Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 26

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 26
en áður til Asparlundar, hló og gerði að gamni sínu og kyssti Jenný viðkvæmnislega. Hún virt- ist búa yfir dularfullum töfrum. Maður hennar fylgdi henni með augunum, hvert sem hún fór. Aðdáun hans leyndi sér ekki. 1 hrifningu sinni reyndi hann að koma við hönd hennar eða kjól, þegar hann sá sér færi á. Kvöld nokkurt sagði hann við Jenný: „Nú erum við hamingjusöm. Gilberte hefur aldrei verið eins elskuleg. Hún er aldrei framar í slæmu skapi eða duttlungafull. Ég veit, að hún elskar mig. Ég er ekki í vafa lengur.“ Julien virtist líka orðinn breyttur. Hann var glaðlegri, ekki eins uppstökkur og áður. Það var eins og vinátta þessara fjölskyldna hefði fært þeim frið og gleði. Vorið var líka óvenju snemma á ferðinni og hlýtt. Það var sólskin frá morgni til kvölds. Allur gróður dafnaði og óx. Þetta virtist ætla að verða óvenju gróskumikið og hagstætt sumar. Jenný varð hrærð við að sjá nýjan gróð- urinn skjóta hvarvetna upp kolli. Stundum féll hún í angurværa leiðslu, þegar hún kom auga á lítið, fallegt blóm. Viðkvæmar minningar frá fyrstu dögum ást- ar hennar og Juliens komu fram í huga henn- ar. Ást hennar til Juliens var dauð með öllu, hún gat ekki vaknað á ný. En hugur hennar var næmur fyrir töfrum vorsins, blíðum and- varanum og fegurð og angan blómanna. Hún vildi helzt vera ein. Henni féll vel að sitja í sólskininu og láta hugann reika um óska- heima. Morgunn einn, þegar hún sat þannig og lét sig dreyma, sá hún fyrir sér í huganum skógar- lundinn, þar sem líkami hennar hafði fyrst skolfið við hlið unga mannsins, sem þá hafði verið ástfanginn af henni. Hann hafði játað henni ást sína. Og hún hafði staðið í þeirri trú, að framtíðardraumurinn mikli væri að rætast. Hana langaði allt í einu til þess að fara pila- grímsgöngu til þessa staðar, rétt eins og það hefði einhverja þýðingu í lífi hennar, úr því sem komið var. Julien hafði farið snemma að heiman um morguninn. Hún vissi ekki hvert hann ætlaði. Hún lét þess vegna söðla sér hest og reið af stað. Það var stafalogn og bærðist ekki laufblað. Náttúran virtist liggja í dvala. Jafnvel skor- dýrin blunduðu. Hesturinn tölti í rólegheitum með Jenný> sem sveif í draumheimum. Annað veifið leif hún upp í loftið og virti fyrir sér agnarlíti , hvítt ský, sem var ekki stærra en bómullar hnoðri. Það sveif í himinblámanum, eitt °S yfirgefið. til að Svo reið hún niður í dalinn, sem liggur sjávar, á milli stórra klettaborga. Án þess ^ veita því athygli, kom hún að skóginum. LaU^ trjánna var ennþá ekki fullþroskað, svo a sólargeislarnir komust auðveldlega í gegnUlU það. Hún leitaði að gamla staðnum, en fann hann ekki, enda þótt hún færi um afskekktar götur- Allt í einu kom hún auga á tvo reiðhest® hjá rjóðri einu. Þeir voru bundnir við tré. Hun þekkti þá strax. Það voru hestar Gilberte °S Juliens. Henni var farin að leiðast einveran> svo að henni þótti vænt um þessa óvaent11 fundi og hvatti hest sinn úr sporunum. Þegar hún kom að hestunum, sá hún Þal engan mann. Hestarnir stóðu þolinmóðir biðu, eins og þeir væru þessu vanir. Hun að kalla, en fékk ekkert svar. , Kvenhanzki og tvær svipur lágu í grasinu. Þau höfðu sýnilega setið hér, en genl? ið burtu og skilið hestana eftir. Jenný beið í stundarfjórðung. Hún var un r andi og skildi ekki, hvað þau gætu haft ^ýrl stafni. Hún stóð hreyfingarlaus upp við tre Tveir smáfuglar flugu þétt hjá henni. Anna^ hoppaði umhverfis hinn, baðaði út vængJ1111 um og kvakaði. Allt í einu settust þeir blíðH^9 þétt hvor upp að öðrum. Jenný virti þá fyrir sér. Henni var unCl . lega innabrjósts. En svo tautaði hún við sj sig: „Það er satt, það er vor.“ , önnur hugsun fór um huga hennar. horfði aftur á hanzkann, svipurnar og hest, sem skildir höfðu verið eftir. Hún flýtti ser^ bak hesti sínum. Hana langaði mest til a^ 1 ” , sér eins og hún framast gat — flýja langt, la í burtu. Hesturinn fór á stökki heim til Asparlun.^ ar. Hugur hennar starfaði látlaust. Hver stóð á því, að hún hafði ekki fyrr getið sér ^ um hið rétta í málinu? Hvernig stóð á þvl’ hún hafði verið svona blind? Var ekki aU^ ljóst af hverju Julien hafði endurheimt S1 fyrri glæsibrag og var oft í góðu skapi? ~ Nú minntist hún líka taugaveiklunar gre frúarinnar, skapofsa hennar og þeirrar n áHa HEIMILISBLAÐIÐ 114

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.