Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 20
144 HEIMILISBLADIÐ bragð hans, og gerðu áhlaup og fyltu bogagöngin; en er minst vonum varði bálaði eldurinn upp svo öl! göngin urðu .eitt logandi eldbaf. Undankomu var ekki auðið og þarna fórst fjöldi Rómverja í logun- um. En eins og fyr varð hönd Gyðinga skamma stund höggi fegin, því þegar súlnagöngin voru fallin, náðn Rómverjar heiðingjaforgarðinum. Hinn 8. ágúst var lokið víggirðingu um hann og múrbrjóturinn settur upp við norðurhlið musterisins. Og nú var barist hvíldarlaust í 6 daga og varð mikið mannfall af hvorutveggja liðinu, en annars vanst ekkert á. Var þá gefið stundarhlé. Heima hjá Zadók var ömurlegt þessa daga. Sal- óme titraði í rúminu, við hvert högg er múrbrjótur- inn gerði. Nályktina lagði inn til hennar um opna gluggana, en Naómí vökvaði jurtirnar í pottunum og setti í gluggana til að draga, ef unt væri, úr þess- um hræðilega ódaun. Aldrei gleymdi hún jurtunum á þessum skelfingartímum, heldur hlúði að þeim af allri ást og umhyggju. Nú stóðu þær allar í hinum fegursta blóma og sem eftirmynd af hjarta hennar sjálfrar; þar hafði blóm trúarinnar sprottið svo fagurlega út í hinum mörgu sorgum og þjáningum. Loks rann sólin til viðar síðasta orustudaginn og hreinan blæ lagði inn um gluggana af Ólífufjallina og yfir borgina. Þetta hresti Salóme svo, að hún lauk upp augunum og benti dóttur sinni að koma nær; hafði hún annars allan daginn legið eins og í dvala. . „Guð blessi þig, Naómí", sagði hún „og launi þér alla trúfestina við mig. Þú hefir hjúkrað mér með mikilli þolinmæði og ástúð í þessari löngu legu minni, og linað þjáningar mínar. En þú hefir g-ert miklu meira, því það ert þú, sem hefir vísað mév leiðina til Frelsarans, til hans, sem hefir rekið óttann fyrir dauðanum burt úr sálu minni". Naómí fanst svo mjög um þessi ástarorð móður sinnar, að hún fór að gráta og huldi höfuð sitt við brjóst henni. „Gráttu ekki yfir mér, ástin mín, því sjá þú, að Drottinn tekur mig nú bráðum burt úr heimi þess- um, sem einmitt nú er svo fullur stríðs og mæðu, og eg. tek dauða mínum með djörfung. Alt frá þeim degi, er eg opnaði hjarta mitt fyrir manni mínum og játaði trú mína fyrir honum, þá er mér horfinn all- ur ótti og hjarta mitt fult af sælli von. Eg lít fram úlfgráa feldinn sinn í sólskininu úti á gangstéttinni, þá ganga allir fram lijá henni með hinni mestu varúð. Þarna liggur hún eins og í draumi allári daginn í Iiárri virðingu hjá öll- um bæjarbúum; þeir skiftast á um að færa lienni hið bezta og ljúlíeng- asta til matar, sem nokkur hundur gæti óskað sér. Murray hefir ekki drukkið nokkurn dropa af áfengi síðan hið ógleyman- lega gamlárskvöld. Hann er orðinn nýr og betri maður, og par að auki vel efnaður. Hvolpar Júnóar eru nú beztu og frægustu sleðahundamir í allri Alaska, og hjálpá þeir nú hús- bónda sínum, Murray Sheldan, árlega til að auka efni sín og velmegun. Samrím. Pað er margt, sem mæðir, meiðir sárt og hræðir, mörg ein ben, sem blæðir, býsna fátt, sem græðir. Víða ilskan æðir, öfund rógburð fæðir, hatu'rs nepja næðir og níðings vegu præðir. Ágjarn aura slæðir, yflrgangur flæðir yfir annars svæði og ei um sakir ræðir. Lymskur brögðum læðir, láubráð svikull bræðir; gegnum holt og hæðir hlera kjaftar skæðir. Heimskur svinnan liæðir " og hrokann lofl gæðir; spakan fávís fræðir, og fátækt auðgan klæðir!

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.