Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1976, Side 48

Muninn - 01.04.1976, Side 48
Öld..... félagið? Jón: Ég veit nú ekki hvaða félagsstarfsemi fer fram innan skólans. Ég myndi sjálfsagt athuga ef ég vissi nánar hvaða starfsemi væri um að ræða. Ég get nú samt sagt það að ég þekki eina starfsemi. Hún er ekki bundin við þennann eina skóla. iað er hér starfsemi sem er tengd skólum sem er K.S.S. Ég hugsa að ég myndi helst kjósa að sækja þangað ef um það væri að ræða. Blm.: Takk fyrir. um Mætingar Á siðastliðnu hausti tóku gildi nýjar reglur um- mætingar hér í skóla. Skyldu nú mætingar metnar til einkunna samkvæmt nokkuð ströngum skala. Nokkur aðdragandi var að setningu hinna nýju reglna. Síðastliðið vor var ljóst að páverandi kerfi hafði gengið sér til húðar. Sam- kvæmt þvi var sem kunnugt er skólasókn metin til ein- inga. Þá kepptust nemendur við að vinna sér inn plús- einingar, og það var bein- línis keppikefli að "fá að sleppa valgrein" út á plúseiningar. ^etta var öfugþróun því valgreina- kerfið á að gefa mönnum kost á að læra þær greinar sem þeir hafa sérstakan áhuga 46 á. Þar sem einingakapp- hlaupið var á góðri leið með að eyðileggja valgreina- kerfið voru bæði nemendur og kennarar sammála um að eitthvað nýtt og betra yrði að koma £ staðinn. Allmiklar umræður og deilur fóru fram hér í skólanum í lok síðasta skólaárs um nýjar mætinga - reglur. ímsar spurningar vöknuðu. Er yfirleitt rétt að hafa nokkra mætingaskyldu? Er ekki réttara að gefa mætingar frjálsar svo nem- endur geti skipulagt nám sitt að miklu leyti eftir eigin höfði og jafnvel unnið lítilsháttar með nárn- inu? Flestir nemendur voru fylgjandi frjálsum mætingum og fjolmennur skólafundur,

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.