Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 18
að nokkru leyti mér að kenna, hélt Egbert áfram með glað- værð, sem var óðum að dvína. Ég er svo sem ekkert annað né meira en maður, þegar öllu er á botninn hvolft. Þú virð- ist gleyma því, að ég er að- eins maður. Hann lagði áherzlu á þetta, eins og einhver orsakalaus ástæða væri til þess, að hann væri skapaður í mynd skógar- púka: geithafurinn tæki við þar sem manninum sleppti. Söngfuglinn tók aftur til við aríu úr Ifigeníu á Tauris. Eg- bert fór að finnast svo sem einhver þungi hefði lagzt yfir sig. Lafði Anna drakk ekki teið sitt. Hún var kannske lasin. En lafði Anna var ekki vön að þegja um það, ef hún var lasin. — Það veit enginn, hvað ég þjáist af meltingartregðu, var eitt af uppáhaldsorðtækj- um hennar; en sú fáfræði gat aðeins verið að kenna eftir- tektarskorti hjá áheyrandan- um, því að upplýsingar þær um það efni, sem fyrir hendi voru, mundu hafa nægt í heila sérfræðiritgerð. Það var augljóst, að lafði önnu leið ekki illa í þetta sinn. Egbert fór að finnast þetta óréttmæt meðferð á sér, og auðvitað fór hann líka að viðurkenna sína sök. Hann kom sér fyrir eins nærri miðju gólfteppisins og hægt var að fá Don Tarqu- inio til að láta eftir, og hann sagði: — Það hefur kannske verið mér að kenna. Ef það getur orðið til einhvers gagns í mál- inu, þá er ég fús til að reyna að lifa betra lífi. Hann spurði sjálfan sig sljó- lega, hvernig slíkt gæti verið unnt. Þar sem hann var nú orðinn miðaldra maður, sóttu freistingarnar aðeins hóglega og sjaldan að honum, eins og slátraradrengurinn, sem gleymzt hefur á jólunum, bið- ur um jólagjöf í febrúar, án þess að geta byggt vonir sín- ar á neinu öðru en því, að hann íékk enga í desember. Honum var jafnfjarri að falla fyrir þeim og að kaupa fiski- hnífa þá og loðkraga, sem auglýsingadálkarnir telja kon- unum trú um allan ársins hring að þær komist ekki hjá að eignast. En það var að minnsta kosti eitthvað til- komumikið við það, að bægja þannig frá sér þeim löstum, sem kunnu að leynast hið innra með honum. Lafði Anna sýndi engin merki þess, að henni fynd- ist til um þetta. Egbert horfði óstyrkur á hana gegnum gleraugun sín. Það var svo sem engin ný bóla fyrir hann, þótt hann biði lægri hlut í kappræðu við hana. En það var auðmýkj- andi reynsla, sem hann hafði ekki orðið fyrir áður, að glata sjálfum sér í eintali við sjálf- an sig. — Ég ætla að fara og hafa fataskipti fyrir miðdegisverð- inn, sagði hann með raddblæ, sem hann reyndi að gera hörkulegan. Við dyrnar neyddi síðasta veikleikakastið hann til þess að leita áheyrnar. — Erum við ekki miklir heimskingjar? — Bjáni, var þögul athuga- semd Don Tarquinios, er hurð- in luktist að baki Egberts. Síðan hóf hann flauelsmjúkar framloppur sínar hátt á loft og hoppaði fimlega upp á bókahillu, sem stóð beint und- ir búri söngfuglsins. Þetta var fyrsta skiptið, sem hann virt- Frh. á bls. 67. oio>3i«» tiiust co»f. Vonlaust fyrirtæki. IrK—JL [í 3 X VV '/// Skipstjóranum sagt til syndanna — óbeint. [54] HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.