Dýravinurinn - 01.01.1887, Side 8
8
dimmu sem björtu, og vissi jeg á stundum ekki hvar jeg var fyr en hann tók
sprettinn; jeg var sem sje vanur að láta hann skeiða og stökkva til skiptis, og
vissi jeg þá hvað leið, eptir því sem hann greip stökk eða skeið. Aldrei varð
jeg þess var að hann drægi neitt af sjer skeiðið, þótt níðamyrkur væri, en hann
stökk hægra. Einusinni datt hann með mig í alla þá tíð, sem jeg átti hann
(25 ár). Svo stóð á, að jeg ljet eitt sumar heyja á Elliðavatns engjum; reið jeg
upp eptir í bezta veðri, en um daginn gjörði nokkrar skúrir, og urðu götur
sleipar; á heimferðinni um daginn missti hann allra fjögra fóta utaní Yífilsstaða-
hálsi og skall með mig á hliðina. Reið jeg sömu leið eptir það, en svo var
klárinn minnugur, að nær sem hann kom á þann stað á hálsinum, sem hann
fallið hafði, fór hann að frísa og skjálfa. Seinasta sumarið sem hann lifði,
lofaði jeg honum að standa í túninu, var hann orðinn svo tannlaus, að hann
náði ekki til grasa, nema loðið væri. Fólk mitt reyndi stundum til að reka
hann úr túninu, þótti því, eins og von var, ekki beysinn búskapur að láta liest,
standa í tfminu um hásláttinn. En klárinn hafði tekið eftir því að jeg amaðist
ekki við honum, þótt hann leitaði sjer bjargar þar sem hana var að fá, því jeg
kom stundum út í tún til hans og spjallaði við hann. Gaf hann því engan
gaum að því þótt sigað væri á hann hundum; hann hljóp aðeins heim á hlað,
eins og hann væri að skjóta máli sínu til æðra dóms, enda vann hann málið.
Nafnkenndastir liestar hjer á landi á síðari tímum voru þeir Kolur,
liestur síra þorláks á Skinnastöðum og Hornafjarðarkópur. Um Kol eru margar
sagnir. Eigandinn var ekki Groodtemplar, og setti Kol einu sinni iit í Jök-
ulsá í Axaríirði, þar sem engin landtaka er, nema í ferjubásnum hjá Ferjubakiía,
og er sagt hann hafi náð ferjubásnum, þar sem ferjan var uppsett. þegar prestur
var kenndur, fór Kolur jafnan hægt; en þegar hann fann að klerkur f’ór að
verða stöðugur í sætinu, þó tók hann þessa spretti, sem Magnús heitinn Eiríks-
son sagði um: „það var blendingur, bfóðir, af ffugi og prjóni“. Fleiri sagnir
en jeg man eru um það, hvernig hann frelsaði síra þorlák, sem var meiri fjör-
maður og fullhugi en þörf er á. Allajafna reið síra þorlákur honum einliesta,
og dugði Kolur ávallt. Hafði prestur þá meiningu, og sama hef jeg heyrt
marga hermenn segja mn riddaraliðs hesta, að Kolur kynni ekki við sig, nema
á ferðum og ferðum með húsbóndanum. A síra þorlákur eitt sinn að hafa
riðið heiman öðrum hesti, en skilið Kol eptir til þess að hvíla hann, en þegar
á daginn leið, var Kolur þar kominn af sjálfum sjer, og bauð fram sína þjónustu.
Lítur svo út, sem þetta haíi verið beinlínis verk forsjónarinnar í þetta skipti,
því síra þorlákur átti þá leið um Flateyjardalsfjörur fyrir svokölluð „forvöð“,
kletta, er skaga út í sjó Yar farið að falla að, er hann kom að síðasta for-
vaðinu, — þau eru þrjú — og á rogasund fyrir klettinn, en brim í sjó. Allt
um það setti síra þorlákur Kol á kaf, því ekld var til góðs að gjöra, ófært að
hverfa aptnr, en illfært að halda áfram. Er svo sagt, að klárinn haf synt út í
brimiö fyrir klettinn, en síra forlákur haldið sjer frá klettinum með svipunni.
/