Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 2
SKUGGSJÁ Kumkum kallast lítill, rauður eða jafnvel svartur blettur, sem indverskar konur bera oft á miðju enninu. Hann er ekki, eins og margir halda, merki um þjóðfélagsstétt konunnar, heldur er hann ætl- aður til að auka á fegurð hennar og yndisþokka. Upphaflega var hann aðeins notaður í veizlum eða við hátíðleg tækifæri, en nú á tímum bera margar konur hann daglega. Koutoubia-byggingin í Marrakesh í Norður-Afríku er einn þeirra staða, þar sem prestar Múhameðs- trúarmanna kalla menn til bæna á hinum fast- ákveðnu bænastundum, en frá turni þeirrar bygg- ingar fá samt ekki aðrir en blindir prestar að kalla til bæna. Ástæðan til þess er sú, að byggingin er • miklu hærri en öll önnur hús í borginni, svo að sjáandi prestur mundi auðveldlega sjá þaðan inn í fjölmörg kvennabúr. Bílstjóri einn stöðvaði bíl sinn fyrir framím lög- reglustöðina í Róm, gekk þangað inn og tilkynnti, áð stolið hefði verið kjöti, sem hann hefði geymt í aftursæti bílsins. Þegar hann kom út aftur, var búið að stela bílnum. Samkvæmt óskum kvenfélaga í Englandi hefur enska þingið numið úr gildi 200 ára gömul lög, sem bönnuðu eiginmönnum að berja eiginkonur sínar frá kl. 9 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Sé rök- rétt á málið litið, virðist því eiginmönnunum þar vera heimilt að leggja líkamlegar refsingar á kon- ur sínar hvenær sem er á sólarhringnum! ,,Þetta veldur mér meiri sársauka en þér,“ sagði faðir einn í Árósum nýlega við son sinn, er hann tók hann á hné sér til hýðingar. Hann hafði rétt fyrir sér. Þegar hann lyfti hendinni til athafna, gekk hann nefnilega úr axlarliðnum. Enski hljómsveitarstjórinn Thomas Beecham sagði eitt sinn í blaðaviðtali, að hann vildi ekki hafa konur í hljómsveit sinni. ,,Ef þær eru fallegar," sagði hann, „trufla þær hljóðfæraleikara mína, en ef þær eru ljótar, trufla þær mig.“ Fyrir dómstólana koma margar furðulegar skaða- bótakröfur. Maður einn í Birmingham fékk 130.000 króna skaðabætur vegna varanlegra afleiðinga af meiðslum. sem hann hlaut í umferðarslysi. Kröfu sína byggði hann á því, að hann hefði misst alla tilfinningu í efri vörinni við slysið, svo að hann hefði ekki lengur fulla unun af því, að kona hans byði honum góðan daginn með kossi. Italskt blað, sem gefið er út í London, fékk ný- lega svohljóðandi símskeyti: — Róm, föstudag, kl. 19.02. Ljónatemjarinn Antoni Guisuppi í sirkusn- um, sem hér er, stingur á hverju kvöldi höfðinu upp í stórt karlljón. í kvöld lokaði ljónið skyndilega kjaftinum. I Huntingdon í Englandi starfar sextugur maður að því, að halda við hinum hvítu umferðastrikum á þjóðvegunum og hefur lengi stundað það starf. En þar sem hann verður alltaf að vera viðbúinn að bjarga lífinu, er bílarnir þjóta fram hjá, hefur það reynt svo á taugar hans, að hann var búinn að fá snert af magasári. Hann ákvað því að binda endi á þann háska, og gerði það með því, að mála með hvítum stöfum á rauðan dúk orðið LÍFSHÆTTA. Dúkinn saumaði hann síðan á bakhlutann á bux- unum sínum, og síðan eru það bílstjórarnir, sem eru að veiklast í maganum af taugaæsingu. ★ Jón Jónsson var gestkomandi í bænum og bjó í gistihúsi. Kyöld eitt var hann að koma úr heim- boði hjá kunningja sínum, og þar sem komið var niðamyrkur og veitingar höfðu verið rausnarlegar hjá kunningjanum, villtist hann. Eftir nokkurt ráf aftur og fram mætti hann lögregluþjóni. — Afsakaðu, vinurinn, sagði Jón, en þú getur líklega ekki sagt mér, hvað þið kallið hinum megin við götuna? — Hvað er þetta, maður, sagði lögregluþjónninn. Það er auðvitað þarna, beint á móti okkur. — Það datt mér í hug, sagði Jón, en rétt áðan. þegar ég var staddur þar, spurði ég mann að því sama, og hann sagði, að það væri hérna megin. tt • »1. i i ^••v Kemur út annan hvern mán- Heimilisblaðlö uð tvö tölublöð saman, 44 blaðsíður. Verð árgangsins er kr. 50,00. í lausasölu kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14. apríl. Utgefandi: Prentsm. Jóns Helgasonar. Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergst.str. 27, Reykjavík, Pósth. 304.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.