Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 46
46
Umhyggjusemi.
yrir nokkrum árum síftan, bjuggjuhjón ein í Gothersgade í Kaupmanna-
höfn. j>au áttu hund einn mjög vitran, og höfðu þau vanið hann á
að bera heim brauð í körfu frá bakara einum í St. Kongensgade og leysti
hann það starf vel af hendi. j>egar seppi átti að sækja brauð, var
honum fengin karfan og peningarnir lagðir á botninn. Fór hann þá
með hana rakleiðis til bakarans. Bakarinn tók við körfunni, tók úr henni pening-
ana og ljet brauð í hana í staðinn. Svo tók seppi við körfunni og skilaði öllu
heim. Gekk þetta lengi svo, og vantaði aldrei neitt í körfuna.
En einn góðan veðurdag bar það við, þegar konan taldi brauðin upp
úr körfunni, að þar var einu brauði færra en hún hafði átt von á. Hugði lmn
þá að bakaranum hefði mistalizt í þetta sinn og hafði ekki orð á því. Daginn
eptir sendir hún liundinn aptur af stað með körfuna og peningana, eins og vant
var. Fór þá allt á sömu leið; eitt brauðið vantaði. Gjörir hún þá bakaranum
boð um þetta, og biður hann að gæta þess, að hún fái brauðin með skilum.
Bakarinn svarar því, að rjett hafi verið taliö, og þegar hundurinn kom næsta dag
meö körfuna, lagði hann í hana einu brauði fleira enn honum bar, til þess að sjá
hversu þá færi. Hundurinn kemur heim með körfuna og vantar þá það brauðið,
sem um fram var. Næsta dag var hundinum veitt eptirför, til þess að sjá livað
hann gjörði af einu brauðinu. Hundurínn bar körfu sína heim á leið, sem hann
var vanur, en þegar hann kom að húsi einu í Adelgade, þá nemur hann þar staöar
og fer svo með körfuna inn í húsið. Maðurinn, sem veitti honum eptirför, fór
inn á eptir honum. Komst það þá upp, að seppi hafði átt vingott við tík þar í
húsinu, og hafði liún gotið sama daginn sem konuha vantaði fyrsta brauðið. Hafði
hundurinn fært tíkinni eitt brauð á hverjum degi eptir það. Nokkra daga á eptir
ljet bakarinn einu brauði um fram í körfuna og færði seppi það tíkinni, meðan
hún lá á hvolpunum; en þegar sá tími var liðinn, kom hann heim með öll brauðin,
eius og hann hafði áður gjört og þá hætti bakarinn einnig gjöfunum.