Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Page 6

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Page 6
6 HEIMILISBLAÐIÐ um þrautum háð. Flest öfl náttúrunnar lögðust á eitt til þess að gera hana sem erfiðasta. Líf hermannanna var fjarri því að vera leikur. Þeir urðu að bera far- angur sinn yfir hásléttur, þungstreyma læki og aðrar slíkar hindranir. Það ligg- ur í augum uppi, hversu erfitt hefir ver- ið að varna púðrinu þess að vökna í þvílíkri vosbúð. Englendingarnir stóðu sig mætavel í þessari raun og reyndust Bolivar mjög liðtækir. Sá sem kunnastur hefir orðið fyrir harðfengi í þessari för af hálfu hins brezka liðs, var^Rook of- ursti. Hann kvað það kosti, hversu marg- ir létu lífið í baráttunni við erfiðleika fararinnar. Þannig taldi hann, að her- inn yrði með auðveldustum hætti laus við greymennin. Skammt frá Bogota kom til átaka milli hers Bolivars og Spánverja. Boli- var lagði þó eigi til úrslitaatlögu heldur freistaði þess að komast til borgarinnar eftir annarri leið. Klettar, fallin tré og stór- grýti gerðu veginn nær ófæran. Kuld- inn var einnig óbærilegur hermönnun- um, sem höfðu vanizt hinu heita lofts- lagi í Venezuela. Hestar og menn féllu því unnvörpum. Snær og ís höfðu af- máð allan gróður þarna uppi í 12—15000 feta hæð, þar sem vegurinn lá. Enskur rithöfundur, sem lýsir þessari för, lætur þess getið, að ef Dante liefði þekkt þetta umhverfi, hefði hann hlotið lýsingu á helvíti. Það sem ægilegast varð að telj- ast var þó það, að flestir hinna innfæddu hermanna höfðu konur sínar með sér. Mitt í þrengingum fararinnar ól ein þeirra barn og gekk þó fjórar enskar mílur sama dag. Þegar loks var komið á leið- arenda var herinn í hræðilegu ástandi eftir-þessa raun alla- Yiðtökum þeim, er Simon Bolivar hlaut í Nýju- Granada, verður eigi með orðum lýst. Spánverjarnir voru lostnir skelfingu og”undrun. Bolivar hóf þegar víðtækan áróður til þess að tryggja sér fylgi al" mennings jafnframt því, sem hann skipu- lagðijbaráttuna^ hernaðarlega.re Nú fyrst kom hæfni hans í ljós. Hann vann al- geran sigur á her Spánverja í orustuntn við Boyaca. Honum var valið tignarheit- ið Libertador (frelsishetja) NýjH-Granada. lann snéri þó brátt aftur til Angostura, >ar sem stjórn hans hafði aðsetur. — íftir að hafa unnið nýjan sigur á Spán- verjum, kvaddi hann til þjóðfundar og sameinaði Venezuela og Nýju- Granada. Hið nýja ríki hlautj nafnið Columbia. Sjálfur var hann nefndur: Bolivar, frels- ishetja og faðir Columbiu, hrellir harð- stjóranna. Þessir“'atburðir skeðu árið 1820, tíu árum eftir að frelsisstríðið í Caracas hófst, og*tíu árum áður en Bolivar lézt. Framliald frelsisstarfs hans er engan veginn með slíkum ágætum og hernaðar- afrek hans. Hann virtist lifa fyrir völd og metorð, tignarheiti og lofstír. En til- gangur hans var fyrst og fremst sá að stofna Bandaríki Suður-Ameríku. Bolivar hélt þó jafnan frelsisstríðinu áfram og naut mikilvægrar aðstoðar her- foringja sinna/j Kom þar að lokum, að honum tókst að sigrast á Spánverjum, bæði í Peru og Equador. — I suður- hluta Peru var stofnað nýtt|lýðveldi, er hlaut heitið Bolivia. Bolivar stóð um þessar mundir á há- tindi frægðar sinnar. Hugðist hann nú að setja þegnum sínum lög. En þá mætti hann mikilli og harðsnúinni mótstöðu. Gekk andstaðan gegn honum jafnvel svo langt, að honum var sýnt banatil- ræði. Senn var viðnámsþróttur hans þrotinn. Hann lagði niður völd árið 1830. Hugð- ist hann að takast ferð á hendur til Evr- ópu, en lézt, áður en af því yrði, sadd- ur lífdaga. íbúar Suður-Ameríku dá Boliver mjög. I þjóðarmetnaði sínum er þeim gjarnt að líkja honum við Napoleon. Hitt myndi þó sönnu nær að líkja honum við einhvern af hershöfðingjum Napo- leons. — En hann var þó gæddur þeim eðliskosti að hafa óvenjulega rnótaða skapgerð. Hann hóf stríðsæfintýri sitt sem auðugur maður. Mestum hluta eigna sinna varði hann þó í þágu byltingar- innar. Þess varð aldrei vart, að hann ferði tilraun til að auðga siálfan sig. — lann lifði fyrir frægðina, sem fylgir því að vera frelsishetja lands síns og þjóðar.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.