Dýravinurinn - 01.01.1887, Side 4
fór faðir hans og afi að þvi. Hinn þriðji lætur það ekki fá, á sig, þó hesturinn haíi allra
húsdýra viðkvæmasta tilfinningu, að leggja hnakkinn á bólginn hesthrygginn og sitja svo
j)ar á ofan allan daginn, liann þarf að halda ferð sinni áfram, og hesturinn drepst ekki,
þó hann verði frá brúkun um tíma. Hjer er ekki rúm til að orðlengja um, kvalir þær er
skepnurnar liða við hordauða á vorin, og hættu þá sem allar landbúnaður er í, fyrir
ráðlausan heyásetning á liaustin.
Vaninn skapar villuljós, svo menn geta ekki sjeð hlutina og viðburðina svo,
sem þeir þó í raun og veru eru.
I útlöndum er nú á tímum, almennt farið betur með dýr en á íslandi. því
veldur þrennt. 1) að löggjöfin er strangari gegn íllri meðferð á skepnum og harðara
gengið eptir, af löggæzluvaldinu, að lögunum sje hlýtt, lieldur en ennþá á sjer stað á íslandi.
2) að Dýraverndarfjelög hafa víða myndast, sem án afláts brýna fyrir mömium, að þeir eigi að
sýna dýrunum vægð og mannúð. 3) að almemiingsálitið liefir snúist á móti misþyrming dýra,
,það lítilsvirðir þann sem fer ílla með skepnur, og álitur þann búskussa og trassa, sem
hefir horaðaí’ og illa útlítandi skepnur í þjónustu sinni, því hagsmunir hans liggjí í því,
að eiga feitar og þriflegar skepnur; en skaðinn i þvi, þegar þær eru magrar.
Allt þetta þrennt ætti sem fyrst, að verða innlent á íslandi; sjálfsagt verður
hið síöasta þýngst á metunum, því þó mannúðin sje mikil, þá mun þó hagsvonin verða
sterkasta hvötin.
Börn og únglingar hafa vanalega gaman af myndum, er því þetta litla liefti
af „Dýravininum11 hentugt fyrir foreldra. til þess að láta börn æfa sig á lestri, enjafnframt
því að þau æfast í lestrinum, innrætist hjá þeim allmörgum velvild til dýranna. Ef
mæðumar, um leið og börn þeirra lesa rit þetta, Ijetu sjer jafn annt um, að innræta
þeim mannúd og rjettlætis tilfinningar gagnvart dýrunum, einsog sagt er frá i æfintýrinu,
er hjer fer á eptir, að drottningin í Amrakuta hafi gjört, þá mundi fljótt vinnast, að
breyta alþýðu álitinu.
En þótt bókin sje meir f'yrir úngdóminn, er samtmargt íhenni, sem fulltiðamenn
geta tekið til ihugunar.
Vonandi er að ekki líði á löngu, jjartil menn í ýinsum hjeruðum landsins,
taka sig saman um, að stofna dýravemdairfjelög. Einkum er konum bezt treystandi, til
þess. Að sönnu hafa þær, til þessa tíina sjaldan tekið þátt í, að byrja fjelög, en að
stofna þess konar fjelög væri þeim verðugt og eðli þeirra samkvæmt; margir af flokki
karlmanna mundu verða fúsir til að rjetta þeim hjálparhönd.
Herra Sigurifur IJjörleifsson, liefur samið og þýtt, sögur þær, sem eru í hepti
þessu, að undanskyldum þeim tveim, sem eru um dýrin á Islandi.
Kaupmannahöfn i Mai 1887.
Tryggvi Ghmnarsson.