Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Blaðsíða 15
^agnús Jóhannsson Nábí tur j)að var fjárans ruglingur 1 rÖstinni. Báturinn hjó og ®tampaðist, og það sauð á keipum. Á fremstu þóftunni sat gam- k maður, kinnfiskasoginn og . Vrkingslegur. Hann var bog- í herðum, brjóstið innfall- . • Hann krimpaði sig ónota- all ^ga í herðunum, læsti sina- erUm höndum um þóftuna kingdi munnvatninu. Aug- Jj11 voru. stór og gljáandi, Varmarnir rauðir og votir. ' Sjóveikur, gamli minn? Sj)arði ég. i Ég er með nábít, fæ aPn alltaf, þegar ég kem á Sje> sagði hann. Andlitið var bleikt eins og ®ainalt fílabein. ^ ' Það er ekkert gaman að °Pum, bölvuðum, sagði ég Sainúðarfullur. Nei, hann er slæmur. . ^nturinn reið á öldu, þaut °an áfram eins og hundgrey, ^IM ILISBLAÐIÐ sem fengið hefur spark í aft- urendann. Gamli maðurinn bliknaði, tók fyrir munninn og kúg- aðist. — Allt í lagi( lagsi, sagði ég, láttu það bara gossa nið- ur í bælið, það þvagnar burtu. En hann var engin kreyma. Ég sá syrjuna gegnum greip- ar hans, ógeðslega, hálfmelta stöppu. Mér er ekki klígju- gjarnt, en ég sneri mér undan. Þegar ég leit til hans aftur, flögraði ofurlítill bleikfölur roði um kinnbein hans, og næstum þjáningarfullt bros lék um blóðvana varirnar. — Ertu að lagast? spurðiég. — Já, sagði hann, ég er ólíkt skárri. — Þetta fer nú að styttast. Þegar við komumst norður úr rastarbandinu, tekur við slétt- ari sjór, sagði ég hughreyst- andi. [51] — Höfum við strauminn með okkur? spurði hann. — Nei, það er hörkumót- fall, sagði ég. Svo varð löng þögn. — Ég var fyrir sunnan, sagði hann, er hann hafði starað lengi í gaupnir sér. — Svo þú hefur verið að spóka þig í borginni, sagði ég. — Ég sá nú lítið af þessari blessaðri dýrð, lá á sjúkrahúsi þennan tíma. Þeir skáru mig upp. — Var það botnlanginn? spurði ég. — Gallsteinar, sagði bless- aður doktorinn okkar. Þeir lýstu mig allan í gegn þarna á sjúkrahúsinu, spurðu mig í þaula, og maður var þarna eins og fangi undiryfirheyrslu, sagði hann. — Og hvað fundu þeir svo að þér? spurði ég. — En þetta, sem allir mið- aldra menn deyja orðið úr. Þeir gerðu víst lítið annað en að skoða innan í mig, sagði hann. Það varð þögn langa stund. Báturinn var kominn norð- ur úr röstinni. Framundan var spegilsléttur, sólroðinn sjór, að baki kraumandi straumiða. — Ójá, maður hefur nú lif- að sitt fegursta og sitthvað drifið á dagana, bæði illt og gott, sagði gamli maðurirín upp úr eins manns hljóði. En alltaf er það samt lífslöngun- in, sem knýr á dyrnar. — Já, það vilja víst flestir lifa, sagði ég. — Ég hræðist ekki dauð- ann, hversu ægilegur og sárs- aukafullur, sem hann kann að vera. Mér er ekkert að van- búnaði, hvað sálarheill snert- ir. En það er konan, hún á engan að eftir minn dag. Hver tekur við gamalli konu, út- jaskaðri og beygðri?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.