Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Síða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Síða 22
on. Góður varasjóður — ég verð að viðurkenna, að þú ert fjár- sterkari og hyggnari en ég hélt, gamli vinur! — Þú hélzt, að ég væri einn þessara óreiðugosa á fjármálasvið- inu, eða hvað ? — Það er ekki rétt, ég hef alltaf borið virðingu fyrir hyggindum þín- um, en . . . — En hvað? — Cæsar var metnaðargjarn, sagði Clifton og brosti að hnyttin- yrði sínu. Að eyrum þeirra barst lágt hljóð, og Bent sneri sér snögglega við. — Hvað er þetta ? spurði hann. Eru þeir komnir ? Eru þeir komnir ? Clifton varð undrandi yfir ör- væntingarhreimnum, er heyra mátti í rödd vinar hans. — Þeir? Mennirnir fimm, áttu við? Nei, þeir koma ekki strax. En þeir koma. Þetta var vindurinn, sem hrikti til ytri eldhúshurðinni, held ég. Hann stendur af þeirri áttinni núna. Bent sneri sér við aftur og dró andann léttar. — Guði sé lof! sagði hann. — Hvað er að, Chet? — Ég hélt, að ég yrði ónáðaður, sagði Bent. En þegar ég sé, að svo er ekki, muntu sjálfskgt hafa gam- an af að frétta af varasjóðnum mínum ? — Það þætti mér auðvitað gam- an. Nokkur góð skuldabréf, geri ég ráð fyrir ? Eða önnur verðmikil bréf ? Það er slíkur varasjóður, sem maður á að eiga! — Já, en minn varasjóður er annars konar. > — Hvernig má það vera? — Traust hægri hönd! sagði Bent brosandi. Clifton hleypti brúnum. Svo hrökk hann við. Það fór um hann beygur. — Traust hægri hönd? endurtók hann spyrjandi. — Einmitt, traust hægri hönd. — Og hvað í henni? — Ekki eyrir, Jimmy. — Ekki það ? — Nei, heldur marghleypa eða hnífur! Clifton horfði skelfdur á Bent og reyndi að ráða hugsanir hans, én það var ekki um að villast, hvað hann meinti. Clifton stirðnaði allur. Augu hans lýstu hræðslu, og brosið hvarf af vörum hans og varð að grettu. Jimmy Clifton var enginn am- lóði. Það voru fáir menn honum hugrakkari í Wham. En hann sat eins og steingerfingur, þegar hann heyrði Bent segja: — Fyrir sex árum voru horfur á, að ég yrði handtekinn fyrir lítils háttar þjófnað, og þá ákvað ég að verða reglulegur þjófur. Þess vegna rændi ég hraðlestina — sem vesalings Destry sat í fangelsinu fyrir. Clifton brosti veiklulega. — Ég tek þetta eins og hvert annað spaug, sagði hann. — Það er ekkert spaug. Það er ein af ástæðunum fyrir því, að ég hata Destry. Ég geri ráð fyrir, að það sé af því að ég gerði á hluta hans, eins og skáldið segir. 0, nei, ég er ekki að spauga við þig í kvöld, Jimmy! — Ertu ekki að því? — Nei! Clifton stóð hægt upp af stólnum. Hann horfði ósjálfrátt á vegg- inn, en þar héngu mörg vopn. Bent sá, að maðurinn var ósjálfbjarga í höndum hans. — En hvers vegna í ósköpunum ertu kominn hingað, Chet? — Til þess að greiða víxlana, Jimmy, en með hníf í stað peninga! Tuttugasti og áttundi kapítuli. að er nauðsynlegt að snúa aft- ur til Willies litla Thornton, þegar hann hélt að húsi Bents fyrr um daginn og stóð að lokum fullur hrifningar fyrir framan það. Þetta var stærsta og fallegasta húsið, sem hann hafði nokkru sinni séð. Á húsinu voru tveir turnar, og Willie hugsaði með sjálfum sér, að þetta væri dásamlegur staður fyrir prinsessur að búa í á daginn en uglur á næturnar. Þegar hann var kominn inn um hliðið, og það hafði lokazt á eftir honum, fannst honum eins og hann væri kom- inn inn i ævintýralandið. [58] Hann kom sér ekki almennilega að því að berja á aðaldyrnar með dyrahamrinum. Hann mátti til með að stanza á tröppunum og horfa niður á götuna, þar sem lest múl- dýra var að hverfa í rykskýi. Ryk- skýin, múldýrin og verzlunarskilt- in þekkti Willie frá fornu fari. Hrifning hans dvínaði, og hann barði að dyrum. Svertingjakona kom til dyra. Hún gaf honum til kynna, að tötra- legir betlarar væru hér óvelkomnir gestir. Hann varð svo undrandi, að hann hafði næstum því gleymt seðlinum. En þá fann hann fyrir honum í hendinni. Hann sýndi seðilinn, og það hafði furðuleg áhrif! Að vísu fékk hann ekki að ganga inn um aðal- dyrnar, en eldabuskan kom út og fylgdi honum að bakdyrunum. Honum var skipað að þvo sér, en síðan fékk hann alls kyns krés- ir við eldhúsborðið. Slikan mat hafði hann aldrei borðað áður. Flesk, maísbrauð með smjöri og eggjum og stórt mjólk- urglas. En þetta var aðeins byrj- unin. Á eftir kom eplakaka, er aðeins hafði verið skorin af ein sneið. Hann tók hikandi eina sneið af kökunni. — Fáðu þér bara eins og þú vilt, sagði eldabuskan. Hann gerði það. Með meiri mjólk tókst honum að láta alla kökuna hverfa. Hann hafði dálítið slæma samvizku, en hann var líka ham- ingjusamur! Brátt varð hann syfjaður, og eldabuskan fylgdi honum upp stiga og inn í lítið kvistherbergi. Hann varð glaðvakandi á meðan hún sagði: — Þetta herbergi er við hliðina á því, sem Destry gistir í> vinur minn, ef þú hefur einhvern- tíma heyrt talað um þann mann! Bjó Destry þar! — Farðu nú að sofa! sagði hún skipandi. Og um leið og hann lagðist út af í dásamlega mjúk rúmfötin, lok- uðust augu hans sjálfkrafa eins og á brúðu. Hann var með hjartslátt af eftirvæntingu og hamingju, þeg' ar honum varð hugsað til þesS’ HEIMILISBLAÐÍ*)

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.