Dýravinurinn - 01.01.1887, Síða 47
47
Fáein orö um slátrun á skepnum.
is og þaft er skylda mannanna, að gefa öllum þeim
skepnnm nægilegt fóður, sem þjóna þeim á einhvern
kátt, eins er það líka skylda, að taka af þeim lifih á
þann liáti, sem þeim er kvalaminnstur. (>ví verður ekki
neitað, að íslendingum er nokkuð ábotavant í þessu
efni. þegar sauðfje er skorið, eru hnífarnir ekki ávallt
i eins góðu lagi og æskilegt væri, því það ber ekki
sjaldan við, að þeir eru annaðhvort ryðgaðir, skörðóttir
eða bitlausir; en það er auðvitað, að þegar hnífarnir
eru ekki góðir, þá verður sársaukinn meirifyrir skepnuna.
Annars er sú aðferð, sem algengust er á Islandi, þegar sauðfje er slátrað, engan-
veginn heppileg. Að skera skepnuna á liáls í fullu fjöri, má heita fremur kvala-
f’uJlur dauðdagi fyrir skepnuna. Kraptarnir þverra ekki á einni svipstundu, heldtxr
srnátt og smátt.
Bezta aðferðin viö slátrun á fje er sú, að slá snöggt liögg með hamri
á hnakkan á kindinni og gjöra hana þannig meðvitundarlausa, og skera síðan
sundur báðar lífæðarnar á hálsinum. Nýlega hafa menn líka fundið upp aðra að-
ferð. Hún er sú, að fyrir augun á kindinni er sett gríma, svo hún viti síður af
því, sem fram fer. En ofan á grímunni er oddhvass gárngaddur, og verður hann
að bera rjett yfir linakkaholuna, þegar grírnan er komin á kindina. Síðan er
slegið snöggt högg með hamri á naglann, gegnur hann þá inn í holuna og skepnan
verður meðvitundarlaus á sama augnabliki. Eptir það er skorið á lífæðarnar á
hálsinum eins og áður er sagt. Eins og menn sjá er skepnan svæfð, á líkan hátt
og stórgripir eru svæfðir á Islandi.
En af því alþýða á íslandi, eins og víða annarsstaðar, er nokkuð fast-
heldinviðfornarvenjur, þá er ekki sennileg’t að hún breyti fijótt um slátruuar að
ferðina á fje sínu, en eitt er henni innan liandar að færa í lag, og það er að
láta ekki aðrar kindur sjá það, sem fram fer á blóðvellinum.
Bæði húsbændur og lijú liafa víða tilfinningu fyrir því, hve ólieppilegt
og ósæmilegt það er, að láta sumar kindurnar standa hjá ogliorfaá, meðan aðrar