Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 20
móti þér. Og þú skalt bara segja mér það, ef þú færð ekki góðar viðtökur, Willie. Willie tvísté fyrir framan Bent. — Bara ég gæti komizt til Des- trys, mælti hann. — Þú kemst áreiðanlega til hans, Willie. Ekkert liggur á. Mig langar til þess að kynnast þér betur, Willie. Destry er bezti vinur minn, og mig langar til þess að kynnast þér betur hans vegna. Farðu nú, Willie. Ég kem bráðum. Hann fylgdi Willie að dyrunum og klappaði á herðar honum að skilnaði. En Bent varð dálítið óró- legur við að sjá glampann í grá- um, hvössum augum Willies. Bent vissi, að rannsókn hafði farið fram á honum, og rannsóknin hafði leitt í ljós, að hann væri ekki slíkur maður, sem ætla mætti af bezta vini Destrys. Á meðan hann íhugaði þetta, sneri hann aftur til skrifstofu sinn- ar. Destry bjó yfir þeim þrótti, sem flestir menn óttuðust. Hér var kominn drengur, sem hafði orðið fyrir þeim áhrifum af Destry, að augu hans stækkuðu og röddin breyttist, þegar hann talaði um hinn mikla mann. Og svo var það Charlie Dangerfield, er elskaði allt- af Destry, það var honum kunn- ugt um. En hvað vantaði hann sjálfan til þess að geta vakið slikar tilfinningar hjá öðrum? Hann þekkti fjölda fólks, en ekki einn einasti maður var góður vin- ur Chester Bents — enginn, að undanteknum honum, er hann ósk- aði að væri dauður! Bent gat ekki varizt hlátri. Hér var kaldhæðni lífsins að verki. Síðan hélt hann áfram við vinnu sina til kvölds, þar til hann varð að fara heim og hitta Jimmy Clift- on. En hann skaut þeirri ráðstefnu á frest og borðaði á litlu veitinga- húsi innan um herðabreiða kúreka. En loksins hélt hann heimleiðis í myrkrinu. Clifton beið hans í bókasafninu. Hann var niðursokkinn í eina af þeim bókum, er hann sjálfur hafði þótzt lesa. Hinn lágvaxni maður lagði bókina seinlega frá sér og drap tittlinga framan í Bent. — Þú kemur seint, Bent, sagði hann. En vertu ekki að afsaka það. Mér hefur liðið ágætlega. Ég tók víxlana með mér. Ég afhendi þér þá um leið og ég fæ ávísun- ina. Bent þótti hálft í hvoru vænt um, að gestur hans skyldi víkja strax að málefninu. En þó var ekki laust við, að hann kæmist dá- lítið úr jafnvægi. Hann horfði á skjölin, sem andstæðingur hans hélt á í hendinni og óskaði þess af öllu hjarta, að þau væru hans eign. Eða að bera að þeim log- andi eldspýtu og sjá eldinn brenna þau til ösku! En í stað þess varð hann að segja: — Mig langar til þess að tala við þig um þessa víxla, Jimmy. Auðvitað geturðu fengið peningana, en í rauninni . . . Clifton hristi höfuðið. — Haltu bara áfram, gamli vin- ur, sagði hann. En það þýðir ekk- ert að ræða þetta. Ef þú átt pen- inga í bankanum, ætla ég að fá ávísunina hjá þér núna. Eigir þú ekki peninga í bankanum, vil ég fá tryggingu fyrir þeim. Ég kæri mig ekki um að vera ósanngjarn og vil ekki, að við komum hvor öðrum í vandræði. — Auðvitað ekki, sagði Bent. Auðvitað ekki. En öll hans undanbrögð og allar hans fortölur urðu að engu i hönd- um hans. Hann sagði að lokum hægt og seinlega: — Það lítur út, eins og þú teljir mig ekki heiðvirðan, Jimmy. — Chet, sagði hinn. Það er fjandi hart að þurfa að vanda um í viðskiptamálum. Þegar þú baðst mig um peningana, lét ég þig fá þá, vegna þess, að ég hélt, að þú værir góður kaupsýslumaður, en ekki vegna vináttu okkar. Nú eru peningarnir fallnir í gjalddaga ásamt vöxtum. Ég vil fá þá greidda, ekki af því að þú sért óvinur minn, heldur bara af því að peningarnir eru fallnir í gjald- daga! — En ef við ræðum nú um viðskiptavenjur . . . Bent þagnaði til þess að hon- um yrði svarað, enda brást það ekki. — Viðskiptalega finnst mér að þú hafir hafið þig til flugs eins og fálki með hænuvængi! Eða svo ég segi það á annan hátt, virðist mér, að þú berist nokkuð mikið á, og ég held, að þér muni hlekkjast á. Þú mátt ekki taka þetta sem ávít- ur, Chet. Mér geðjast vel að þér, en mér virðist þú gína yfir of miklu. Minnki gengi Whams á morgun, álít ég, að þú getir ekki greitt þrjú sent fyrir dollarann! Þetta er harður dómur, en ég vil helzt koma heiðarlega fram við þig og segja þér skoðun mína af- dráttarlaust. Mér þykir leitt, ef ég særi tilfinningar þínar. En ég vil fá peninga mína greidda núna! Bent hikaði augnablik. Allan dag- inn hafði hann verið að safna hug- rekki til að framkvæma það, er hann taldi nauðsynlegt. En hann varð að tefja tímann dálítið enn. — Mig tekur sárt að heyra þetta, Jimmy, og þú verður að fá að vita það. En til þess að létta á huga þínum, skal ég segja þér, að ég get greitt þér þegar í stað. En mig langar til að ganga út með þér — það er svo heitt hérna inni. Ég vildi gjarnan vita, hvort ég gæti ekki fengið þig til þess að skipta um skoðun. — Allt í lagi, sagði Clifton. Mér er ljóst, að ég hef verið skorin- orður í þinn garð. — Alls ekki. Ég get vel hlustað á kaupsýslumann ræða um við- skipti. Hann gekk til dyranna, um leið og hann sagðist þurfa að skreppa frá andartak. Hann fór upp stig- ann og að herbergi Destrys. Hann fór inn í herbergið, kveikti ljós og lokaði dyrunum. Margs konar dót, sem Destry átti, var á víð og dreif um her- bergið. Gömul svipa lá á kommóð- unni, illa útleikinn hattur hékk í skápnum, og í efstu kommóðuskúff- unni lá veiðihnífur í leðurslíðri, prýddur indíánskum skrautmyndum- Að þessu leitaði hann. Hann tók hnífinn úr skúffunni, tók hann ur slíðrinu og reyndi eggina á þurn- alfingrinum. Hún var, eins og hann [56] - HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.