Dýravinurinn - 01.01.1887, Side 33
33
Eitt sinn [iegar jeg kom til Kaiipmamiahafnar írá Islandi, haf'ði jeg
liund með, er „Dóni“ hjet; liann var vitrastur allra íslenzkra liunda [teirra sem
jeg hef þekkt, og tryggur að því skapi. þegar jeg gekk frá skipi fór jeg sam-
stundis heim í herbergi mín, þau voru á fyrsta sal, nálægt 8 álnir frá jöröu.
{>egar jeg hafði verið litla stund heima, þurfti jeg ýmsra erinda vegna að fara
út, en vildi ekki flækjast með liundinn ókunnugan; ljet því loka hann inni í
herbergi mínu, og varaði þjónustustúlkuna við, að lileypa seppa út; nokkru síðar
var hún svo ógætin að opna glugga, en þegar seppi sá það, var liann ekki lengi
að hugsa sig um, og stekkur irt úr gluggakistunni, 8 álnir, niður á steinlagða
götuna, til þess að leita að mjer, liann komst óskemdur frá hlaupinu og skaust
sína leið, án þess að líta við, þótt til hans væri kallað.
Einsog nærri má geta, gat liann ekki fundið mig, svo þegar jeg kom
heim um kvöldið taldi jeg víst, að jeg myndi aldrei sjá hann framar, en næsta
morgun kom íslenzkur stúdent með hundinn fi’á Kegentsen, bústað danskra og
íslenzkra stúdenta.
Kvöldið áður höfðu tveir íslenzkir stúdentar gengið í miðjum bæmmi
og talað saman, tóku þeir eptir því, að íslenzkur liundur hljóp fram cg aptur um
götuna, þartil hann nemur staður skammt frá þeim og starir á þá. ]>eir töluðu
ekkert til hans og skiptu sjer ekkert af honum, en ]>ó lieldurseppi á eptir þeim
og læðist með þeim heim til þeirra, án þess þeir tæku eptir því; liann hafði legið
um nóttina fyrir framan herbergisdyr þeirra á Regentsen og var þar um morg-
uninn. Iíundurinn hafði aldrei fyrr verið í Kaupmannahöfn og gat því ekki vitað
hvar bústaöur íslenzkra stúdenta var; hvorugan þeirra hafði hann sjeð fyrr, og
gat því ekki þessvegna hænzt að þeim. En hvernig stóð þá á því, að hundurinn
velur einmitt þessa menn úr öllurn mannfjöldanum til að fylgja þeim eptir?
Hann verður rólegur, iiættir að leita að mjer og fylgir þeim. Hjer verður ekki
betur sjeð, en að hundurinn liafi þekkt íslenzkuna frá öðrum orðaliljóm, sem hann
heyrði, og liafi því tekið það ráð að elta þá, sem töluðu sama mál og hann var
vanur að lieyra. Ef til vill er það ofdirfzka að segja, að hann hafi gjört það 1
þeirri von, að hann fyrir þeirra hjálp, frekar en annara, mundi geta fundið mig;
en þaö er víst ekki ofsagt, að hann hefur þekkt íslenzka orðfallið og líklega mörg
orðin, því það bar við síðar, optar en einusinni, að þegar heimamenn nefndu nafn
lians og sögðu frá ágalla einum, er liann haföi og sem hoiram hafði verið hegnt
fyrir, að hann varð lúpulegur og faldi sig út í horni, undir borði eða stólum, og
það þótt hvorki væri á liann horft eða gjört nokkurt einkenni þess, að um hann
væri talað. Stúdentarnir lifa báðir og eru nú orðnir embættismenn á íslandi;
þeir geta sannað sögu þessa.
Dagar „Dóna“ enduðu þannig, að hann stöklc innum glugga á nætur-
tíma, til að leita að eiganda sínum, en skar sig um leið á rúðubrotunum, svo að
það leiddi hann til bana. Áður en jeg eignaðist liann, liafði hann tvisvar gjört
slíkt hið sama, en slapp í hvorutveggja sinnið nokkuð blóðugur, en lítt skemdur.