Dýravinurinn - 01.01.1887, Síða 34
34
Hann hafði verið tryggur alla ævi, og loks varð tryggðin honum
að bana.
l>egar hundar fylgja eigendum sínum á löngu ferðalagi, ganga þeir opt
sárfættir og verða að synda yfir straumharðar ár og læki, af því eigandanum
kemur ekki til hugar að reiða þá fyrir framan sig eða aptan yfir árnar ; á kvöldin
þegar til náttstaðarins kemur, er fæða sú er þeir fá opt af skornum skamti, svo,
þeir hljóta að leggja á stað næsta morgun hálf hungraðir. Engu að síður fylgja
þeir eiganda sínum trúlega, meðan þeir geta staðið.
Margir hundar fara upp um há fjöll til að smala saman búpeningi til
mjalta, kvöld og morgun, ef þeir ekki þurfa að fara lengra en svo, að þeir sjái í
hvaða átt smalamaður bendir þeim að fara.
A næsta bæ, þar sem jeg ólst upp, var hundur, sem „Mjaldur" hjet;
hann skaraði fram úr öðrum hundum að því leyti, að hann fór af stað ósagt til
að smala ánum, þegar að þeim tíma kom, sem vant var að fara til smalamennsku.
En svo var til háttað, að bærinn stóð undir snarbröttu fjalli, og dreifðu ærnar
sjer víða um fjallið, og stundum voru þær komnar langa leið, framfyrir fjallsöxl
eina, en þó kom seppi með allar ærnar til mjalta á rjettum tíma lieim á kvíaból.
* *
*
A suðurlandi bar það við fyrir nokkrum árum, að hjeraðslæknir var á
ferð og gisti um nótt hjá vini sínum B., næsta dag hjelt hann ferð sinni áfram,
til þess að vitja sjuklings, sem hann var sóttur til, en ráðgjörði að koma aptur
um kvöldið, ef á, sem yfir þurfti að fara, ekki yrði ófær; liundur læknisins var í
förinni. Seint um kvöldið var læknirinn ekki kominn, svo menn urðu úrkula
vonar um, að hann mundi koma það kvöld, og var því gengið til rekkju; en
þegar B. er nýlega háttaður, kemur hundur læknisins á svefnherbergis glugga hans,
klórar í gluggann og lætur ófriðlega; hugði B. þá að læknirinn væri kominn,
klæðir sig í skyndi og fer út; sjer liann livergi lækninn en hundurinn flaðrar
upp um hann og hleypur svo í áttina til árinnar. Áin var nálægt og fer hann
því strax á eptir hundinum; þegar hann kemur að ánni, sjer hann að læknirinn heldur
sjervið ísskörina ogviðhlið hans íiýtur hesturinn í vökinni; B. tókst fljótlega að
bjarga manninum og þvínæst gátu þeir náð hestinum uppá skörina svo allir
komust með heilu og höldnu heim til bæjarins. En hefði hundurinn ekki verið
í förinni, var ekki annað sjáanlegt, en læknirinn og hesturinn hefðu þarna endað
'daga sína.
12. oktobermán. 1869 kom á ncrðurlandi mjög sviplega aftaka stór-
hríðar bylur. Jörð var auð og sauðfje allt úti, veðrið ofsalegt og fannkoman svo
mikil, að á einum sólarhring kyngdi niður þeim firnindum af snjó, að skaflar í
grófum og giljum urðu 5 til 7 álna þykkir; fennti þann dag mörg þúsund fjár í
ýmsum sveitum, einkum í þingeyjarsýslu; flest af fjenu fannst eptir nokkra daga,