Heimilisblaðið - 01.01.1941, Page 9
HEIMILISBLAÐIÐ
9
»Svo bar við, að leiðtogi K. F. U. M. á
Islandi var fyrirvaralaust beðinn að pré-
dika á gamlárskvöld. Ekki man ég það
nú, hvort svo var„ að sá, sem átti að pré-
dika, hafði orðið veikur, eða prédika átti
fyrir sjómenn af nýkomnu skipi. En hvað
sem um það er, þá hafði leiðtoginn ekkert
hugboð um það haft, að hann ætti að pré-
dika, fyr en hann var kvaddur upp í ræðu-
stólinn., Hann vis&i ekkert hvað hann átti
að tala um. Hann hafði verið að vinna und-
alnfarna nótt og var dauðþreyttur.
Þegar hann kom, var stofan troðfull af
fólki, hitinn afskaplegur og loftið þungt
og mollulegt. Honum fanst hann vera svo
ákaflega andlaus og aumlega fyrirkallað-
ur. Hugsunin stóð föst. Hann tók til máls,
en það var eins og að hvert orð kafnaði
á vörum hans.
Þá birtist honum alt í einu sýn: I s,tað-
litlu stofunnar með syfjaða söfnuðinum,
3ér hann fagra og vistlega sali, þar sem
fjöldi ungra manna fellur á kné og biðst
fyrir. Hann verður eins og frá sér num-
inn og gætir betur að. Virðist honum þá
sem hann þekki bæði salina og andlitin.
Og skyndilega rankar hann við sér: Þetta
eru; híbýli K. F. U. M. í Vendersgötu í
Kaupmannahöfn, sem hann sér þarna, og
ýmsir vinir hans í því félagi.
Sýnin hvarf. Aftur var hann í litla sam-
komusalnum. En slíka endurnæring hafði
hin kynlega sýn fært honum, að nú rann
ræðan heit og hindrunarlaus frá hjart-
anu. Söfnuourinn glaðvaknaoi og hlustaði
á hann með athygli cg hrifningu, og allir
hlutu ríkulega blessun.
Á heimleiðinni var hann að hugsa um
þetta. Hann m.intist þess þá, að þegar
klukkan er hálf-tíu í Reykjavík, er hún
hálf-tólf í Kaupmannahöfn, og á þeim
tíma var þar ætíð bænasamkoma á síðasta
kvöldi ársins.
Eg tók sjálfur þátt í bænahaldinu þetta
kvöld. Og ég man það enn, að á meðan á
samkomunni stóð, reis einn hinna ungu
manna úr sæti sínu og bað hispursiausia og
Trúarbragðahöfundurinn.
Undir lok 18. aldar hugkvæmdist ein-
um hinna frakknesku, vantrúuðu. vísinda-
manna að stofna ný trúarbrögð í stað krist-
indómsins. En nú koimst hann að raun um,
að sárfáir vildu hneigjast að trúarbrögð-
unum hans. Yfir þessu fylgisleysi kvart-
aði hann við Talleyrand, atkvæðamikinn
frakkneskan stjórnmálamann, og bað hann
ráða sér heilræði. Talleyrand svaraði: »Það
er nú ekkert smáræði að ráðast í að stofna
ný trúarbrögð; en samt get ég vísað yður
á leið til þess, að yður megi takast það«.
»Og hvaða leið er það svo?« spurði spek-
ingurinn.
»Leiðin að því er í fám orðum þetta«,
svaraði Talleyrand. »Þér verðið að taka
yður til og gera kraftaverk. Þér verðið að
lækna hvers konar sjúkleika og vekja upp
dauða; að því búnu verðið þér að láta
krcssfesta yður og greftra yður og rísa
svo upp aftur á þriðja degi. Þegar þér er-
uð búinn að koma öllu þessu í kring, þá
megið þér fara að búast við, að þeim fjölgi,
sem hneigjast vilji að trúarbrögðum yðar«.
Spekingurinn hefir víst gefist upp við
að fara að þessu ráði, því að aldrei hefir
neitt spurzt til trúarbragðanna hans síðan.
B. J. þýddi.
innilega bæn fyrir vini okkar norður á
Islandi. Hann beitti bænartækinu í Kaup-
mannahöfn og straumur blessunarinnar
náði til Reykjavíkur. Lögmál bænarinnar-
hafði verkað í 600 mílna fjarlægð, frá
suðri til norðurs«.
Mig hefði langað til, að taka hér upp
fleira af því, sem Ricard segir um mátt
bænarinnar. En ekki er rúm til þess, að
þess,u sinni.
En það er vert að hafa það í huga, að
máttur bænarinnar er miklu meiri, en
menn gera sér yfirleitt í hugarlund.
Th. Á.