Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 11

Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 11
11 en hallar sjer einusinni úti annað borðið svo óvariega, að kænunni livolfir og maðurinn fellur útbyrðis. Hvað skeður? Rakkinn grípur manninn, syndir með hann i land, og bjargar svo lífi lians. Ekki var hefnd- argirndin! Sagan segir, að maðurinn hafi eptir það mátt eiga hundinn í friði fyrir konunni. Um St. Vernharðarhundana eru svo margar sagnir, svo að jeg veit ekki, liverja jeg á að velja úr hópnum. Einu sinni er Vernhardshundur út í byl á Alpafjöllum; kemur heim að klaustrinu með ungbarn i kjaptinum, en í stað þess að taka á sig hvíld eptir þennan fund, veinar hann og klórar í hurðina og lætur á sjer skilja, að liann vill aptur út í hríðina, og hættir ekki fyr, en tveir munkar taka börur, binda taug um hálsinn á liundinum og fylgja honum út í kafaldið. þeir sjá ekkert fyrir sjér, en hundurinn heldur sínu stryki, þangað til hann kemur að fönn góðan spöl frá klaustrinu; þar grefur liann upp konu, sem var aðfram lcomin af kulda og þreytu. Var liún borin heim í klaustr- ið við illan leik. Var það móðir barnsins, sem hundurinn var búinn að bjarga. Fyrst bjargar rakkinu barninn, af því hann treystir sjer ekki til að koma kon- unni lieim einsaman; er liann að, þangað til liann getur gjört skiljanlegt, að meira góðverk sje eptir ógjört. Og þó hefur forsjónin ekki gefið þessum skepn- um málið. Máslte þær mundu vanbrúka það, ef þær hefi'u það. Heyrt hef jeg, að þegar manninn líður, geti enginn grátið, nema hundurinn. Hvort það er satt, að seppi tárist, veit jeg ekki, og hef jeg þó sjeð hund, sem syrgði húsbónda sinn, en sá hundur liændist vonum bráðar að öðrum húsbónda. Bæði eru til þjóðflokkar og einstakir menn, sem liafa liunda sjer til matar. En þess verða hundar fljótt áskynja, og forðast þá menn og staði, þar sem slikt viðgengst. það mun vera satt, að þegar Parísarborgarmenn í um- sátrinu 1870— 71 fóru að leggja sjer hundakjöt til munns, þá hurfu vonum bráðar allir hundar úr borginni á náðir Prússa. Hver sagði þeim að liætta væri á |ferðum? Ekki strjrika naut og sauðir, og ekki vita þeir, hvað fyrir þeim liggur. Jeg þykist þess fullviss, að liestar og hundar sjeu sjerlega fengnir manninum i hendur bæði til gagns og gamans. Er það þá þakklátsemi við forsjónina að fara illa með_ þessar skepnur? Annað mál er það, að menn ættu ekki að ala ofmargt upp af hvorugu; það er ekki hægt að eiga rnarga vini, og víst er það, að tveir liundar, að öðru jöfnu, eru ekki eins trúir húsbónda sínum eins og einn. Yfirliöfuð gefur að skilja, að sambúð. mannsinns er öll önnur við þær skepnur, sem ætlaðar voru til manneldis, en viö þær, sem ætlaðar eru til fylgdar. Hinar fyrnefndu eiga lieimting á nægu fóðri, þrifum og meinlausri umgengni; en liestar og liundar þessutan á góðu uppeldi og atlæti, meir aö segja, blíðu, með skynsamlegu vandlæti. Hjer á landi er litið um, að skepnum sje eiginlega misþyrmt, þó liestar einatt verði fyrir misjöfnu, meira af hugsuuarleysi en harðýðgi, en þeir eru opt sveltir og illa hirtir. Kemur þetta af fávizku, fyrirhyggjuleysi og vana.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.