Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 8
handavinna yrði það vel af hendi leyst, að hún fengi hrós fyrir, gat hún gifzt í tjald- búðunum og orðið húsmóðir á sínu heimili. Allt fram til þessa hafði hún verið kvíðinn uppmálaður. Hvernig skyldi það fara, ef hún félli fólkinu ekki í geð? Hjartað hamaðist í brjósti hennar af kvíða. Augu hennar voru orðin rauð og bólgin eft- ir svefnvana nætur, og hún fór aldrei út, því að vinkon- urnar sáu hana aldrei í friði. Allar hirðingjastúlkur, sem þreytt höfðu prófið, höfðu til þessa fengið hrós fyrir vinnu sína, og þeim hafði tekizt að falla fólkinu í geð. Það var ekki hægt að hafa áhrif á hirð- ingjana. Þeir héldu fast við gamlar venjur, og þeir mundu aldrei kvænast stúlku, sem ekki lyki prófi sínu með sóma. 1 bréfi, sem hún hafði ný- lega fengið frá unnusta sín- um, stóð, að hann hefði hugs- að sér að skreppa til tjald- búðanna í vikunni. Hvað skyldi hún geta sagt honum? Hvernig átti hún að geta lit- ið í augun á honum? Þetta voru spurningar, sem hún braut heilann um í sífellu, svo að hún gat hreint og beint ekki sofið. Snemma um morguninn, meðan allir voru enn í svefni, bar hún suðukatla sína út á auða torgið í miðjum tjald- búðunum. Hún bar þangað eldivið og kveikti upp eld undir kötlunum. Því næst tók hún einnig að sækja vatn nið- ur í lækinn. Hirðingjarnir komu á fætur, hver á eftir annan, og hurfu út í bithag- ana uppi í fjöllunum eða niðri í dalnum. Það varð næstum því enginn eftir í tjaldbúðun- um. Nú tók Neslihan katla sína af eldinum og jós saffr- anshrísgrjónum á stóra diska. En nokkrir pottar, sem kraum- aði í, voru enn eftir. Neslihan hljóp fram og aftur milli suðukatla sinna, svo að svit- inn bogaði af henni, og annað veifið hugði hún að pottunum. Hún sótti vatn einu sinni enn. Þá laumaðist allt í einu maður fram úr skógarkjarr- inu. Hann kippti til sín eldi- bröndunum undan pottunum og fleygði þeim út í kjarrið og þurrt grasið. Þegar hann hafði skimað flóttalega í kringum sig, smaug hann aft- ur inn í skóginn eins og orm- ur. Þegar stúlkan kom aftur með vatnið, sá hún, að eldur var farinn að blossa upp milli grenitrjánna, og hún botnaði ekkert í, hvað skeð hefði. Hún tók að hlaupa fram og aftur. Hirðingjarnir komu líka hlaup- andi, þegar þeir heyrðu hróp hennar. Þeim tókst með ær- inni fyrirhöfn að slökkva eldinn. Meðan á því stóð hafði aska hulið suðukatla og diska Neslihans, og það var komið sót í rétti þá, sem hún hafði matbúið. Smám saman fór að bera á áhrifum þeim, sem þetta hafði valdið í tjaldbúðunum. Það lá nærri, að hún kveikti í fjall- inu og sjálfum tjaldbúðunum, þessi stelpa! Hún virðist vilja giftast, þótt hún hafi enn ekki lært að vinna húsmóðurstörf og kveikja upp eld! Unnusti hennar kemur heim aftur á morgun eða hinn daginn. Hvers konar svip skyldi hann setja upp? Hvað haldið þið, að hann muni segja? Þegar eldurinn hafði verið slökktur, hafði Neslihan hald- ið örmagna beint heim í tjald sitt og lokað sig þar inni, án þess að fást til að skipta orð- um við nokkurn mann. For- eldrar hennar biðu lengi, skammt frá höfðalagi hennar. Þau hafði langað til að tala við hana, spyrja hana nánar um þetta. En stúlkan leit ekki upp. Hún lá stöðugt með and- litið þrýst niður í jörðina og snökti án afláts. Næsta morgun fóru foreldr- arnir snemma á fætur. En samt fundu þau stúlkuna ekki úti í tjaldhorninu, þar sem þau höfðu skilið við hana. Þá [44] tóku þau að hlaupa um eins og þau væru örvita og leita í tjaldbúðunum. Þá nótt hafði Neslihan leg' ið lengi og hugsað, og þegar fyrir sólarupprás, er tunglið var enn hátt á lofti, hafði hún haldið burtu. Hún ætlaði tii föðursystur sinnar í Tajatdji' tjaldbúðunum við Karadere og hugðist búa þar framvegiS’ Hirðingjarnir voru áhyggju' fullir. Hvert gat stúlkan hafa farið? Hugsa sér, ef hún hefði lent í höndum stigamannsin® Husein, ef gráðugir úlfarmr hefðu rifið hana sundur . • ; Menn voru sendir ríðand' burtu eftir hverri götu. Leit var hafin upp í fjöllin og nið' ur í dalina. Snemma um morguninn, e/ Neslihan var á ferð sinni eft'r fjallveginum, kom hún auga á eld niðri í Kastenalikdaln' um. Þar eð hún hélt, að eld' ur hefði orðið laus, flýtti hún sér þangað. Og hvað sá hún- Nýkveikt bál, rétt hjá Þvl stuttan jakka, sem var slitinn mjög og tötralegur, tóbakspuní og bakpoka . . . Neslihan varo allt í einu gersamlega magn' þrota. Hvar hafði hún lent- Hvaða gildra var það, sen1 hún hafði látið lokka sig inu í?. Hver var það, sem hafð' kveikt bál þarna ? Gat Þa verið, að það væri Husein> flakkarinn? Þetta var jakkin11 hans. Hún leit í kringum siS' Síðan gekk hún nær með var úð og tók byssuna, sem hék uppi í grenitré. í sömu svu um heyrði hún hósta neða11 úr dalnum, síðan þjóðvísu-- „Niður í dalinn fór ég (( til fundar við þá • • '■ Unga stúlkan leit niður 1 dalinn, með byssuna í Þen inni, og gáði að með varu ’ hvort hún sæi nokkurn. Þin. hver var á leiðinni upp ®rt og girti sig um leið belti sínu Það var hann, flakkarinn • • Nú hóf hann að syngja þjóðvísu: HEIMILISBLAPiP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.