Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 35

Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 35
35 ýmist dautt eða liíandi. |>ar se.m ein kind var í fönninni eða f'áar saman, lifðu ífestar lengi, þó þykkur snjór væri yfir þeim, en þar sem margar lágu saman köfnuðu þær á fyrsta dægri. Allmargar af skepnuuum fundust ekki fyrr en eptir langan tíma, og máttu þannig kveljast við sult og seyru svo vikum skipti. Sú kind sem jeg vissi til að lengst lifði þá, var í fönninni 7 vikur, án þess að hafa náð í nokkra fæðu; lopt liefur sjálfsagt verið fyrstu dagana af skornum skamti. Sem að líkindum lætur, var hún orðin mögur, en varð hjúkrað svo, að hún lifði 2 ár eptir það. Hjer er mynd af þeirra á, og er lnin gjörð eptir ljósmynd af henni. þeir sem áttu margar sauðkindur í fönninni ljetu leita daglega þegar fært veður var; aðferðin var sú, að menn boruðu með löngum járnnafri niður í skafiana, jafnliliða því, að þeir ljetu hundana leita með sjer; kom það þá fram, að einstöku hundar sköruðu langt fram úr öðrum að fundvísi; þeir fundu næstum hverja kind, allt hvað ekki var dýpra niður að þeim en3—4álnir; slíkir liundar voru lánaðir bæ frá bæ, en eigandinn varð að fylgja með, annars leitaði hundurinn ekki; á þann hátt fundust margar kindur í djúpri fönn, sem annars liefðu hlotið að líða, eptir langan tíma, kvalafullan liungursdauða. Hundar þessir leituðu j:annig, að þeir gengu þefandi eptir hjarnsköfl- unum, þar til þeim fannst eitthvað grunsamt; þá námu þeir staðar, þefuðu í kringum sig og rifu svo niður í lijarnið, stundum ýlfrandi eða hálf geltandi; brást það þá sjaldan, að kind fannst þar undir, þegar mokað var niður. þegar kindin var dauð, lá snjórinn þjett að henni, en þegar hún var lifandi, og hafðiverið þarum tíma, var nokkur auð livelfing kringum hana af hita, og andardrætti hennar, svo snjóþyngslin hvíldu ekki á henni. Jeg var einn dag sjónarvottur þess, að einn af þessum hundum fann 3 kindur sína á hverjum stað, sem búnar voru að vera undir gilbarði í fönn á fjórðu viku; á jivi svæði liafði áður verið leitað meö járnnöfrum. * *

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.