Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 16
Roðinn á kinnbeinum hans hvarf og andlitið varð ömur- lega grámyglulegt. Báturinn ruggaði mjúklega á öldunum og báran hjalaði ástúðlega við kinnunga hans. — Skollans nábíturinn, tautaði hann og spjó gúlsopa munnvatns út fyrir borðstokk- inn. — Það er ekkert spaug að sjóveikinni. Hún getur hæg- lega hlaupið á sinnið á manni, sagði ég. — Þetta er ekki sjóveiki. Það er nábítur, sagði gamli maðurinn, ég held ég ætti að kannast við nagandann í hon- um, búinn að hafa hann í tíu ár. Hann var orðinn gulur í framan eins og gamalt bókfell. Hrukkóttur háls hans tútnaði út eins og á veiðibjöllu, sem sporðrennir vænni hafsíld. Loks bar sjóveikin hann of- urliði. Hann lagðist út á borð- stokkinn, engdist sundur og sarnan og gubbaði. — Þetta er mikil bölvuð líðan, og mikið vildi ég til vinna að losna við þennan fjárans nábít, sagði hann tár- stokknum augum. Ég gat ekki að mér gert að brosa, var þó ekki vanur að henda gaman að bágindum annarra. Þessi gamla beina- grind var sosum ekkert hlá- leg, öðru nær. En það var þessi þrjózka. Hún stakk svo undarlega í stúf og var svo gerólík manninum sjálfum. Við vorum farnir að halda inn fjörðinn. Skyggja ágúst- næturinnar sveipaði strönd- ina, og fjöllin spegluðu hrika- leik sinn í lygnu djúpinu. Lág- kúruleg kotbýlin störðu syfju- legum skjáum út í húmaða náttúruna. — Þið ætlið að skáka mér Frh. á bls. 66. RÁNSMENN AFRÁDNIR Á VESTFIÖRDUM Þann tíma seldi Gudrún 1615 Magnúsdóttir Herluff Daae höfudsmanni L hundrud í Reykjavík fyrir III jardir adrar; oc þau missiri var borinn Margrét dótt- ir Halldórs Ólafssonar, oc Halldóru Jónsdóttr Biarnarsonar, er sídar vard göfug kona. Þá komu um sum- arit sióvíkíngar á Patriksfiörd, oc ætludu at ræna Vestfiördu, þeir höfdu tekit nockra Enska menn med sér nauduga, enn er þeir komu á land, oc sióvíkíngar ætludu at ræna Dani á Vatneyri, rédust hinir ensku menn á þá, oc urpu þeim í sióinn oc drápu marga, enn tóku tvo fyrirlida oc fóru á brott sídann. Hinir spönsku menn er kalladir voru, lágu þar á þremr skipum á sumri álidnu, eru fyrirlidar nefndir Marteinn, Stephán og Domingo, þeir særdu nockra menn, oc rændu suma, enn ecki drápu þeir menn eda tóku konr; þeir brutu skip sín í útsynníngsbil á einni nóttu, oc voru þá eptir á VIII bátum LXXX samann, oc á einni skútu; þeir rændu ei at sídr, oc hafdi konúngsbréf oc höfuds- mannsbod útkomit, at þeir skyldu dræpir vera, oc eptir því dæmdi Ari Magnússon í Ögri med XII mönnum. Þeir ræntu Gunnstein bónda Gríms- son í Jökulfiördum, oc tóku skútu á Dynianda, þeir stefndu oc til Ögrs til Ara, en þar var vörn fyrir. Jón hét madr oc var Gudmundarson, hann var kalladr hinn lærdi, var hann alinn upp á Ströndum, oc hafdi qvænst þar, oc fengit þeirrar konu er haldinn var fiölkunnug; hann fór med mörg hindrvitni, kunni rúnir, oc létst hafa til galdra, oc í sumum hlutum var hann ecki ofródr; hann þóttist hafa kynni mik- il af álfum, og leitadi vid at kénna mönnum at vekia upp drauga, hafdi hann oc átrúnad mikinn á grösum oc steinum, enn hélt þá alla fiöl- kunnuga er í móti hönum lögdust at [521 nockru; hann hafdi mikil mök vid ránsmenn þessa, oc var eigi traust um at hann vísadi þeim á hafnir edr þángat sem féfaung voru fyrir; taldi hann kyngi-vedr hefdi brotit skip þeirra; enn Ari Magnússon í Ögri, safnadi bændum um fiördinn oc fór at þeim, var þá Jón hlaupinn sudr um fiall, enn þeir sváfu, voru XXXI drepnir á Isafyrdi, enn XIII í Dyra- fyrdi á Skaga, ætludu vestannmenn þeir mundu vera fiölkunnugir, þvi þeir voru fiörsegir. Marteinn var drepinn í Ædey, oc syndi ádr hraust- lega vörn; XVIII samann voru þeir drepnir í Ædey oc á Sandeyri; enn er Ari fór at þeim í þridja sinni, giördi óvedr mikit, oc sneru menn aptr; rændu þeir sem eftir urdu Enskri duggu med mönnum oc áhöfn, oc drápu einn, oc komust svo a brott, mælt er at Nordannmenn hafi drepit XI er þeir mættu í verferd. Jón komst undann, oc flæktist vída um land, hann sagdi svo frá, at miög illa hafdi verid at þeim unnit, oc má í því nockud satt vera, þó hann hafi aukid, oc þat annad at Ari hafi tekit herfáng allt, enn bændr ei af haft nema þat er líttnytt var af klædaslitrum þeirra; er þat °c líklegt, því Ari hefir metit kon- úngi féd, enn þó ei hafi sem fyllst verit útgoldit. En margt er í sögn Jóns er hann hefir logit med öllu, var þat hellst at hann qvad þá sak- lausa hafa drepna verit, oc prest einn þar vestra, Jón Grímsson, ná- lega hafa tekit af þeim óviljugum hvad er hann vildi, oc Ara vera hid mesta illmenni annad enn þann prest, oc hinn fiölkunnugasta mann- Árbækur Espólíns, V. HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.