Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Page 14

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Page 14
skriðið. Nú skyldi til skarar skríða. — 100 pd., sagði stórkaup- maður einn, innskeifur ístru- belgur með gullspangagler- augu; það var eins og hann hefði ekki heyrt veðmálið fyrr en nú. 100 pd.! Það er hlægi- legt. Ég veðja 1000 pd. sterlings, að keisarasnekkj- an vinnur! — Gott og vel! Ég veðja á móti, sagði Ameríkumaður- inn með sömu stillingu og áð- ur. Enginn vöðvi hrærðist í svip hans. HendUr tengdust. Veðmálið var staðfest. Mörg þúsund veðmál önn- ur voru staðfest víðs vegar í mannþr önginni. En áður menn varði, var dökka snekkjan komin að hliðinni á keisarasnekkjunni. Angistarókyrrð fór um hóp- inn. Keisarasnekkjan rétti sig upp eins og stálfjöður, seglin blöktu mjúklega eins og silki- blæjur. Hin snekkjan hafði tekið frá henni vindinn — og rann nú framhjá henni. Keisarinn færði höndina upp að húfunni og heilsaði sigurvegaranum glaðlega, eins og þeir hefðu þekkzt lengi. Menn sáu, að þeir kölluðust á gamanyrðum, en heyrðu ekki, hvað þeir sögðu. Óskapleg fagnaðaróp stigu til himins frá mannfjöldanum á báðum löndum, jörðin hrist- ist af ókyrrð og lófaklappi, vígdrekarnir létu skotin dynja í ákafa. Fagnaðarópunum ætl- aði aldrei að linna. Þá var hin sigursæla snekkja komin inn í skjólið af eynni og rann þar áfram í lygnum sjó, rétt framan við fjörusteinana, þar sem fólkið stóð. Hún rann jafn yfirlætis- laust á móti fagnaðarópum al- þýðunnar og gremjutilliti hefðarfólksins eins og hún hafði áður runnið gegn vind- inum. Við stýrið sat unglingsmað- ur, bjartur á svip og góð- mannlegur. Hann lét sjón svífa yfir hóp hinna ,,út- völdu“, þar til hann kom auga á gamla manninn og stúlk- una. Þá brosti hann innilega. Gamli maðurinn kinkaði k’ollinum sigurglaður, en stúlk- veifaði hvítum vasaklút í ákafa, til þess að vekja eftir- tekt unga mannsins á sér. Augu þeirra ljómuðu, og ást- úðleg voru brosin, sem þau sendu hvort öðru — yfir gull- skúfana á öxlum höfðingjanna og glit gimsteinanna í höfuð- djásnum hefðarkvennanna. — Þeir sigra ekki alltaf, miklu mennirnir, oddborgar- arnir, — ekki alltaf. Einokun- aröldin er um garð gengin. Nú er öld samkeppninnar og hins frjálsa mannjafnaðar. Það var hreinn og bei^ fýlusvipur á hefðarfólkii111 þegar það gekk á stað hei111 leiðis. En Ameríkumaðuri111 gekk til gamla mannsins heilsaði honum. — Þekkið þér þenna uní* mann, sem sigraði svo11‘ snilldarlega? — Já, — hann er soPu minn, og þetta er tengdadótf ir mín tilvonandi. Ég hef srrúu að snekkjuna hans. Ég e skipasmiður, — fæddur 3 erfiðismannaættum og erfió'5 maður sjálfur. — Ég hef uPu ið að þessari snekkju alla mína. Ameríkumaðurinn klappafl á öxlina á honum. — Við skulum fylgjast a' heimleiðis. [50] heimilisblað1

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.