Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 30
BRIDGE-ÞÁTTUR í fyrstu heimsmeistarakeppninni, sem fram fór í nóvember 1950, kepptu íslendingar fyrir Evrópu. Það voru hinir kunnu bridgespilarar Ein- ar Þorfinnsson og Gunnar Guð- mundsson. Þeir stóðu sig mjög vel og hlutu verðskuldað hrós fyrir frammistöðu sína. í þessum þætti langar mig til að segja frá spili, sem þeir spiluðu. Spilin voru þannig: S 10-8-7 H 10-9-8-5-3 T 7 L Á-D-10-9 S G-5-4-3 H Á-G T K-G-4 L K-7-6-4 S A-K-D-9-6 H K-D-2 T A-G-5-3-2 L — S 2 H 7-6-4 T D-10-8-6 L 9-8-5-3-2 Sagnir gengu þannig: N — A — S — V P 2 sp P 3 sp P 4 tigl P 4 hj P 5 — P 5 sp P 6 sp P P P Þetta er í rauninni ekki merkilegt spil, en tilgangur minn er að sýna, hvernig spurnarsagnir eru notaðar. 4 tíglar eru spurnarsögn og svar vesturs gefur til kynna, að hann hafi aðra fyrirstöðu (kóng eða ein- spil) í tígli og hjartaás. 5 tíglar eru endurtekin spurnarsögn. Þegar vest- ur neitar þriðju fyrirstöðu í tígli, þá segir austur 6 sp. (að vísu vinn- ast 7 sp. en austur hafði enga hug- mynd um, að vestur ætti tígulgos- ann). f eftirfarandi dæmi langar mig að sýna fram á, hvað doublun getur verið hættuleg. S Á-D H 2 T 8-7-6-4-3 L K-8-7-4-2 S 10-8 H Á-K-8-4-3 T Á-10-2 L Á-5-3 N V A S S 5-4-3-2 H G-10-9-6 T K-9 L G-10-9 S K-G-9-7-6 H D-7-5 T D-G-5 L D-6 Sagnir í spili þessu voru eftirfarandi: S — V — N — A 1 sp 2 hj 2 sp 3 hj Pass 4 hj Dobl. (!) Pass Pass Pass Norður spilaði út spaðaás og síð- an drottningu. Suður drap drottn- inguna af honum og spilaði spaða aftur. Vestur trompaði og fékk þann slag. Nú spilaði hann hjartakóng, fór síðan inn á ,,blind“ og svínaði hjartanu. Síðan var laufinu svínað og vörnin fékk aðeins þrjá slagi. — Nú skulum við hugsa okkur, að spil- ið hefði ekki verið doublað (tvö- faldað). Hvernig hefði vestur spil- að spilið þá? Að lokum er hérna svolítil þraut. S K-7-2 H K-8-7-5-2 T D-G-2 L K-4 N V A S S Á-G-10-8-3 H Á-4 T Á-K-3 L Á-D-G Suður spilar 6 grönd. Útspil var tígul 10. Andstæðingarnir höfðu ekki sagt annað en pass. Hvernig getur suður örugglega tryggt sér 12 slagi (3 aðferðir). Nú, jæja, úr því að þessi var svona auðveld þá er hér önnur: | S G-9-7-6-5 H Á-4-3-2 T Á-4-3-2 L —- N V A S S Á-10-8-4-3-2 H K-G-7 T K-G-6 L Á Suður spilar sex spaða. Andstæðingarnir sögðu eingöngu pass. Hvernig viltu spila spilið ? Svör birt í næsta blaði. Egomet. Nábítur Frh. af bls. 52. upp á nesið. Það er ládautt og gott að lenda, sagði hann- — Ætli það ekki. Það verð' ur enginn krókur, sagði ég. Við lögðum upp að vörinnii malborinni fjöru milli tveggj3 þangivaxinna klappa. I flæðarmálinu stóð gömul kona, smávaxin og beygjuleg- Hún stóð þarna, hokin og þreytuleg, og fól hendurnar undir blábekkjóttum svuntu' bleðli. Gamli maðurinn klöngrað' ist fram á hnýfil, stóð þar kið' fættur eins og horaður svart' fugl og freistaði að stökkva 1 land. í hvert skipti, sem fjar' aði frá, efaði hann sig, skalf í hnjáliðunum og fórnaði hor' uðum höndunum. Ég stökk útbyrðis, tók hann í fang mér og skilaði honum á þurrt. Hann var fislétturi léttari en nokkurt barn. Hann rétti mér hönd sín3i tærða og sinabera. Hún var helköld. Gamla konan stóð álengd' ar, þögul og uppburðarsm® eins og feimið barn. Er hann hafði kvatt mig> gekk hann til hennar. ÞaU kysstu hvort annað á þunna vangana. — Hvernig líður þér; Fékkstu nokkurn bata? heyrð* ég hana spyrja. — Ég er ólíkt skárri, sagð* hann. — Guði sé lof, sagði gamf9 konan. Svo tóku þau töskuna 0 milli sín og lögðu á brattanP heim að bænum. [66] heimilisblað11’

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.