Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Side 24

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Side 24
gleði, þegar hann sá húsbónda sinn, gat orðið honum hœttulegur. Vogun vinnur og vogun tapar, hugsaði Willie. Þess vegna opnaði hann hlið- ið og gekk óhræddur eftir stígnum að húsinu. Hundurinn kom strax þjótandi á móti honum. Þetta var stór, gulur hundur með stórt höfuð. Hann þefaði af Willie, en þegar hann rak trýnið í bera fætur hans, virt- ist hann missa áhuga fyrir honum — og leiðin lá opin fyrir njósnar- anum! Tuttugasti og níundi kapítuli. Heppnin var með drengnum að eldhúsdyrunum. En hann var ekki ánægður, þótt hann heyrði óm af mannamáli fyrir innan. Hann íhugaði, hvort hann kæmist ekki nær mönnunum. Hann hafði opnað dyr, þegar hon- um varð ljóst, að hann var að ganga í gildru, er gæti orðið honum hættu- leg. Á þessari stundu fannst drengn- um, að niður fljótsins léti hærra í eyrum en venjulega, rétt eins og um aðvörun væri að ræða. Hurðin lokaðist harkalega á eftir honum. Hann hrökk í kuðung og ætlaði að leggja á flótta, en allt í einuvarð hann svo máttlaus í hnján- um, að hann gat ekki hreyft sig. Hann hné upp að veggnum og dró þyngslalega andann. Hundurinn kom til hans og urraði lágt. Willie var svo lamaður af ótta, að hann veitti hundinum enga eftirtekt. Hann beið eilífðartima, en hann gat ekki heyrt neinn umgang. Honum var borgið! Og nú vék óttinn fyrir djarfri ákvörðun, eins og dreng á aldri Willies var eðlilegt. Hann ætlaði sér að heyra samtal mannanna, það gat verið þess virði, að á það væri hlýtt. Og honum virtist ætla að tak- ast það. Það logaði Ijós í gluggan- um á gafli hússins. Willie reis á fætur og gekk í áttina þangað. Hann hræddist ekki lengur hund- inn, heldur sparkáði í hann með berum fætinum. Kvikindið glefsaði út í loftið og laumaðist síðan í burtu. Willie var kominn í ágætt skap. Áður hafði hann verið eins og hér- inn, sem felur sig, en nú var hann hinn djarfi og brögðótti refur. Út um gluggann bárust til hans raddir mannanna, en hann heyrði ekki greinilega orðaskil, svo að hon- um datt í hug að klifra upp á þak- brún hússins. Það var ekki hægt að neita því, að hann var í hættulegri aðstöðu, þegar hann hafði komið sér fyr- ir á þakbrúninni, en þar heyrði hann hvert einasta orð, ef hann lá með eyrað við gluggapóstirin. Hann hafði rétt komið sér fyrir í þessari nýju stöðu, þegar hann heyrði Bent segja með rödd, sem hann þekkti tæplega. — Til þess að greiða víxlani, Jimmy, en með hníf í stað peninga! Það varð þögn, sem orkaði á Willie eins og hnífstunga. Ósjálfrátt horfði hann inn um gluggann, og hann sá, að Clifton hafði staðið upp af stóln- um og virtist vera dálítið ráð- villtur. Hann sá ekki andlit fórnardýrs- ins, en hann sá andlit Bents greini- lega og út úr því skein morðfýsnin. Willie minntist bardagans um nóttina, þegar Warren lét lífið. Hon- um virtist, að hér væri ennþá hrylli- legri atburður að ske. Hann þoldi ekki við lengur. Hann nötraði allur frá hvirfli til ilja. Hann var hræddur við að hreyfa sig, því að verið gat, að hann ylli hávaða, svo að villidýrið inni yrði vart við hann. Hann horfði í kringum sig, ákveð- inn í því að leggja á flótta. Óljóst sá hann móta fyrir grænmetisbeð- um í garðinum og hundinum, er var á verði, tortryggnari og ekki jafn hugaður og áður. Nú heyrði hann aftur greinilega niðinn frá Chumb- erfljótinu, sem rann um gjána hjá Wham, og frá næstu húsum heyrði hann mannamál — konuraddir, sem skáru sig úr og blönduðust öðrum röddum. Um þetta hugsaði drengurinn, þegar hann heyrði Clifton segja: — Þú leikur hlutverk þitt býsna vel, Chet. Það fer hrollur um mig. Ég held næstum því, að þú ætlir að myrða mig! Og hann hló. Hlátur hans var svo eðlilegur, að hann leit ósjálfrátt aft- ur inn um gluggann. Hann vonaði, að hér væri spaug á ferðum! En það var ekki því að heilsa! Um leið og hann sá andlit Bents, varð hann sannfærður um það, sem hann raunar vissi áður, að maður- inn hafði morð í huga! Og Clifton vissi það líka. Hlátur hans þagnaði skyndilega. Hann hélt annarri hendinni krepptri fyrir aft- an bak, og svo varð aftur hræðileg þögn. Svo hreytti Bent út úr sér: — Þú ert ekki heimskur, Jimmy. Þú veizt, að fyrst ég lét Destry sitja í stað- inn fyrir mig í fangelsinu, mun ég ekki hika við að ráða þig af dögum! — Þú veizt, að þú verður hengd- ur! sagði Clifton skjálfraddaður. — Vertu nú ekki með heimsku- læti, sagði Bent. Huggaðu þig ekki við það. Ég mun koma sökinni á Destry. Hnífurinn, sem ég drep þig með, mun finnast i skrokk þínum, og á skeftið er greinilega skorið „D“. Það leikur enginn vafi á því, að hundruð manna munu eigna Destry hnífinn. Þú veizt, að honum þykir vænt um hnífinn. Hann getur hitt með honum hluti í tuttugu skrefa fjarlægð. Nei, Jimmy! Destry verður kennt um morðið! — Þá mun Destry launa þér fyrir vikið! — Mér? Hann mun aldrei gruna mig. Destry er einn þessara duglegu og slungnu manna, sem gagnrýna aldrei vini sína. Hann er auðmjúk- ur við mig. Hann þekkir ýmsa bresti mína, en samt getur hann ekki lagt saman tvo og tvo. Destry er óheimsk- ur. Hann er bara of einlægur gagn- vart vini sínum, Chester Bent. Hann mun hugsa sem svo, að morðingi Jimmy Cliftons hafi stolið hnífnum, til þess að grunur félli á hann! Er þér þetta ljóst? Og þetta leiðir til þess, að næg ástæða er til að hengja Destry! Nú var komið að Bent að hlæja, og hann hló góða stund. Hann virt- ist ætla að njóta þessarar stundar sem lengst. Og hann hló og hló næst- um því hljóðlausum hlátri, unz Clif' ton tók aftur til máls. Það mátti sjá, að honum var brugðið. Willie sá fullorðinn karlmann breytast 1 hræddan hund. [60] HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.