Heimilisblaðið - 01.11.1940, Qupperneq 10
Í78
HEIMILISBLAÐIÐ
samt, þrátt fyrir allar þessar »árásir«, —
held ég«.
»En hvað var það þá, sem reið bagga-
mu,ninn?« spurði Hjörleifur.
Kolbeinn svaraði ekki alveg strax. Hann
leit upp ag horfði upp í ljósperuna í loffc-
inu. Það brá fyrir einhverjum hlýjum
glampa í stálgráum augunum og röddin
var með óvenjulega hlýjum hreim, er hann
sagði, hægt og hálf feimnislega:
»Það var hún mcmirna gamla!«.
»Já, hún er hjá þér, gamla konan. Er
hún ekki orðin fjörgömul?«
»ö-jú, — hún er orðin gömul, bráðum
hálf-níræð, en hefir enzt vel. En nú er
hún víst alveg að fara. Ég hefi eiginlega
aldrei tekið eftir því fyrr en í gær, þegar
við vorum að skrafa um þessa landlegu
mína inni hjá henni, hvað hún er arðin
átakanlega lítilfjörleg, blessuð gamla kon-
an. Ekki var hún þó að leggja að mér með
að vera heima, og þó veit ég, að engum
af mínu fólki er eins órótt og henni, þegar
ég er í Englandstúrunum, síðan styrjöldin
hófst. Hún lagði lítið til málanna. En þeg-
ar mér varð það ljóst, hvað hún er orðin
mikið skar, og datt í hug, að líklega, yrðu
þetta síðustu jólin hennar, tók ég mína
ákvörðun. Sjálf býst hún ekki við að lifa
önnur jól. Og ég held að ég hafi aldrei
glatt hana jafnmikið á æfinni, eins og þeg-
ar ég hvíslaði því að henni að ég ætlaði
að verða heima um jólin! Og sannariega
á hún það skilið að ég gleðji hana með
því. Það er svo fátt, sem hægt er að gera
gamla fólkinu til gleði. Og að þessu leyti
er ég ánægður og allt í lagi«.
»En hvað er það þá?«
»Þá er allt grefils umstangið. Fyrst og
fremst verður nú húsið á höfði, — eða að
minnsta kosti á annari hliðinni næstu dag-
ana, og maður getur hvergi verið, veit ekki
hvar maður má sitja eða standa. Og svo
byrjar búða-randið, einsog það er skemmti-
legt, — ag nú verður ekkert eftir gefið
hjá henni kellu minni, ef ég þekki hana
rétt. Nóg af peningum! segir hún. Og það
er satt. Þetta hefir verið gróðatími hjá
okkur. En það er nú næst um því eins og
að við séum ekki frjáleir að þessu, togara-
karlarnir. Og það er nú ástæðan til þess,
að ég kvíði fyrir búða-rápinu. Manni er gef-
ið auga, — illt auga, jafnvel, og svo er
verið að hvísla upphátt allt í kringum
mann, þegar maður kemur einhversstaðar
inn: Þarna er einn togaraskipstjórinn —
hann hefir nú ekki þcrað annað en að fara
með frúnni sjálfur í þetta sinn í búðirnar,
til þess að hún eyddi ekki öllum stríðsgróð-
anum. Og svo hlær fólkið, á bak við mann
og flyssar. Ég er viss um, að ég óska mér
þess oft, að vera kominn í brúna á »Öfeigi«
— og það jafnvel á hættusvæðinu. Og svo
kama jólin. Þá er ekki gert annað en að
éta og drekka, þangað til maður er orð-
inn fárveikur í maganum, — taka á móti
gestum eða rápa, á milli húsa -----------«.
Hjörleifur var hættur að taka eftir því,
sem Kolbeinn var að segja. Nú var það
hann, sem horfði upp í ljcsperuna í loft-
inu. Á veðurbörðu andlitinu, sem annars
var oftast með alvöru- og harðneskjusvip,
brá nú fyrir viðkvæmnisbrosi og' í aug-
unum var líka bros, -— hlýtt og bjart bros.
Kolbeinn hætti sinni ræðu, og starði á
Hjörleif undrandi. Honum kom hann svo
undarlega fyrir sjónir. Þessi stóri, sterki
og harðvítugi maður, — hann var ordinn
þarna, allt í einu, eins og elskulegur dreng-
hnokki.
»Mikið held ég að þig dreymi vel, Hjör-
leifur!« sagði Kolbeinn, þegar honum
fannst tími til kominn að vekja Hjörleif,
— því að það var sýnilegt, að hann var
með hugann einhversstaðar langt í burtu.
»Ha*-------já, víst var mig að dreyma«.
Hjörleifur hafði hrokkið við og strauk nú
hendinni um- enni sér. En hann strauk ekki
af sér viðkvæmnis-brosið.
»Og það var þér að kenna, — eða öllu
heldur að þakka, að mig fór að dreyma.
Vertu blessaður fyrir það, vinur!--------
Áðan, þegar þú fórst að stara þarna upp
í ljósperuna, var eins og þú sæir þar eitt-