Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 39
39
Vivisektion,
sagt er eriginn fulltíða maður á Islandi, sem ekki
lrefur opt og einatt keyrt talað nm, að sauðfje sje
drepið úr lior, af því menn liafa orðið uppiskrojipa
með fóður liancta því, eða að hestar, sem menn ætla
að slá af, fái þau laun fyrir dyggilega þjónustu í
mörg ár, að þeir eru látnir ganga sjer til liúðar í
langferðum síðasta haustið, sem þeir fá að lifa. En
af góðum og gildum ástæðum, hafa að öllum likindum
fáir heyrt þess getið, að aragrúi af skepnum hafi
orðið að sæta kvalafullum dauða vísindanna vegna.
Allar þessar kvalir nefna menn í útlöndum Vivi-
sektion, og heita þær svo, af því skepnurnar eru limaðar og skornar sundur
lifandi. Sennilegt er, að mörgum þyki fróðlegt að heyra frá henni sagt, og
verður því hjer farið um hana nokkrum orðum, en einkum þó í þeirri von, að
mannúðartilfinningin vakni fremur en sofni, þegar menn heyra hve þungar
þrautir skepnurnar opt verða að líða mannanna vegna.
Vivisektionin er í raun og veru mörg hundruð ára gömul, en á nitjándu
öldinni hefur hún farið ákaflega mikiö í vöxt í allri norðurálfunni; þetta getur
mönnum líka -vel skilizt, þegar menn hugleiða hve mjög vísindamennirnir á þess-
ari öld hafa keppt hver við annan um, að verða hver öðrum uieiri að öllum
fróðleik um eðli manna og dýra. Eins og áður er sagt, er hún í því fólgin að
dýr eru meir eða minna lilutuð í sundur lifandi, til þess að rannsaka eðli líffær-
anna og hvaða starf náttúran hefur falið hverju þeirra á hendur. það er því
vivisektion ef menn skera skepnuna í sundur, til þess að rannsaká eðli taugakerf-
isins, eða rísta liana á hol og taka út eittlivað af innýflunum, til þess að sjá
hvaða áhrif það hefur á skepnuna. Eins og nærri má geta, eru það einkum lækn-
arnir, sem unnið hafa að þessu, og þau dýr, sem til þess hafa verið höfð, hafa
ætíð verið valin af æðri clýrunum, af því eðli þeirra er líkara eðli mannanna, og
þessvegna var meiri von um, að læknisfræöin og mannkynið í heild sinni mundi
hafa meira gagn af að rannsaka þau en lægri dýrin. Engar skepnur hafa orðið
jafn liart úti eins og' liundarnir, bæði af því að opt er hægast að ná til þeirra
og þeir eru ódýrastir, og er það sorglegt, að þær skepnur, sem sýna mönnunum
mesta tryggð, skuli einnig verða að sæta mestum kvölum af þeirra hendi.