Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 25
Hlustaðu á mig — viltu hlusta a m*S’ Chet? stundi hann upp. Auðvitað. Mér þykir gaman að hlusta á þig! Ég skal líka horfa a þig! Mig langar að sjá þig vökva roúsum, ræfillinn! — Chet, sagði hinn. Ég hef aldrei borið kala til þín, eða berð þú kala til mín? — Nei, nei, en það eru bara víxl- arnir, vinurinn! — Þú mátt eiga þár Taktu þá og rifðu þá í tætlur og ávísunina lika! Ertu búinn að tapa vitglórunni, Jimmy? Rífa yíxlana í sundur og skilja þig gftír á lífi í Wham, þig, sem veizt allt um mig? ‘ Ég skal gleyma því, Chet. Ég kalla Guð til vitnis um það, að ég skal gleyma öllu. Ég skal fara burt Ur Wham. Ég sver, að ég skal aldrei k°ma hingað aftur! Þú þarft þess heldur ekki. Það Vaeri nóg að skrifa sheriffanum. — Ég gef þér drengskaparorð mitt Um að svíkja þig ekki. Allt það, sem u milli okkar hefur farið í kvöld, er gleymt og grafið, rétt eins og það hefði aldrei skeð. Bent brosti undarlegu brosi. Hann Virtist njóta þess að kvelja sem mest andstæðing sinn. Clifton vissi, að öll von var úti. Allt í einu henti hann sér að fótum Bents. Bent hörfaði frá með viðbjóði. Og Þa brá fyrir í svip hans dýrslegum f°gnuði, er hann horfði á Clifton 'ggja fyrir framan sig og rétta ram skjálfandi hendurnar. Hann ^œndi á hann og stundi upp hálf- k®fðri röddu: Chet, þú og ég — í Guðs bæn- Urn' — höfum alltaf verið vinir — vorum saman í skóla — Willie lá við að æpa, en hann kom e ki upp neínu hljóði. ' Stattu á fætur og taktu þessu eins og maður, sagði Bent skipandi röddu. Chet, Chet, ég hef alltaf borið Virðingu fyrir þér, þótt vænt um P|g, heyrirðu það ? Við erum gamlir lr' Chet, ég er ungur, ég ætla as kvænast . . . hu iýgur! Stattu upp, eða ég þin her UPP a hárinu, hérinn — Ég sver, að það er satt. Ég ætla að kvænast Jenny Cleaver. Hún ætl- ar að hitta mig í Denver — við er- um ung, Chet — lífið er framundan . . . vinur . . . Villidýrið hreyfði sig. Hann virt- ist ekki þurfa að beita kröftum. Það var eins og þegar geitungur sting- ur köngu. sem er lömuð af hræðslu. Svo hallaði Bent sér áfram og tók í hár Cliftons og henti hon- um aftur á bak. Willie sá hendur mannsins stirðna, þegar þær fálmuðu út í loftið, svo opnaði hann munninn, en samt hrópaði hann ekki á hjálp. Bent gerði atlöguna. Hann beindi hnífnum að hálsin- um og lét hann sitja kyrran í sár- inu. Siðan hörfaði hann til baka og blóðið rann niður hægri hönd hans. Clifton féll á gólfið, sparkaði með fótunum, svo lá hann grafkyrr á bakinu. Hann var dauður! Drengur- inn hafði áður séð dauðan mann, en þessi dauðdagi tók öllu öðru fram, er hann hafði séð. Hann hafði reynt að halda niðri í sér andanum, en ósjálfrátt stundi hann þungan. Og þetta varð til þess, að Bent kom auga á hann. Hann sá Bent stara á sig. Myrkrið huldi hann ekki nægilega vel. Rann- sakandi augnaráð villidýrsins skelfdi vitnið fyrir utan gluggann. Þrítugasti kapítuli. Willie Thornton stóð eins og negld- ur við gluggann, unz Bent hreyfði sig, þá datt hann niður frá gluggabrúninni eins og blýlóð og tók sprettinn. Hann ætlaði að taka sprettinn að bakhliðinu í garðinum og stökkva til hægri eða vinstri út í myrkrið, en fætur hans voru stirðir og hann stóð á öndinni. Hann hrasaði um snæri, sem strengt hafði verið til stuðnings nokkrum tómataplöntum. Þegar hann stóð á fætur, sá hann Chester Bent henda sér út um glugg- ann eins og íþróttamann. Þá vissi hann, að þessi feiti maður var ekki eins seinlátur og hann hafði haldið. Hann kom að hliðinu, opnaði það og lokaði því aftur á eftir sér, þó að það seinkaði honum um brot úr sekúndu. Svo þaut hann eins og ör væri skotið niður stiginn í áttina til kjarrsins. Á meðan hann hljóp, fannst honum eins og fljótið léti æ hærra og hærra í eyrum, rétt eins og það rynni rétt hjá honum. Hann sneri sér við og horfði yfir öxl sér og sá Chester Bent koma að hliðinu með hundinn á hælum sér. Maður og hundur eltu Willie litla. Honum fannst hann ennþá minni en nokkru sinni áður. Þó var hann ekki eins hræddur og hann hafði verið meðan hann stóð hjá glugg- anum og var sjónarvottur að morð- inu. Honum hafði fundizt það ósenni- legt og hræðilegt, en þó var það blákaldur veruleiki. Ef Bent næði honum væri æsku hans lokið. Hann yrði drepinn! Einu sinni opnaði hann munn- inn til þess að hrópa á hjálp. Hann hafði undrazt, að vesalings Clifton skyldi ekki gera það. En hann hróp- aði ekki fremur en Clifton. Hann vissi, að ef hann gerði það, ætti hann á hættu að renna til og hrasa, en hann þorði ekki að draga úr ferðinni, hann þorði ekki að glata broti úr sekúndu! Og þess vegna hljóp hann eins og fætur hans leyfðu krókótta göt- una. Honum vildi það til, að fætur hans voru vanir steinnibbum. Það dró ekki úr ferðinni, þótt hvöss steinbrún skæri hann í fótinn. Hann flaug áfram, en hann vissi líka, að Bent var á hælum hans! Niður fljótsins lét æ hærra í eyr- um hans, og allt í einu undraðist hann, að hann skyldi hlaupa í átt- ina til fljótsins. Fljótið var einmitt ákjósanlegur staður fyrir Bent. Ólg- andi hringiðan mundi auðveldlega draga til sín lík af litlum dreng! Hefði hann- aftur á móti hlaupið í áttina til bæjarins, hefði hann ekki þurft að kalla oft til þess að fólk yrði vart við hann! Það dró mátt úr drengnum við að íhuga þessi mistök sín. Og nú hafði hundurinn náð honum. Hann urraði og þefaði, en hafði samt enn- þá ekki kjark i sér til að bíta. Að Frh. á bls. 68. Heimilisblaðið [61]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.