Dýravinurinn - 01.01.1887, Síða 3
Formáli.
»JL/ýravemdunarfjelagi danskra kvenna“ var jiað að jiakka, að fjelagsmenn
fyrir tveim árum fengu fju-sta heftið af „Dýravininum11. Nú er það vegna 300 kr. styrks
þ: á:, sem þjóðvinafjelagið fær af landssjóði, að stjórn fjelagsins sjer sjer fært, að láta
fjelagsmenn fá fyrir 2 kr. árstillag sitt fj órar bækur. þessvegna hefir hún ráðist í, að
gefa út annað liepti af „Dýravininum11.
Landsmenn tóku vinsamlega móti „Dýravininum11 fyrir tveim árum, jeg er
þess fullviss, að þeir gjöra slikt hið sama enn þá. Hver eptirtektarsamur og hjartagóður
maður hlýtur að finna, að það er velgjört, að taka svari dýranna, sem enga vörn geta
fært fyrh’ sínum málstað, og það er ekki vanþörf að vekja eptirtekt landsmanna á því,
að slíkt er hæði skylda og gagn eigandans, að hann sýni mannúð og rjettlæti þeim
skepnum, sem eru að þjóna honum, fæða hann og klæða.
Orsökin til þess, að þetta hefti af „Dýravininum11 ekki var gefið út næstliðið
ár, var sú: að jeg liafði heðið ýmsa ritfæra menn að senda mjer sögur af merkum við-
hurðum um íslenzk dýr, en annaðhvort hafa þeir gleymt þvi, eða eigi þótt málefnið þess
vert. Herra dr. Grímur Thomsen er sá eini undanskyldi, hann hefir heiðarlega gengið
á vaðið og er vonandi að fleiri, með tímanum, fylgi á eptir. Af íslenzkum dýrum eru
til margar prýðis fallegar sögur, þegar vel er leitað. Um tryggð hundsins við eiganda
sinn, af hestum sem hafa bjargað eigendunum frá vissum dauða í dimmviðri og vatns-
föllum, og af forustusauðum, sem með viturleik og atorku hafa í ófærð og stórhríð bjargað
öllum ijárhópnum, sem fylgdi þeim, og enda fjárhirðinum sjálfum.
þegar menn virða fyrir sjer eðlisfar dýranna og hve mikið þau starfa til þarfa
fyrir eigendur sína, þá vekur slikt velvild til þeirra, og í öðru lagi fyrirlitningu fyrir
vondri meðferð á þeim. \
Á Islandi er íll meðferð á dýrunum, sjaldnast sprottin heinlínis af íllmennsku,
heldur af hugsunarleysi og eldgömlum vana. Menn hafa ekki tekið eptir öðru, en að
dýrin sjeu rjettlaus gagnvart eigendum þeirra. þeir eru frá harnæzku vanir við, að sjá
flókana tætta af sauðkindunum á vorin, en sjá sjaldan ullarskæri. [>eir eruvanir, að sjá
lmakkinn lagðan ofan á helmeiddan hesthrygginn, og hundinn hlaupa á lángferð sárfættan
á eftir eiganda sinum dag eptir dag og synda yfir ár og læki. — Vegna vanans finna
menn ekki annað, en að þetta liljóti svo að vera; eigandanum kemur ekki í hug, að launa
seppa trúa fylgd með þvi, að reiða liannyfir vatnsfóllin. Hinn getur ekkiverið aðhrjóta
heilann um það, hvort skepnunni muni vera það viðkæmt þegar flókin ull er rifin afhenni,
eöur það só óþægilegt fyrir hana, að standa úti í vorkuldum þvi nær alsnakin. Svona