Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 10
Jón Trausti KAPPSIGLINGIN IZAPPSIGLING átti að fara fram á sundi milli lands og eyjar. Undirbúningurinn hafði verið mikill, og fjöldi fólks var samankominn. Veðrið brást ekki. Vorhim- inninn hvelfdi eig, hár og heið- ur, yfir sundið og strendurn- ar. Stinningskaldi blés af hafi og velti hægum haföldum inn í sundið, þar til skjólið af eynni tók við. Æskilegra kappsiglingaveð- ur var ekki hægt að hugsa sér. Úti fyrir sundinu lágu hinir miklu vígdrekar, gráir á skrokkana eins og sæbeljur. Glæsileg mannflutningaskip lágu hæfilega langt frá þeim, glitrandi og ljómandi í sól- skininu eins og vaggandi gisti- hallir. Innar lágu minni skemmtiskip. Alls staðar blöktu langar festar af marg- litum veifum alla leið frá hæsta hún ofan á borðstokk. Innan við hafskipin var allt krökt af skemmtibátum, sum- [46] um undir seglum, sumum með knýjivélum, sumum vmdir ÓX' um. Þeir sveimuðu hver innan um annan eins og sundfugla1 í stórum breiðum. Allir vilde vera sem næstir og sjá kapp' siglinguna sem bezt. En fram og aftur um sund' ið ösluðu stálgráir tundurbát' ar með blikandi byssukjafta báðum megin við stefnið. Þeh áttu að halda reglu, og vei þeim smábát, sem fór lengr9 inn í sundið en þeir leyfðu- Á báðum löndum stóð þó aðaláhorfendafjöldinn. Beggj3 megin hallaði landinu ofan ad sjónum, og beggja megin voru strendurnar alþaktar fólkr Andlit var við andlit, sv° langt sem augað eygði. Silki' hattar, stráhattar, flókahatt' ar, kvenhattar, ferðahúfur og sólhlífar voru hvað innan um annað í afarmiklum breiðum; andlitin sjálf voru eins og hvítar ýrur innan um höfuð' fatabenduna. Hvar sem hæð var, hjallur, húsþak eða girð' ing, stóðu þar menn svo þétt, að ekki varð fleirum að kom' ið. Hálsar teygðust, brýr hnykluðust, augu hvesstust- Tugum þúsunda af sjónaukuro var beint út á sundið. Út ur hverju andliti skein eirðarlaus eftirvæntingin. Á eyjunni, skammt frá pallj dómnefndarinnar, var því fólki ætlaður staður, sem kappsigl' ingamennirnir höfðu útvegað ókeypis aðgöngumiða. Það voru vinir þeirra og vanda' menn. I þeim hóp var suiut af stórmennum heimsins. Ýfir öllum þessum mikla mannfjölda blöktu hundruð ai fánum allra þjóða, með öll' um litum regnbogans, og spol' korn fyrir innan sundið stoo borgin í hátíðadúðum sínuiu- Alls staðar voru reist veit' ingatjöld, og alls staðar hafð' verið slegið upp skrautleguij1 sölubúðum. Það var hlegio> hrópað og masað á ótal tung' um og mállýzkum, eins °S forðum á torgum hinnar miklu Babýlonar. Þetta var heimilisblaði®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.