Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 26
KALLI OG PALLI ,,Heyrðu, Palli segir Kalli, „það væri gaman að hafa gosbrunn hérna í miðjum garðinum!" „Það er satt, en hvaðan eigum við að fá vatn?“ spyr Palli. „Við skulum grafa skurð alla leið niður að sjó“, segir Kalli, og svo byrja þeir báðir að grafa. Þegar þeir hafa grafið alla leið út í sjó, rennur sjórinn ínn 1 skurðinn og_ alla leið inn í tjörnina, sem þeir grófu í garðinum. Niðri við sjóinn hitta þeir stór- an hval, og peir fá hann til að synda upp eftir skurðinum. Að lokum kemst hvalurinn inn í garðinn hjá Kalla og Palla, og svo þyrlar hann vatni upp í loftið í hvert sinn, sem Kalli gefur honum síld. sjrm % vs m Uu •vH, Am, jM. V- Copyright P. I. B. Box 6 Copenhogen - — I dag er mikið um að vera. Þeir eru að fara í útilegu, og þeir leggja af stað með tjöld, potta og pönnur. Þegar þeir koma niður að ströndinni, segja þeir Kalli og Palli: „Hér er fallegt, við/skulum tjalda hér og sofa hérna í nótt“. Þeir kveikja bál, þegar kvöldar, og drekka kaffi, og Palli leikur á gítarinn sinn og syngur með. Þegar náttar, fara þeir að hátta. Júmbó sefur í stóra tjaldinu. Storkurinn hefur hátt og mjótt tjald, þar sem hann getur staðið á öðrum fæti. Slangan hefur gríðarlega langt tjald, til þess að geta teygt almennilega úr sér. Kalli og Palli hafa tvö tjöld fyrir sig, og þau eru nákvæmlega eins í laginu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.