Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 4
Kerlinj’arfjöll. arri og meiri fegurð en sér- kennilegum klettamyndunum. Þar er víða ilmrílcur kjarr- gróður meðfram ánni, sem mildar umhverfið og gefur því laðandi svip. Við héldum nú yfir hina traustu og veglegu brú, sem þarna liggur yfir ána, og svo áfram upp með ánni, þar til Gullfoss blasti við sjónum okkar. Var þá auðvitað sjálf- sagt að láta staðar numið um hríð og líta sem snöggvast á þennan nafnkunna foss, sem allir róma svo mjög sakir glæsileiks og fegurðar. Við stigum því af baki, skildum hestana eftir dálítinn spöl frá ánni og gengum síðan niður að fossinum. Blasti þá við okkur ein hin mikilfenglegasta sjón, sem ég hef nokkurn tíma séð. Himinninn var alheiður og birtan töfrandi. Úðinn upp af fossinum glitraði í mörgum undurfögrum litum, en fagur- litur regnbogi myndaði dýrð- legan heiðurssveig yfir belj- andi árstraumnum. Sjálfur er fossinn hinn glæsilegasti og hinn þungi niður hans hefur heillandi áhrif á vegfarand- ann. Við hefðum nú gjarnan vilj- að dvelja sem lengst hjá foss- inum, svo að við hefðum í góðu næði getað virt fyrir okkur þetta mikla meistara- verk hinnar „dauðu“ náttúru. En það var þegar komið fram yfir miðjan dag, og við áttum enn langa leið fyrir höndum, því hugmyndin var að dvelja um nóttina í sæluhúsinu við Hvítárvatn. Urðum við því að láta okkur nægja að stanza þarna aðeins eina klukku- stund, en héldum að því búnu förinni áfram, og héldum sem leið liggur upp hæðirnar norð- an til við Gullfoss. Tóku þá við samfelldar auðnir og stór- grýtisurðir, er teygðust langt út til allra hliða. Það er fyrst inn við svo nefnda Sandá, að örsmáir grasblettir koma í ljós, og úr því sjást grastopp- ar á stöku stað, þar til komið er að Grjótá. Að öðru leyti er landið nakið og bert, svo að varla sést þar stingandi strá, fremur en á sandhafi eyðimarkanna. Enda þótt athygli ferða- mannsins beinist eðlilega nokkuð að hinum eyðilega svip, er hvílir yfir þessufl1 hluta leiðarinnar, grípur hin glæsilega útsýn hugann mikla sterkari tökum. Einkum er út' sýnið tilkomumikið, þegar komið er á svonefndan Bla' fellsháls. Sér þaðan í björtu veðri yfir mjög víðáttumikið svæði til suðurs, en í vestfl blasa við mjallhvitar hjarn' bungur Langjökuls, ásamt hin' um myrkbláu Jarlhettum, er stinga mjög í stúf við hvítan jökulvegginn. Til austurs tak' markast útsýnið af hinum mikilfenglegu hlíðum Bláfells og framundan sjást aðeins si' hækkandi ölduhryggir. En allt þetta tekur miklum stakka' skiptum eftir þvi sem áfram er haldið, og von bráðar opn' ast nýr sjóndeildarhringur til norðurs, og allt hið víðáttu' mikla útsýni til suðurs hverf' ur úr sögunni. Þegar hér var komið föf' inni, var dagur að kvöldi kominn. Sólin var að hverfa bak við hjarnbreiður Langjök' uls. Siðustu geislar hennar flóðu eins og freyðandi brim' löður yfir hvítan jökulkúfinU og vörpuðu ofurljóma sínun1 á umhverfið. En svo hurfu þeir skyndilega með öllu °S nóttin tók að breiða blseju sína yfir kyrrð óbyggðanna fjöllin misstu hinn blæfagra svip, er yfir þeim hvílir á dag' inn, þegar sólin laugar þaU í geislaflóði sínu. Við héldum nú hratt áfraU1 og leið ekki á löngu þar til við komum að hinni nýju Hvitárbrú, norðan til við Bla' fell. Gáfum við okkur naum' ast tíma til þess að líta a mannvirki þetta, en héldum sem hraðast áfram, unz v|^ komum að sæluhúsinu V1 Hvítárvatn. Var þá klukkau heimilisblað15 [40]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.