Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 38
38
liugmyncl um. Margir liaía víst tekið e})tir |iví, hve hörmulega sumir fuglar bera
sig, þegar þeir eru hræddir um eggin eða líf unga sinna; hversu ærnar á vorin
eru sorgbitnar, þegar verið er að stýja eða færa frá, og þær eru að kalla á lömbin
sín; hversu óskildar kindur stundumverða góðir vinir á afrjettinni, „fylgifiskar“ ;
þær fylgjast að í haganum og meiga ekki af annari sjá meðan þær eru sjálfráðar,
en á haustin í rjettunum, þegar hver eigandi fer heim með sitt, þá verða þessir
vinir að skilja með miklum jarmi og söknuði. Eða hversu ákafir hestarnir eru,
þegar óyndi og strok er í þeim, og hversu tryggir hundarnir eru, þegar þeir
heldur liggja í ofviðri hjá eiganda sínum dauðum, en að bjarga lífi sínu til
mannabyggða.
þegar menn haf'a um langan tíma nákvæmiega tekið eptir lífi og eðli
dýranna, og sjeð live marga góða eiginlegleika þau hafa, getur valla hjá því farið,
að menn fái velvild til þeirra, og aumki þau fyrir það sem þau verða saklaus að
líða af mannavöldum, sumpart af ásetningi manna, en mest af hugsunarleysi
og vana.
þegar einhverjum manni leikur allt í lyndi, og ■ efnin eru nóg til að
hjálpa kunningunum, þá vantar ekki vinina, sem smjaðra fyrir honum, og látast
vilja allt fyrir hann gjöra. Enkomi óhapp fyrir, svo fátæktin verði orsök þess að
liann sje kominn upp á hjálp þeirra þá fækka þeir fijótlega, heimsóknir hætta og
það, sem á undan er gengið, gleymist. Svona er nú heimshátturinn, með fáum
undantekningmn. En þeir sem ekki fara frá honum, og láta honum í tje sömu
hjálp og tryggð eins og áður, það eru hesturinn og einkum hundurinn,
ef hann aðeins sýnir þeim velvild og góða viðbúð, enda þótt hann naumast geti
látið þá fá viðunanlegt viðurværi.
„það er vinur sem í raun reynist.“ Dýrin sýna það opt. Mennirnir
mættu þó ekki láta sjer farast ver en dýrunum, þeir ættu að minnsta kosti að
láta jafn mikla umhyggju og velvild koma fram við dýrin, sem þau sýna þeim.
Tr. G.