Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 12
einmitt í sama bili, að annar hafði rangt við, greip Fadil tækifærið til að vekja athygli á sér. Hann bauð manni þeim, sem hann hafði fyrst ávarpað, rýting sinn, til þess að flýta fyrir endalokum deilunnar og um leið til að beina athygli mannsins að sér. En þótt Fadil væri of seinn á sér með sitt góða boð, því að ljósmynd- ararnir brugðu báðir hnífum sínum í sömu svipan, varð tilboðið þó ekki með öllu áhrifa- laust, því að það leiddi huga hinna bráðlyndu ljósmjmdara frá þrætunni og að nýjum við- horfum, því að nú kepptust þeir um það, hver í kapp við annan, að tryggja sér viðskipti Bedú- ínans. Einn þeirra þreif í handlegg hans, annar í höfuðbúnað hans og sá þriðji meira að segja í fótinn, og svo drógu þeir hann í áttina til myndavéla sinna. „Sjötíu gurusch," öskraði sá fyrsti, ,,og það er sértilboð fyrir þig einan, elsku bróðir minn!“ En næsti maður bauð undir eins lægra, og þannig gekk það, þangað til Fadil lenti að lokum í höndum manns eins með kol- svart yfirskegg, sem lýsti sig fúsan til að taka myndina fyrir fimmtíu ,,gurusch“. Hinir litu á Bedúínann með fyrirlitningu og sneru síðan aftur að spili sínu. Irakbúinn lét fórnarlamb sitt setjast á tóman steinolíubrúsa, er hann hafði gengið úr skugga um afstöðu sólarinnar, eins og fagmanni sómdi, og sagði síðan: „Hát massári." (Fáðu mér pen- ingana). Fadil fannst þessi krafa í meira lagi ósanngjörn, þar sem engin vitni voru viðstödd, en hins vegar vildi hann ekki egna þennan mann, sem virtist helzt hafa einhverja nasasjón af göldrum, upp á móti sér. Hann spurði þess vegna, hvort myndin mundi verða lík sér. írak- búinn skreið út undan svarta dúknum, sem hann hafði breitt yfir höfuð sér og aftari hluta hins geysistóra, rauða kassa og glápti agndofa á Bedúínann. „Lík þér?“ æpti hann að lokum. „Hún verður líkari þér en þú ert sjálfur, úr- kynjaði, egypzki jötunuxi!" Fadil var nú mest um það hugað að fá írakbúann til að gleyma því, að hann hafði enn ekki greitt umsamda peningaupphæð, svo að hann spurði strax aft- ur: „Og heldurðu, að embættismaðurinn þekki mig á myndinni?" Hinn maðurinn hló fyrirlit- lega. „Dettur þér í hug, að embættismaðurinn fari að líta á þig? Það er mikilvægast að við tökum af þér þessa mynd, því að við erum nærri því eins ómissandi og embættismennirnir þarna inni. Sittu nú kyrr og hreyfðu þig ekkh studdu höndunum á hnén og horfðu beint a kassann.“ Fadil fann, að nú var komið að alvörunni 1 málinu. Og alltaf, þegar alvöru bar að hön um, datt honum eitthvað í hug, sem alls ekk1 átti við þá stundina, og þannig fór líka í Þet^ sinn. Honum datt í hug, að ekki væri miki vandi fyrir einhvern þjófinn að stela úlfalda11^ um sínum, meðan hann sneri í hann bakm • Umhugsunin bar hann alveg ofurliði, svo 3 hann stökk á fætur á sama augnabliki og Irak búinn opnaði fyrir ljósop myndavélarinnar- „Andskotinn tæti þig í sundur!" öskraði lj°s myndarinn, sem ættaður var alla leið austan úr menningarleysinu í Kúrdistan, og um öskraði Fadil: „Ó, úlfaldinn minn!“ „Tæti hann líka í sundur úlfaldann þinn’ geitarsonurinn þinn! Sérðu ekki, að þú hefu eyðilagt myndina?“ „Myndina?" spurði Bedúíninn undraud^ „Var hún tilbúin, eftir svona stutta stund- Hann einblmdi tortrygginn á myndavélina’ gekk hringinn í kring um hana, snerti hana var lega með vísifingri og spurði síðan hálf dt^a sleginn: „Heldurðu, að ég hafi móðgað an kassans?“ Irakbúinn virti hann ekki svars, heldur þre til hans og keyrði hann aftur niður í sætið u leið og hann sagði: „Ef þú hreyfir þig aftur. það þótt heimsendir kæmi á meðan, kem^ andi þjótandi út úr kassanum og kreistir tóruna út úr skrokknum á þér.“ Pilturinn varð dauðhræddur, greip höndun^ um um hálsinn og hélt þeim þar, þangað ^ ljósmyndarinn reif þær niður og öskra ,Reyndu að vera kyrr, siðmenningarspiH11"*11^ þinn! Þú heldur kannske, að mig langi tU & missa af spilinu í heilan klukkutíma þín vegn3' Þá opnaði hann fyrir Ijósop vélarinnar, 1 ^ upp að þremur, og það hélt Bedúíninn auðvh3 ^ að væru andasæringar, lokaði síðan aftur fyr ir ljósopið og sagði: „Hát mássari!“ Fadil var nú orðinn svo hræddur, að han þorði ekki fyrir sitt litla líf að hreyfa efri hlu HEIMILISBLAÐIÐ 100

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.