Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Page 29

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Page 29
HEIMILISBLAÐIÐ 27 hann sér þó altaf tím'a til að líta öðru hvoru inn í stofuna, þar sem konan hans sat við sauma sína, eða inn í eldhúsið, þar sem hún var að búverkum, eða að opna glugg- ann og’ kallai til hennar einhver vingjarn leg orð, ef hún var að sýsla eitthvað í garö- inum, við berin sín eða matjurtirnar. Og á kvöldin, hætti hann jafnan vinnu sinni á ákveðnum tíma og gekk frá verkfærun. umi á sínum; stað. Og síðan gengu þau sér til skemtunar mr skógargöturnar, með- fram vatninu, eða þa.u réru út á Vánarn, út í einhvern hólmann og horfðu á daginn fjara út og sólina kyssa skógana brenn- andi cg blossandi kossum/að skilnaði. Og þau fóru þá ekki heimleiðis, fyr en stjörn- urnar voru teknar að blika á himinhvolf ■ inu, leiddust þá heim að húsinu, glöð og þakklát fyrir það, að Guð skyldi unna þeimj I>ess', að lifa og njótast. í svona. fögru um- hverfi, hamingjusöm með hlutskifti sitt, en þó var sú hamingja mest, að leiðir þeirra skyldu hafa legið saman, og að þau máttu nú unnast og njótast. Og á hverj- um nýjúm morgni var þeimi hamingjan ný og unaðslegri en daginn áður. Þau voru yfirleitt svo ánægð, semi orðið ga.t, og þeim fanst, eins og Guði forðum, að alt vera. harla gott. Þangað til dag einn, snemma sumars, þegar þau voru búin að vera samvistum rúmt ár. Daginn sem Samúel fann af hendingu, í ruslakistu, innan um ýmislegt skran, sem faðir hans hafði átt, ákaflega sakleysislega bók. Bókina hafði afi hans átt upphaflega. Það var einskonar dagbók, þar sem í var krotað sitt hvað, sem..fyrir hann hafði kom- ið á ferðalögum hans, þar var sagt frá alls- konar æfintýrum, hættum, gleðilegum við- burðum cg ömurlegum, jöfnum höndum, en eins og rauður þráður, í gegn um alla bókina, voru ofnar inn í frásagnirnar sí- feldar harmtölur yfir því, að honum hafði aldrei tekist að koma saman gangverki í klukku, ákaflega margbrotnu, sem hann hafði verið að fást vjð og brjóta heilann um, frá því hann var unglingur. Þetta var hugmynd, sem átti að gera mannfólkið for- viða, ólík öllu því, s.em áður þektist. Það átti að vera -sigurverk eða, gangverk, sem mældi ekki aðeins klukkustundir, mínútur og sekúndur, heldur átti hún líka að sýna mánuði og árstíðir þannig, að í hana átti að fella útskornar líkneskjur úr tré, sem kæmu fram, hver á tdlteknum mánuði, og áttu að vera táknmyndir, um hvern ein- stakan mánuð. Þessar miyndir áttu að koma fram á fleti, fyrir ofan teluskifuna, en uppi yfir þessum fleti, átti að vera lík- neskja af frelsaranumi. Hann átti að standa þar, eilífur og óumbreytanlegur, en fyrir neðam stallinn var þessi áletrun: »Á meðan heimurinn er við líði, skal ekki linna vetur og vor, sumar og haust«. Af bókinni gat hann ennfremur ráðið það, að afi hans, sem hafði verið slyngur tréskeri, eins og margir í ætt. þeirra, hafði skorið út allar bkneskjurnar, sem áttu að vera í klukkunni. En að honum hafði al- drei tekist. að koma saman þeim vélbún- aði, sem til þess þurftd, að skjóta myndun- um fram á pallinn, fyrir ofan töluskífuna, á réttum tíma, — nemia myndinni af frels- aranum, — cg láta þær, á klukkutíma fresti gera hreyfingar, sem áttu að vera táknrænar og einkenna hvern mánuð sér- staklega,. Hann hafði ekki gefað látdð sáð- manninn sá vorsæðdnu. né fiskimanninn draga, upp netið með ágústsíldinni o. s. frv. Alt, hafði þetta m'stekisf, þegar kom'ið var að aðalkjarna huemyndarinar. Hann átti myndimar, en náði ekki valdi yfir þeirn. Samúel varð þegar mjög hugfangdnn af þessu. Og þegar hann. fór að aðgæta bet.ur, fann hann líknaskjurnar í kistunni, mjög haglega gerðar. Og hann varð áltekinn af þeirri hugsun, hvort, hann mynd'i nú ekki geta fullgert það, sem afi hans hafði orð- ið að hætta við. Og upp frá þeim degi hvarf Samúel bæði heiminum og Kajsu.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.