Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 40

Dýravinurinn - 01.01.1887, Qupperneq 40
40 |>egar ræða er rrm gagn [iað, sem af þessu liefur leitfc, [iá er það næsta örðugt að dæma um það svo, að vogaskál sannleikans liallist ekki út í aðra hvora hliðina. Meiri hluti læknanna heldur því fast fram, að vivisektionin sje nauð- synleg og mjög mikið gott hafi af lienni leitt og verður það víst næsta örðugt að hrekja það. En það eru einnig allmargir læknar, sem hafa fylgt því jafn fastlega fram, að lítið sem ekkert gott hafi af henni leitt, og þær uppgötvanir, sem menn hafa þakkað henni, sjeu annaMivort ekki henni að þakka, eða menn hefðu getað gjört þær án hennar; og þvi verður ekki neitað, að margir ágætis- menn eru einnig í þeirra tölu. Skoði menn vivisektionina aðeins frá vísindalegu sjónarmiði, sem til- raun til þess að auðga sig og aðra að þekkingu, þá er sjálfsagt engan blett eða lýti á lienni að finna. En menn verða einnig að dæma hana frá siðferðislegn sjónarmiði. [>að verður því að deiluefni, hvort menn hafa rjett til þess að láta saklausar skepnur líða langvinnan og kvalafullan dauða, jafn vel þótt það gæti orðið mannkyninu til hags. það er auðsjeð, að lrjer eru menn komnir að vandasamri siðferðislegri spurningu, sem menn eiga örðngt með að verða samdóma um, og spurningin verður ennþá vandasamari, af því að jafuvel vísindamennirnir sjálfir geta ekki orðið á eitt sáttir um, hve mikið gagn hafi leitt af vivisektioninni, eða yfir liöfuð geti af henni leitt. það er auðsætt að dómar þeir, er menn fella um þetta mál, eru mjög háðir tilfinningum manna og þeim andlegum þroska, er menn liafa náð. þegar menn vita eða sjá skepnuna kveljast, f'á menn ósjálfrátt löngun til þess að hrista hnííinni úr hendinni á þeim manni, sem kvelur skepnuna, og mönnum hættir þá við að gleyma því, að maðurinn getur gjört þetta í bezta tilgangi. Deilan á milli þeirra manna, er haldið hafa með og móti vivisektioninni liefur líka verið ákaflega hörð og báðir málsaðilar hafa borið þungar sakir hver á annan, og er það víst ekki ofhermt þó sagt sje, að báðir málspartar hafi farið rúmu feti framar en æskilegt var. Læknarnir hafa borið mótstöðumönnum sínurn á brýn þekkingar- skort, skammsýni, skinhelgi o. s. frv., en þeir læknunum aptur um ómammð, ódrenglyndi og fleiri slíka ókosti. [>ó það hafi ef til vill mátt bera einstöku mönnum í beggja liði slíkt á brýn, þá fer því mjög fjærri, að svo megi dæma um flokkana i heild sinni. Mótstöðumenn vivisektionarinnar hafa lengi krafizt [iess, að hún væri bönnuð með öllu, svo enginn vísindamaður fengi að vinna að slíkum störfum. |>eim hefur veitt næsta örðugt uppdráttar, því mótstaðan hefur verið hörð, og fremur lítur út f'yrir að tala þeirra manna fækki, sem eru svo strangir í kröfum sínum. Aptur á móti virðist tala þeirra manna fremur fara vaxandi, er vilja að duglegir vísindamenn skuli fá leyfi til vivisektiona ef dómsnefnd, sem skipuð er vísindamönnum, álítur að gott oggagnlegt geti af því leitt, en jafnframt takmarka vivisektionirnar eins mikið og auðið er, án þess aðvísindin bíðitilfinnanlegttjón.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.