Heimilisblaðið - 01.05.1956, Qupperneq 38
Húsráð.
Þurra gerafganga má nota sem
blómaáburð. L'eysið gerið upp í
vatni og vökvið blómin hóflega með
upplausninni.
—o—
Ef egg brotnar í pottinum, meðan
verið er að sjóða það, er gott að
láta ónotaða eldspýtu niður í pott-
inn. Brennisteinninn kemur í veg
fyrir, að hvítan renni út úr egginu.
Sé mikið vatn í pottinum, verður að
láta fleiri en eina eldspýtu í hann.
í litlum eggjum er rauðan hlut-
fallslega stærri en í hinum stóru.
Þar sem rauðan hefur miklu meira
næringargildi en hvítan, borgar sig
betur að kaupa smá egg heldur en
stór.
Ef sneiða þarf eggin niður heit,
verða sneiðarnar fallegri, ef hnífur-
inn er hitaður fyrst.
Lauk er miklu auðveldara að af-
hýða, ef fyrst er helt yfir hann sjóð-
andi vatni.
Hveitijafningi hættir ekki eins við
að hlaupa í kekki, ef örlitlu salti er
stráð í hann, um leið og byrjað er
að hræra í honum.
Fljótlegast er að sjóða sagógrjón
með því að hella yfir þau köldu
vatni, þegar þau hafa soðið í 5 mín-
útur. Þannig er einnig hægt að
stytta suðutíma hrísgrjónagrautar- 1
ins. Þá skal aðeins hella út á grjón-
in helmingnum af mjólkinni, láta
sjóða í 5 mínútur og hella svo sam-
an við afganginum af mjólkinni. Sé
þannig farið að, þurfa grjónin ekki
nema 20 mínútna suðu. alls.
Ef hrísgrjónagrauturinn skyldi
brenna við, er hægt að eyða bruna-
bragðinu með því að sjóða sneið
af hráum lauk í honum, en þó að-
eins augnablik.
Ava Gardner.
Hér er mynd af amerísku kvik-
myndaleikkonunni, Ava Gardner. —
Hún veit, hvernig hún á að sitja
fyrir til þess að vekja athygli karl-
mannanna.
Sé silfurborðbúnaður með mikl-
um skreytingum og flúri, er bezt að
fægja hann með sítrónu, sem difið
hefur verið niður í ösku.
Brúnu kalksteinsblettunum undir
vatnskrönum í baðkerum og hand-
laugum er bezt að ná af með edik-
sýru.
Hvítum baugum er bezt að ná af
póleruðum húsgögnum með því að
strá á þá vindla eða vindlingaösku
og núa þá síðan með rökum klút.
Hafi gljáinn farið af póleruðum
húsgögnum vegna kulda eða raka,
er bezt að strjúka þau með mjúk-
um klút, vættum í tréspíritus. Eftir
hálftíma má pólera þau. Á þann
hátt má fá fallegan gljáa á þau
aftur.
Póleruð húsgögn er bezt að fægja
með dálitlu af ediki og síðan með
olífuolíu.
F jallgöngumenn.
ísak hafði opnað nýja verZ ^grn
þorpinu. Viðskiptin gengu í
bezt, og einn morguninn stóð 5 ^
búðardyrunum og horfði hníp'n
á fáförula götuna. , .rll-
Lítil stúlka kom þá fyrir hnS
ið og nam hikandi staðar fyr'* r
an hann með bögglaðan Pun
í hendinni. Bros færðist jafns
yfir andlitið á ísak. ,an.
„Heyrðu," sagði litla stu ^
„Skuldar hún mamma Þer
pund?“ .ver
„Já,“ sagði ísak. „En e
á þig, væna mín?“
HEIMILISBL AÐIÐ
126