Heimilisblaðið - 01.05.1956, Síða 23
Guy de Maupassant
K 0 N IJ Æ V I
Framhaldssaga
IX.
Þegar Jenný hafði náð sér eftir barnsburð-
urðu hjónin ásátt um að endurgjalda de
°Urville-hjónunum heimsókn þeirra og einnig
a heilsa upp á Coutelier markgreifa.
^ ^Julien hafði keypt einekisvagn á uppboði
g. ^ess að þau gætu ekið út tvisvar í mánuði.
. ^artan desemberdag var svo haldið af stað
vagninum. Þegar þau höfðu ekið í nokkrar
ukkustundir um normönsku slétturnar, komu
au niður í lítið dalverpi með ræktuðu undir-
eudi og skógiklæddum hlíðum.
. ,^ar sem ökrunum sleppti, tók við engi og
. an flój með stórgerðu sefi, sem á þessum
var þurrt, en löng blöðin bærðust fyr-
Vlndinum eins og gulir vimplar.
j 1 einu var kröpp beygja á dalnum og
j. ■l0s kom höllin la Vrillette. Múrar hennar
aSu upp að skóginum og niður í dalinn og
, UP klíðarnar hinum megin, þar sem gaf að líta
avaxin furutré.
au fóru yfjr fornfálega vindubrú og í gegn-
Vq1 skrautlegt hlið frá dögum Lúðvíks 13. Nú
k bau komin inn í hallargarðinn og við
b' p11 hin glæsta aðalbygging með silfur-
0 tum turnum á báða vegu.
einU lSn útskýrði fyrir Jenný húsaskipunina,
s s °g hann væri þeim málum gagnkunnugur,
111 bann reyndar var.
ySjáðu bara hliðið,“ sagði hann, „það er
j0*‘fílaBsilegt, finnst þér það ekki? Framhlið
tr- arinnar vísar út að garðinum og þar eru
^ °PPur, sem liggja niður að vatninu, og við
sta þrepið eru fjórir bátar, tveir handa
tJ1 1 anum og tveir handa greifafrúnni. Þarna
a .ægri, þar sem þú sérð röð aspartrjáa, er
e].SU’. Sem rennur til sjávar hjá Fécamp. Þar
g Sjjort> óræktað land og það er mesta ánægja
a ,1 ans að fara þangað á veiðar. Þetta er sann-
egt höfðingjasetur.“
ðaldyrnar voru opnaðar. Hin föla greifa-
frú kom brosandi á móti gestunum. Hún var
klædd slóðakjól, eins og kastalafrú frá mið-
öldum. Hún líktist sannarlega einni af þess-
um ævintýraverum, sem eru skápaðar til þess
að drottna í greifahöllum.
I dagstofunni voru átta gluggar. Fjórir þeirra
sneru niður að vatninu og hinir að myrkum
barrskóginum, sem teygði sig upp hlíðina á
móti. Dökkt barrið setti alvarlegan og þung-
lyndislegan blæ á garðinn. Þegar stormurinn
þaut yfir landið og hrikti til trjánum, bárust
frá þeim stunur, er virtust koma utan úr fenj-
unum.
Greifafrúin tók utan um báðar hendur Jenn-
ýar, eins og hún væri æskuvinkona hennar.
Því næst bauð hún henni sæti og settist sjálf
á lágan stól við hlið hennar. Julien lék á als-
oddi. Hann brosti kumpánlega og hélt uppi
skemmtilegum viðræðum. Á síðustu fimm mán-
uðum hafði hann endurheimt glæsimennsku
sína.
Greifafrúin og Julien fóru að ræða um út-
reiðar þeirra. Skoti var hleypt af skammt frá
gluggunum. Jenný hrökk í kút og rak upp óp.
Það var greifinn að skjóta sefönd.
Kona hans kallaði á hann. Það heyrðist ára-
glamur, bátur lagðist að landi, og svo kom
greifinn í ljós. Hann var í háum stígvélum og
rennandi votur hundur elti hann. Hundurinn
var rauður á hár, eins og húsbóndi hans. Hann
lagðist á teppi fyrir framan dyrnar.
Greifinn virtist ekki eins óframfærinn á
heimili sínu, eins og þar sem hann var gest-
komandi. Honum þótti vænt um að sjá gest-
ina. Hann sagði þjóninum að bæta meira brenni
á eldinn og bera fram létt vín og kökur.
„Þið megið til með að borða hjá okkur mið-
degisverð,“ mælti hann.
Jenný, sem hafði allan hugann við barnið, af-
þakkaði boðið. En greifinn endurtók boðið.
Hún reyndi að. streitast á móti, en þá varð
henni litið á Julien og sá, að hann mundi ekk-
ert hafa á móti því að þiggja það. Hún var
hrædd um, að Julien kæmist í afleitt skap, ef
hún léti ekki undan. En á það vildi hún ekki
hætta. Hún féllst því á það að vera kyrr, enda
þótt hún sæi þá ekki Pál litla fyrr en daginn
eftir.
Síðari hluti dagsins var dásamlegur. Fyrst
fóru þau að sjá uppspretturnar. Hjá mosagrón-
um kletti spratt fram tært bergvatn. Þau fóru
í róðrarferð um langa, þrönga skurði, er lágu
111
HEIMILISBLAÐIÐ