Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 3
HEIMILISBLADIÐ 42. árgangur, 3.—4. lulublaS — Reykjavík, marz—apríl 1953 %þór Erlendsson SVANASÖNGUR A HVlTÁRVATNI Sumarið 1936 fór ég mína fyrstu ferð inn til öræfanna við Hvítárvatn. Ritaði ég greinarkorn um för þessa, sem birtist i Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins sama ár. Ég var þá eigi eins fróður um örnefni á þessum slóðum og æskilegt hefði verið og studdist því að mestu við upplýsingar frá öðrum I þeim efnum. En því miður reyndust sumar þær upplýs-' ingar eigi svo traustar sem skyldi og eru því nokkrar mein- legar missagnir í umræddri grein. Hefur mig lengi langað að fá úr þessu bætt, og hef ég því mælzt til þess, að Heimilis- blaðið birti þessa frásögn mína endurbætta, — og fer hún hér á eftir. — E. E. rla morguns 19. júlí (1936) var ég á ferð upp Hruna- ^annahrepp, ásamt Erlendi ^róður mínum, og var förinni 'Taitið að Hvítárvatni. Veður Var hið bezta, en útsýni ekki sama skapi gott, því mikl- ar skýslæður teygðu sig eins °S banin voð um himinhvelið drógu mjög úr skini sólar- iririar, en gráir þokubólstrar yrgðu víða fyrir útsýni til fjalla. En við vorum sann- færðir um, að þetta myndu aðeins vera síðustu leifarnar af hinni miklu þokubreiðu, sem nóttin hafði sveipað yfir landið, og að þær myndu hverfa með öllu, þegar fram á daginn kæmi. Sú varð lika reyndin, því þegar leið að há- degi, tók að birta í lofti, og litlu síðar var hver einasti skýhnoðri gersamlega horfinn og sólin tekin að hella geisla- flóði sínu yfir umhverfið. Var nú útsýni hið bezta og fagurt um að litast, því landslag er þarna mjög breytilegt og svip- mikið, einkum þegar ofar dregur. Sérstaklega eru það fjöllin upp af Biskupstungum, sem vekja athygli ferðamanns- ins, og er gaman að veita því eftirtekt, hvernig þau breyta afstöðu sinni hvert til annars um leið og áfram er haldið. — En fyrsti staðurinn, sem á sérkennilega náttúrufegurð að bjóða, eru vafalaust hin svo- nefndu Brúarhlöð. Þar hefur Hvítá smám saman myndað ýmsar einkennilegar kletta- myndanir á óralöngum tíma. Einkennilegust er bergnál sú hin mikla, sem þarna stend- ur mitt í beljandi árstraumn- um og hefur eigi látið straum- þungann kúga sig, þrátt fyrir hin ægilegustu átök hans, þeg- ar ofsaflug hleypur í ána á veturna og vatnið fer hamför- um eftir árgljúfrinu. En Brú- arhlöð eru einnig gædd ann- .... ' riðjökullinn. Til hœgri á myndinni sést hvar vatniíi rennur undir jökulröndina. Kemur þaö jram nokkur hundruS metrum austar gegnum jjallsöxlina.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.