Heimilisblaðið - 01.11.1940, Side 19
r
HEIMILISBLAÐIÐ
187
ræði en að selja þetta hljóðfæri, og þér
eruð sá eini, sem, þekkir mig hérna. Ef
yður þykir 20 gyllini of mikið, þá látið mig
þó að minnsta kosti fá fimmtán gyllini
fyrir hana''.
»Hvað segið þér, — tuttugu gyllini?«
æpti hinn fýkni Gyðingur. »Hver hefir
verið að blaðra, um tuttugu? Nefnduð þér
ekki fimmtán sjálfur núna rétt í þessu?
En ég skal segja yður, að mér kemur ekki
til hugar að láta fimmtán gyllini fyrir
spítunæfrið að tarna, sem er svo sem
tveggja skildinga virði«.
»Þér eruð harðbrjósta og miskunnar-
laus maður«„ sagði Neumark sárgramur.
»Þér hafio ánægju af óhamingju og bág-
indum annara. En Guð minn og hjálpari
er einnig dómari. Ö, að hann gæti leyst
samvizku yðar úr ánauðarviðjunum áður
en það er um seinan!« Með þessum oröum
i tók hann fiðlu sína, og gekk til dyranna.
»Nú, nú, ungi maður!« kallaði Nathan á
eftir honum. »Verzlun er verzlun og eng-
inn kýs að skaða sjálfan sig. Ég skal láta
yður fá tíu gyllini fyrir hana«.
»Eg verð að fá fimmtán gyllini«, svar-
aði Neumark og sneri við. »Ég á að borga
tíu gyllini á morgun og hvað á ég svo að
hafa mér til viðurværis þá daga og ef til
vill vikur, sem líða, þangað til að hjálpin
kemur? Hafið þó meðaumkun með mer«.
»Eg hefi heitið að láta ekki fimmtán gyll-
ini fyrir h,ana«, svaraði Gyðingurinn, »og
stendur ekki í bók yðar að maður eigi að
halda heit sín? Ég skal nú samt láta yður
fá tólf gyllini fyrir hana sökum fornrar
vináttu, — en það er að segja í átta daga,
þó með einskildings vöxtum á hverju gyll-
ini. Ef að þér svo leysið ekki hljóðfærið
út eftir átta daga, verðið þér að gjalda
tvo skildinga fyrir hvert gyllini, og ef þér
leysið það ekki út eftir fjórtán daga, þá
er það mín eign. Auðvitað stórskaðast ég á
því, en hvað gerir maður ekki stundum
af einskærum mannkærleika!«
»Þung eru. þessi skilyrði«, mælti Neu-
mark, »en samt sem. áður skal ég ganga
að þeim, ef að þér látið mig fá fimmtán
gyllini«.
»Ég læt ekki einn skilding umfram tólf
gyllini«, svaraði Nathan, »gerið svo eins og
yður sýnist«.
Neumark stóð stundarkorn þöguil og
hreyfingarlaus. Loks mælti hann eftir
harða innri baráttu:
»Af því að ég er viss um að hjálpin
kemur brátt, læt ég yður fá íiðluna hér
með fyrir tólf gyllini«.
Veðmangarinn tók þá aftur við fiðlunni
og skoðaði hana vandlega. cg mælti um, leiö:
»Ég er smeykur um að ég hafi veriö of
fljótur á mér núna, því að hér er ein skrúfa
á henni ekki alveg heil. Sagði ég annars
tólf gyllini?«
»Tólf gyllini sögðuð þér«„ sagði Neumark.
»Nú, jæja, tól.f gyllini«, sagði Gyðingur-
inn enn, »og tveir skildingar í vexti fyrir
hvert gyllini fyrstu átta dagana, dg svo>
þrír skildingar næstu átta daga. Voru
kaupin ekki þannig gerð?«
»Nei«„ svaraði Neumark. »Átta dagana
fyrstu einskildings vextir og s,vo fram.v.«.
»Voru kaupin þannig?« Gyðingurinn
hristi höfuðið. »Peningarnir eru dýrmæt
vara. Jæja, látum þá svo vera! Ég dreg
vextina frá nú þegar, svo að þér þurfið
ekki að ómaka yður með þá seinna. Ég
verð að gera. það vegna gcðrar samvizku
minnar!«
Neumark hafði þegar tekið fiðlu sína
enn á ný, stillt hana og settist á járnbenda
kistu, er þar var cg framleiddi nokkra
hreina, angurblíða en lága tóna, svo að
gamli Gyðingurinn gat ekki varist því að
leggja eyrun við með eftirtekt. Söng Neu-
mark þá eftirfarandi söng, er hann orkti
jafnframt og sem kom frá djúpi hjarta
hans:
Böl er mér að búa í Kedars tjöldum,
blíði Drottin, tak mig heim til þín.
Ég má kenna. margra meina,
marga neyð og hættu reyna,
ásján þina, helga, hreina,
herra góði, skjótt inér sýnl