Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 20

Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 20
20 á bandinu. [>annig komu þeir til Amrakuta og þar ætlaði sjónhverfingamaðurinn að tefja nokkra hríð. „En livernig lætur kvikindið? Hvað ætlar þú aðgjöra upp að höllinni ? Attu þar kannske kunningja?“, sag'i loddarinn og tók fast í bandið. En Zopas st.ritaði við allt hvað hann mátti. Hann þekkti svörtu þrælana, sem stóðu fyrir utan hallardyrnar. Opt höfðu þeir fleygt sjer til jarðar þegar Almansor gekk fram hjá þeim. Hann vænti sjer hjálpar afþeim. Hann dinglaði rófunni ogmændi upp til þeirra, en enginn skildi hann! „Snáfaðu burt loddara óhræsi kallaði einn af þrælunum. Hjer er þjer ekki til neinsj að koma. Hjer eru aðeins haldnar föstur og bænagjörð fyrir konungssyninum!“ Zopas skildi hvert orð. Hann reyndi ennþá einusinni til að komast inn, en var rekinn út jafnharðan. „Og svo hefurðu vitlausan hund með þjer“ æpti annar þrællinn. Ef þú ekki flýtir þjer burtu, þá muntu hafa verra af‘‘. „þetta er allt þjer að kenna seppa fjandi“ sagði sjónhverfingamaðurinn og hjelt aptur af stað. „Hvað ætlaðir þú aðgjöra þangað upp? Burt með þig frá höllinni. Zopas togaði ennþá á móti, og vildi hvergi fara. þá tók loddarinn fram svipu eina og lúbarði seppa og nú varð hann nauðugur viljugur að fylgja honum langt burtu frá höllinni í Amrakuta. Zopas fylgdi lengi sjónhverfingamanninum, frá einni borg i aðra. Seppi var hræddur við svipuna, og þorði því ekki annað en að vera húsbónda sínum hlýðinn og auðsveipur. Sjónhverfingamaðurinn hafði með sjer fjölda af dýrum, sem hann sýndi fyrir peninga. Iiann fór vel með þau dýr, sem hann liafði mestan hag af, en liann varð fljótt leiður á að temja Zopas, þvi Zopas horfði á hann bænaraugum og vildi fátt annað að hafast. „þennan hund skal jeg ekki dragast með lengur1, sagði hann einn góðan veðurdag, þegar hann var i vondu skapi af því ágóðinn hafði verið sára lítill. Zopas var nú líka mjög farið að fara aptur. Aður hafði gljáð á hann af góðum þrifum, en nú var hann orðinn ótútlegur af áreynslu og illri meðferð. „Næst þegar jeg kem að vatni, þá bind jeg stein um hálsinn á honum og dreklci honum.“ En Zopas skildi livert orð sem hann sagði, ogdrukkna vildi hann ekki. Rjett í þeim svifum flaug dálítil undur falleg fiuga yfir höfðinu á honum. „Flugan sú arna þarf þó ekki að þjóna mönnunum og láta þá kvelja sig“, hugsaði Zopas raunamæddur og gelti við. En í sama vetfangi skeði mynd- breytingin. Sál Almansors hafði fiutt sig úr líkama hundsins yfir í likama fiugunnar. Og fiugan flaug áfram á liinumljettu vængjum sínum. Hún fann til

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.