Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Side 34

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Side 34
32 HEIMILISBLAÐIÐ Hagalagðar. Upptýningur engum bjó audlegd veislusala. Hagalagdar hafa pó hrest upp margan smala. Líkt og harn hann lék sér hjá lömhunum í nœdi, gœli' ’ann fengid fyrir pá fáein stundargœdi. — Tídum upp ég týni smátt, timhra og skeyti saman, til aó stytta tímans drátt, til ad auka gaman. M. R. „Islands Skovsag" Heimilisblaðinu hefir borist; rit, er nefn- ist »Islands Skovsa£«. Ilöfundur'nn er C. E. Flensborg-, forstjóri Heiðafé'agsins danska. Ritið er prýtt mörgum myndum úr ferðum ,hans um fegurstu skógahéruo okkar. Segir Flens-borg í. riti þessu frá ferð- um sínum hér á landi árið 1936 og fram förum þeim sem orðið liafa, frá því hann var hér á ferð árið 1906. Hann segist vera fullviss um, að fram- farirnar, sem orðið hafa á Vaulaskógi og Hallormsstaðaskógi í þau þrjátíu ár sem þeir hafa verið friðaðir, séu sönnun þess að hægt sé ao endurrækta birkiskógana hér á landi og með iðni og góðri meðferö geti þeir breyzt í fagra, skóga, þar sem yrðu góð skilyrði til að rækta aðrar nytsamaii trjátegundjr. Flensborg telur að skógræktin eigi góða frarntíð fyrir sér hér á landi, en ségir að leggja þurfi meiri áherzlu á friðun þeirra skóga, sem fyrir eru og nauðsynlegt- sé að varna þess að kvikfénaður gangi í skcgun- um, sem á veturna og vorin, þegar engan gróður er að fá, éti knuppana og- frjóang- ana og hindri þannig allan nýgróður í skóg- inum að vaxa. I ritinu er mikill fróðieikur um skó_- ræktarmál okkar og framtíð þeirra, en hér er ekki rúm til að rekja það nánar. Heim- ilisblaðið vill ákveðið hvetja áhugasama skógræktarmenn og bændur, sem búa í skógahéruðum, til að lesa ritið, því, í því er rætt um nauðsyn þess að klæða landíð, svo það geti á ný orðið »fagurt og frítt«. Skrítlur. Þrir amerískir ferðamenn komu kvöld eitt heim á skýkljúfa-gistihús í New York, þar sem þeir af íiárhags’egum ástæðum bjuggu saman í einu her- bergi. Verkfall vár hjá lyftumönnunum, svo-þeii urðu að ganga upp á 33ju hæð, þar sem herbergi þeirra var. Þeir urðu ásáttir um að skiftast á :;ð segja hver öðrum sögur á leiðinni upp. Þegar þeir voru komnir upp á 15 hæð, var sá fyrsti orðinn þreyttúr og varð því sá-næsti aö taka vtð. Hann kunni feikn af skemtilegum sög- um. Þeir skellihlóu þrátt-í.yrir. erfiðið að ganga upp þessi mörgu stsigaþrep. Að lokurii vurð hann þó að stanza: augnablik og kasta. -mæðinni,* og sér til skelfingar uppgötvuðu þeir, að þeir voru komhir larigt upp fyrrr 33. hæð. »Nú er röðin komin að þír að- segja sögur«, sögðu hinir tveir, sem lokið höfðu sögusögnun- um,. við; þann þriðja. »Ágætt«, svaraði hann með æstri röddu. »Mín saga er sönn og hljóðar þannig: Ég hefi gleymt lyklinum niðri- hjá dyraverðinum«. Bóndi (við konu sína): »Það er undarlegt, hvað drengurinn okkar likist mér altaf meira og meira með hverjum deginum sem líður«. Konan: »Altaf ert þú-að setja eitthvað út á drenginn og finna að honum«. A: »Það er ekki að sjá á þér, að þú syrgir mikið þennan ríka frænda þinn, sem dó i gær og þú átt að erfa«. B: »Onei, maður ber það nú ekki utan á sér. En í einu atriði hef ég sýnt greinilegt sorgar- merki: ég hefi keypt mér svart seðlaveski!« Frú: »Mig minnir að ég hafi séð yður einhvers- staðar áður«. Gestur: »Það er mjög sennilegt, því ég kent 'þangáð óft«. ' Prentsmiðja Jóns Helgasonair:

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.