Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ
21
frjáls og frí umi g'ötur og' stræti innan um
allan mannstrauminn og gleðst yfir alli i
fjölbreytni lífsins; en hún er altaf ný oa
ný, hvert sem liltið er; stundum þar á móti
stend ég- við gluggann og stari út og byggi
lofthallir úr haustskýjum. Korpus. Júr s
ber alla umhyggju ,fyrir stjórnarfarslegum
nauðsynjum ríkisins, þ. e. a. s. hann les
blöðin á hverjum degi og segir svo okkur
Gamla aðalágripið af því helsta, semi við
ber, oftastnær heldur hann svo á eftir
fræðanidi fyrirlestur frá eigin brjósti og
segir okkur, hvernig þetta eða hitt munj
fara, innan langs tíma. Petta hvortfveggja
er mjög nauðsynlegt fyrir okkur Gamla,
því, að hvorugur okkar lítur nokkurntíma
1 blöðin; — ég hefi nú blátt áfram engan
tíma tíl þess; því að mér er spurn: hvernig
á ég að hafa tíma til þess, þegar ég á hverj-
um degi þarf. að sinna fyrirlestrum og
námstímum hingað og þangað, vera á stú-
dentafélagsfundum og þar að auki vera
staddur alstaðar þar sem eitthvað merki-
Jegt er á seiði og loks, þegar óg þarf líka
að -læra dálítið? Mér er spurn — hvernig
get ég þá fengið tíma til að lesa blöðin?
En það er nú bara fastur ásetnihgur hans
Gamla, að lesa ekki blöðin, enda. lenda þeir
Korpus Júris þráfaldlega í kappræður út
af þessu. Korpus Júris eyðir nefnilega ein-
um klukkutíma í blaðalestur á hverjum
morgni; og þessi lestur hefir auðsjþanlega
mjög hressandi áhrif á hann, því. að það er
sama, hve önugur hann er, þegar hann fer
á fætur, þá er hann orðinn eins og alt ann-
ar maður — ljúfur og kátur — jægar hann
hættir 'blaðalestrinum. En það er ein af
uppáhaldssetningum Gamla, að blöðin séu
ekki til annars en að sólunda tímanum
fyrir mönnum. Hann segir, að fyr meir
hafi inenn skrifað og lesið nytsamiar og
stórar bækur, en nú gjörðu menn hvorugt
— aðeins vegna þess, að menn þættist
þurfa að lesa blöðin. Korpus Júris lofar
blöðin á hvert reipi — eins og hvergi væri
andlegan auð að hitta nema þar. Ég skal
ekki dæma um það, hvor þeirra fer með
réttara mál — en mér virðist Gamli líta
nokkuð einhliða á það; og mismunurinn á
fyr og nú virðist. mér aðallega vera í því
fólginn, að þeir, sem nú lesa ekkert nema
blöðin, lásu alls ekkert áður. Við þetta er
ennfremur að athuga, að Korpus Júris er
ákafur stjórnmálamaður, en Gamli þvert
á móti. Gamli segir nef nilega, að alt sé und-
ir því komið, að vera kristinn í raun og
sannleika, og þegar svo langt sé komið
hugsunarhættij og líferni miannanna, þá
standi alveg á sama, hvort. bændavinirnir,
eða embættismannaflokkurinn standi við
stjórnvöl ríkisins, því að »ef sérhver skyldu
innir ört, er alt í húsinu mjög vel gjört«
—og sama máli sé að gegna, þegar um rík-
ið sé að tala. En Gamli, er nú líka oft svo
undarlegur í skoðunum sínum. En það var
ofureðlilegt að þessi skoðanamunur yrði
þráfaldlega kappræðuefni milli bræðra
minna, Þessar kappræður fóru oftast fram
yíir miðdegisverðinum. Ég hefi annars tek-
ið eftir því, að menn eru langgjarnastir á
kappræður, mteðan á dagverði stendur.
Kvöld og morgna eru menn miklu blíðari
og tilhliðrunarsamari; en yfir dagverði er
ekki að nefna það, að þeir, sem hlut eiga
að málii, hopi eina einustu hársbrejdd. Ég
vil eftirláta mannfræðingum að útskýra.
hvernig á þessu stendur, en það getur hver
og einn rannsakað þettai sjálfur og gengið
úr skugga um það, að ég segi satt. Að þess-
um smáskærum frádregnum, bjuggum við
saman í bróðurlegri einingu, eins og líka
átti að vera. Stöku sinnum bar það við,
þegar ég réði ekkert við kátínuna, sem. í
mér bjó, að ég tók til að kyrja uppáhalds
sönginn minn; en það er brot úr g'ömlum
sjómannasöng, og hafði ég lært hann niðri
hjá tollbúð:
»Siglum hægt út á svið,
siglum hægt út á svið.
Björgynjar meyjar bráðla hittum viö.
óhí, óhi! óhi — óhó!«
En j>egar hér var komið sögunni, lyftir