þjóðfélags-
byggingunnií átt til sósíalisma?
I.-agnús: Jú,jú, þau væru forsenda fyrir
miklu meiri launajöfnuði en nú er. En þá
kemur upp sá vandi sem ég var að tala um
áðan.
r.iuninn: Þessi stefna er sem sé ekki að
færast í vöxt í nágrannalöndunum?
Iv.agnús: Ja, Svíar eru með mjög myndarlega
aðstoð við námsfólk undir háskólastigi, en
á háskólastiginu er meira af lánum en
beinum framlögum, ennþá. Þ.e.a.s. undir
háskólastigi fá allir ókeypis skólabækur,
og ég held að fjölskyldubæturnar haldi
áfram á meðan menn eru við nám. Svo eru
þeir með sérstaka sjóði sem hægt er að
sækja um styrki í, en þá þurfa menn að
færa einhver rök fyrir því að þeir þurfi
á þeim að halda.
IWuninn: Hyggst ríkisstjórnin bæta náms-
aðstöðu framhaldsskólanema?
Inagnús: Hún hefur sett sér það mark að
bæta námsaðstöðuna, en enn er ekki búið
að vinna út neina áætlun um það. Haldið
verður áfram að auka lánasjóð námsmanna.
Fyrirheit var gefið í fyrra, um að á
næstu þremur eða fjóriim árum næði hann því
marki geta sinnt öllum umsókniim, allri um-
framfjarþörf nemenda í því lánaformi, sem
þar er. Það er mjög brýnt að auka lána-
sjóðinn, og hitt finnst mér ákaflega-
aðkallandi að auka aðstoð við námsmenn
undir háskólastigi,
Iwuninn: Ermöguleikiá því, að flokkarnir
sem mynda ríkisstjórnina, sameinist um
framboð við næstu alþingiskosningar?
Magnús: Það er erfitt um að segja. Ef
stjornarsamvinnan gengur vel, og samstaða
helzt innan ríkisstjórnarinnar, þá hlýtur
það að leiða til þess, að vinstrimenn þoki
sér meira saman o^ eigi auðveldara með
samvinnu, einnig 1 kosningum. En um það
er ómögulegt að segja á þessu stigi.
Herstöðvarmálið.
Hvað með herstöðvarmálið? Iwá búast við
herlausu landi árið 1974 ?
Iviagnús: Það er líka loforð hjá ríkis-
stjórninni. 1 málefnasamningnum stendur