Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 22
22
þolað með mjer bæði sætt og súrt, og liann er orðinn þreyttur og slitinn eins og
jeg. Takið Jiíð vagninn og varninginn, en loíið þiö mjer að lifa og taka klárinn
með mjer.“
„j>ú getur gjarnan fengið að lifa fyrir okkur, en liestinn þurfum við að
brúka sjálfir“. Svo hlóðu þeir vopnum sínum og varningi á bakið á klárnum.
„En hann er sterkur eins og úlfaldi“, sagði annar af ræningunum.
Kondu nú klárinn minn, við þurfum að flýta okkur til tjaldanna11.
En Juglu stóð grafkyrr í sömu sporum og horfði til vagnstjórans, sem
haíði klappað honum. En þá lamdi ræninginn hann með svipunni á höfuðið og
þá þorði hann ekki annað en hlýða.
* *
*
Nú varð hesturinn að vinna baki brotnu, daginn út og daginn inn, því
ræningjarnir voru sífeldlega á stjái, ýmist að ræna friðsama ferðamenn eða flytja
burt varning þann, er þeir höfðu stolið. Enginn skeytti því þó hann liti á þá
bænaraugum, og enginn ljet vel að honum. En það var um að gjöra að örmagnast
ekki. þvi deyja vildi hann ekki og þrátt fyrir allar þær þrautir, sem liann tók
út, þá lifði þó innst í sálu hans vonin um miskunsemi. En eitt kvöldið varð
hann allt í einu aflvana, liann var nýkominn með þunga byrði upp að tjaldi
ræningjaforingjans og þar hnje hann niður. Honum var ómögulegt að standa á
fætur. Hann gat hvorki hreyft sig, eða gefið hljóð frá sjer.
„Sláðu hann af“, sagði einn af ræningjunun. „Hann stendur hvort sem
er ekki upp framar“.
Maðurinn, sem þetta var sagt við, þreif í spjót sitt og ætlaði að reka
það í hestinn.
En innst inni i aumingja skepmmni var borin fram auðmjúk bæn um
að miskuna konungssyninum, sem hafði orðið að þola svo harða hegningu, um að
liann mætti aptur verða að manni, svo hann gæti orðið gciður bæði við mennina
og skepnurnar. Svo hvarf meðvitundin og allt varð kyrt og hljótt.
VI.
Aptur í aldingarði álfkonunnar Aschandala.
„Bæn þín er uppfyllt", sagði álfkonan. Hún hafði með mikilli um-
hyggjusemi vakað yfir liki Almansors konungssonar, sem andar hennar höföu
flutt til hennar þegar eptir fyrstu myndbreytinguna. „Bæn þín er uppfyllt og þú
ert aptur orðinn Almansor konungssonur".