Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 23
að hetjan hans hafði verið i næsta herbergi. En svefninn yfirbugaði gleði hans. Það síðasta, sem hann skynjaði, var rödd eldabuskunnar, sem sagði: Er hann nú orðinn brjóstgóður og það við flökkustrák! Það er ogjörningur að reikna út, hvernig menn geta breytzt. Peningar hafa sömu áhrif á karlmann og vatn a eyðimörk. Þeir verða vingjarn- legrú Það er mitt álit. En drengnum varð þetta ekki ljóst, þvi svefninn yfirbugaði hann, °5 í næstu andrá var hann í draumaheimi. Það var myrkur, þegar hann vaknaði. Þegar hann lyfti upp höfðinu, sá hann rauða rönd af sJondeildarhringnum þvert yfir gluggann, og samstundis mundi hann, hvar hann var staddur. Kviður hans var ekki lengur strengdur, hugsunin var skýr, hann Var hressari en fullorðinn maður hefði verið eftir sólarhrings svefn. Hann fór fram úr rúminu. Hann minntist orða eldabuskunnar, að Destry gisti í næsta herbergi við hann. Á augabragði var hann glað- vakandi. Hann læddist fram i hálfdimm- an ganginn og barði að dyrum á n®sta herbergi. Hann barði þrisvar sinnum með hæfilegu hléi á milli. En enginn svaraði. Að lokum tók hann um hurð- arsnerilinn, og hurðin opnaðist inn * herbergið. - Herra Destry! kallaði hann lágt. Og þegar hann kveikti á eld- sPýtu og horfði i kringum sig, lannst honum hann sjá Destry úti einu horninu, en það voru þá ara stígvél, svipa og riffill. Willie var hinn rólegasti. Hann hefði getað setzt inn í her- ®rgið og virt eigur Destrys fyrir Sar og verið hreykinn af því að ekkja þennan fræga mann! Allt í einu fór hann að íhuga að, hvort hetjan hans myndi eftir °num. Það eru fáir eins viðkvæm- r i lund og drengir. En Willie Jarð r°rra, þegar honum varð ugsað til næturinnar, þegar hann arðist við hlið Destrys. Sá maður HEIMILISBLAÐIÐ hlaut að vera drenglyndur og áreið- anlegur! Þannig hugsaði Willie og hélt áfram rannsókn sinni, um leið og hann kveikti á nýrri eldspýtu. Hann opnaði líka kommóðuskúff- urnar. Hann ætlaði ekki að njósna um Destry, nei, það hafði hann ekki hugsað sér, en hann hafði sér- staka ánægju af að virða eigur hans fyrir sér. Þegar hann tyllti sér á tá, fann hann veiðihníf í efstu skúffunni. Hann tók hann upp. Hafði pabbi ekki sagt, að Destry gæti hitt hníf í mark í hundrað feta fjarlægð? Ef til vill ýkti pabbi. Ó, hann hafði ýkt fleira en það. En þetta var þó að minnsta kosti hnífur hetjunnar, enda var D skorið á skaftið. Hann lagði hnífinn hátíðlega aft- ur á sama stað. Hann hafði ekki þorað að snerta gljáandi hnífs- blaðið. Hann hafði tæplega ýtt skúffunni inn aftur, þegar hann heyrði fótatak á ganginum. Hann varð hræddur. Ef til vill var Destry að koma heim, og það var ekki skemmti- legt fyrir hann að finna þjóf eða njósnara í herbergi sínu! Hann skildi hurðina eftir í hálfa gátt, eins og hún hafði verið, og smeygði sér inn í fataskápinn og faldi sig bak við stóra regnkápu. Þar stóð hann i felum, þegar Chest- er Bent kom inn og kveikti Ijós. Hann horfði með forvitni á Bent. Hann grunaði, að það væri ekki allt með felldu. Hann sá Bent taka hnífinn. Willie varð æstur í skapi, hann hreyfði sig ósjálfrátt og spennan á beltinu hans straukst við vegginn. Bent sneri sér eldsnöggt við, hann stökk aftur inn í herbergið með hnífinn á lofti. Hann skimaði í kringum sig. Svo skók vindurinn til gluggahlerana, og honum virt- ist allt eðlilegt. Síðan yfirgaf hann herbergið, en drengurinn stóð lengi skjálfandi inni í fataskápnum, um- vafinn þéttu myrkri. Hann gat ekki hreyft sig úr spor- unum. Hann var sannarlega hrædd- ur við Chester Bent! Loksins, þeg- ar hann hafði jafnað sig, fór hann [59] út úr herberginu og læddist niður stigann með það eitt fyrir augum að sleppa burt úr þessu hræðilega húsi, eins fljótt og mögulegt væri. Hann fór hvorki út um aðal- dyrnar né bakdyrnar, heldur skreið út um opinn glugga og lét sig detta niður á jörðina. Berir fætur hans sukku upp að öklum í mjúka moldina. Þegar hann kom á mal- arstíginn í garðinum, jafnaði hann djúpu sporin, sem hann hafði gert í moldarbeðin. Nú flýtti hann för sinni, um leið og hann hnipraði sig saman til þess að sem minnst færi fyrir honum. Hann heyrði rödd Bents frá tröppunum, þegar hann kom að húshorninu. Hann sá manninn, sem hann ótt- aðist, ganga niður götuna með öðr- um manni. Willie Hiorfði á eftir þeim og þakkaði Guði fyrir, að hann væri laus við þennan mann. En á sama augabragði og Willie lofaði Guð fyrir, að þurfa ekki lengur að vera i návist Bents, fann hann til ómótstæðilegrar löngunar til að veita þessum manni eftirför. Hann svitnaði, þegar honum datt þetta í hug, en um leið og hliðið skall á eftir mönnunum, fór Willie í humátt á eftir þeim. Þegar hann hóf eftirförina, hvarf hræðslutilfinningin samstundis. Ný tilfinning gagntók hann, blandin eftirvæntingu. Hin forna veiði- gleði fór eins og kvikasilfur um æðar drengsins, og hann læddist frá runna til runna, frá tréi til trés, frá grindverki að hliði, og alltaf var fótatak hans jafn létt og hljóðlaust. Honum tókst auðveldlega að fylgja mönnunum tveim eftir, pg hann sannfærðist um, að þá grunaði ekk- ert, þegar þeir beygðu inn á hliðar- götu að húsi Cliftons. Honum gekk eftirförin vel, en þó var hann ekki ánægður. Hann hafði tekið þá ákvörðun, að komast að niðurstöðu í máli þessu, og hann var ákafur eins og veiðihundur að tapa ekki slóðinni, því að hann vissi, að í vasa Bents var hnífur Destrys enn ónotaður! Hann ákvað að gefast ekki upp, en hundurinn, sem spangólaði af

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.