Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 28
— Það er hverju orði sann- ara, að ég þyrfti ekki að hafa mikið fyrir því að losna við hann, hélt hún áfram eftir stundarkorn. Ef ég aðeins sleppti af honum augunum eitt andartak, þá mundi hann drekkja sér í brunninum eða brenna sig til bana í eldinum eða hundurinn mundi bíta hann eða hestarnir slá hann. Já, það væri auðvelt að losna við hann, jafn óþekkur og ófyrirleitinn og hann er. Hér á búinu er enginn, sem ekki hatar hann, og ef ég hefði hann ekki alltaf hjá mér, mundi einhver strax verða til að nota tækifærið og losa okkur við hann. Hún gekk út í eitt horn stofunnar og leit á barnið, sem lá þar og svaf. Það hafði stækkað og. var ennþá ljótara en þegar hún sá það í fyrsta sinn. Munnurinn hafði vaxið fram og var orðinn að trýni, augnabrýnnar voru eins og stinnir burstar, og hörundið var alveg brúnt á litinn. — Það væri engin frágangs- sök að gera við fötin þín og hafa gætur á þér, hugsaði hún. Það er hið minnsta, sem ég verð að þola þín vegna. En maðurinn minn er orðinn leið- ur á mér, vinnumennirnir fyr- irlíta mig, stúlkurnar hlæja að mér, kötturinn hvæsir, þegar hann sér mig og hund- urinn urrar og lætur skína í tennurnar, og allt er þetta þér að kenna. — En samt gæti ég sjálf- sagt umborið það, að dýrin og mennirnir hati mig, sagði hún allt í einu. Verst er, að í hvert skipti, sem ég sé þig, þrái ég barnið mitt meira en nokkru sinni fyrr. Ó, hjartans barnið mitt, hvar ert þú? Sef- ur þú á mosa og kvistum langt í burtu hjá hólbúakerlingunni ? Dyrnar opnuðust, og kon- an flýtti sér að setjast aftur við sauma sína. Það var mað- urinn hennar, sem kom inn. Hann var glaðlegur á svip- jnn og vingjarnlegri í viðmóti við hana, en hann hafði lengi verið. — Það er markaðsdagur í kirkjuþorpinu í dag, sagði hann. Hvað segir þú um að við færum þangað? Konan varð glöð í bragði við uppástunguna og sagði, að það vildi hún gjarnan. — Vertu þá eins fljót og þú getur að búa þig! sagði maðurinn. Við verðum að fara gangandi, því að hestarnir eru úti á akri, en ef við förum fjallveginn, komum við áreið- anlega nógu snemma. Stundarkorni síðar var bóndakonan komin út í dyrn- ar, búin sínum beztu fötum. Þetta var ánægjulegasti at- burðurinn, sem hafði hent hana árum saman, og hún hafði steingleymt hólbúakróg- anum. En, datt henni allt í einu í hug, kannske maður- inn minn ætli sér aðeins að lokka mig í burtu, svo að vinnumennirnir geti gert út af við umskiptinginn, meðan ég er ekki til að koma í veg fyrir það. Hún gekk hratt inn í húsið og kom aftur með stóra hólbúakrógann á hand- leggnum. — Getur þú ekki skilið hann eftir heima, þennan? sagði maðurinn, en hann var ekki gramur að heyra, held- ur var rödd hans blíðleg. —1 Nei, ég þori ekki að fara frá honum, svaraði hún. — Jæja, þú um það, sagði bóndinn, en það verður áreið- anlega erfitt fyrir þig að drag- ast með aðra eins býrði og þetta yfir fjallið. Þau lögðu af stað í ferð sína, en hún var erfið, því að á brattann var að sækja. Þau urðu að klífa alla leið upp á fjallsbrúnina áður en þau komu á veginn, sem lá til kirkjuþorpsins. Konan varð að lokum svo þreytt, að hún gat varla hreyft fæturna. Hún reyndi hvað eft- ir annað að telja hinn stóra dreng á að ganga sjálfan, en. hann fékkst ekki til þess. ' [64] Maðurinn var mjög ánægju- legur og vingjarnlegri en hann hafði nokkru sinni verið síð- an þau misstu barnið sitt. — Nú verður þú að fá mér umskiptinginn, sagði hann. Ég skal bera hann stundarkorn. — Ó, nei, ég hef þetta áreiðanlega af, sagði konan- Ég vil ekki, að þú hafir erfiði af hólbúahyskinu. — Hvers vegna skyldir þu vera ein um að strita undu" því? sagði hann og tók króg" ann af henni. Einmitt þar, sem bóndinn tók barnið, var stígurinn verstur yfirferðar. Hann 1® meðfram þverhníptum gjáf" barmi, sleipur og háll og svo mjór, að varla var hægt að festa fót á honum. Konan gekk á eftir manninum, og allt í einu varð hún hrsedd um, að eitthvað kæmi fyr11' manninn meðan hann stritað1 undir barninu. — Farðu vaf' lega hérna! hrópaði hún, þvl að henni virtist hann gang8 allt of hratt og óvarleg3' Hann hrasaði líka rétt í þeina svifum, og hafði næstum þvl misst barnið niður í hyldýpi^; — Ef barnið hefði nú 1 raun og veru dottið, þá hefð' um við verið laus við það 1 eitt skipti fyrir öll, hugsaði hún. En þá skildist henni 1 einni svipan, að maðurinU hafði einsett sér að kasta barninu niður í gjána og láta svo sem það hefði verið slys' — Já, já, hugsaði hún, þanmíj er það. Hann hefur stofnað ti alls þessa í því augnamiði aö koma umskiptingnum fyr'r kattarnef, án þess að ég vero1 þess vör, að það sé gert 3 ásettu ráði. Já, það væri l^3 bezt, ef ég léti hann konia vilia sínum í framkvæmd. Nú hrasaði maðurinn aftur um stein, og aftur var ui*1 skiptingurinn næstúm Þv' runninn úr höndum hans' — Fáðu mér barnið! Þú det ur með það, sagði konan- — Nei, sagði maðurinn, ea skal áreiðanlega gæta mín- HE!MILISBLA»lP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.