Dýravinurinn - 01.01.1887, Side 31

Dýravinurinn - 01.01.1887, Side 31
Si Hversu opt hafa hestar einnig bjargað lífi eiganda síns úr bersýnilegri dauðans hættu í vatnsföllum. sem hann af fyrirhyggjuleysi og ofurhuga hafði steypt þeim og sjálfum sjer í. Fyrir nokkrum árum var prestur norðanlands um kveldtíma einn á ferð í tunglsljósi, eptir íslagðri á; vakir voru hjer og þar á ánni, hesturinn fjörugur en birtan svo, að ekki var auðvelt að greina ís frá vatni. Prestur reið þó hvern sprettinn öðrum harðari, þartil ísinn sprakk, þegar minnst varði, við einn vakar- barminn. Straumurinn var þar stríður og vatnsdýpið svo mikið, að liesturinn var alltaf á hrokasundi. Hann synti livað eptir annað upp og niðurmeð ísskörunni, til þess að reyna að komast upp. Loks varð presturinn viðskila við liestinn, og llaut frá skörinni eptir miðjum álnum. Presturinn sjálfur hefur sagt mjer sögu þessa, og fullyrti það við mig, að þegar hesturinn varð var við þennan atburð, þá sneri hann jafnskjótt frá skörinni og synti á eptir eiganda sínum, þartil hann náði honum. þegar presturinn hafði náð í fax hestsins, synti hann að ískörinni aptur og lá þar gratkyrr, þartil presturgat komist ábakhestsius og jiannig bjargað sjeruppá skörina. Maðurinn komst þannig úr dauðans greipum, en hesturinn var jafnnauðuglega staddur. Langa stund varð hann ennþá, í vetrarhörkunni, að liggja á sundi 1 jökulvatninu, þartil menn komu af næstu bæjum og gátu bjargað hestinum. M’eð framúrskarandi dugnaði og vitsmunum hafði hesturinn bjargað lífi sínu og eigandans úr þeirri hættu, sem hann hafði, með óvarkárni, stofnað þeim báðum í. Eeiðhestar á Islandi eiga margir gott í uppvextinum, og á meðan þeir eru í blóma lífsins, en þegar ævinni fer að lialla, fjörið að hverfa og skepnan eptir eðli sínu þarf nákvæmari hjúkrunar við, þá erhesturinn tekinn til áburðar; góða fóðrið og atlætið fær hann ekki lengur, hann verður að láta sjer nægja að bera bagga á sumrin og hafa moðrusl og útigang í hörkum á veturna. þegar gætt er að öllum þeim ánægjustundum, sem eigandinn hefur Jiaft af góðum reiðhesti, á hans yngri og þroska árum, eða öllu því gagni, sem hesturinn hefur þann tímagjört eiganda sínum, og, ef tilvill, þaráofan, bjargað lífi hans, þá er hörmulegt til þess að vita, að launin og þakkirnar fyrir langa og trúa þjónustu, ánægjustundir og lífgjöf, skuli vera gaddurinn og úrgangur sá, sem aðrar skepnur ekki vilja, og að þetta skuli einmitt þá koma fram, þegar skepnan þarf sem nákvæmastrar aðhlynningar við. Engu betri eru þeir, sem selja reiðliesta sína eptirmargra áraþjónustu, til ókendra manna, sem svo láta þá ganga í liestakaupum mann frá manni. Margir þekkja þá meðferð, er slíkir hestar fá. Hvort Eauður, svo hjet liestur prestsins, liefur endað ævi sína á líkan hátt er mjer elcki kunnugt, en lílilegt er að svo liafi ekki verið, svo framarlega að liesturinn eigi hafi verið seldur öðrum, þvi presturinn var liestavinur og nákvæmur við skepnur.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.